Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 7
B J ARMI 5 ur skriflegt leyfi biskups til að boða Guðs orö (prjedika) og uppfræða i kristindómi (katekis- era) í söfnuðinum«. .... »f>ótt sumir ]>eirra er prestar urðu frá Bessastaðaskóla, yrðu góðir kennimenn var það, er óhætt að segja, ekki skólanAmi þeirra að þakka, heldur hinu að þeir fengu sje r góðar bækur og fóru að lesa og læra guðfræði eftir að þeir voru komnir úr skóla. En víst hefir þó meginþorri þeirra er vígðist frá skólanum, látið sitja við þá guðfræðisþekkingu, er skólinn hafði veitt þeim, og er því síst að furða, þótt fá- tækt andans í bóstaflegum skilningi yrði eitt af aðaleinkennum ekki alllitils hluta piesta- stjettar vorrar fyrir og um miðbik þessarar aldar«. I sama blaði skrifaði ritstjórinn, dr. J. H. bisfcup, langa og fróðlega grein, er hann nefndi: »Fimmtíu ára minning Prestaskólans í Reykjavík«. Par stendur: Þegar litið er til þess mentunarforða sem hin íslenska prestastjett varð að sætta sig við á liðnum öldum frá því að hinn nýi siður var hjer í lög leiddur, virðist mega fullyrða að eng- in prótestantisk prestastjett hafi orðiö að gjöra sig ánægða með jafnlítið og hin íslenska«. Virðist mjer hann færa g'óð og gild rök fyrir þessari alvarlegu fullyrðingu. Hitt er jafn satt fyrir þvi, sem oft er sagt,' að prestastjettin hafi borið alþýðumenn- inguna á herðum sjer öldum saman. — Það voru svo margir hvorki læsir nje skrifandi - reikning nefni jeg nú ekki:!!), að skólagengnir menn voru »lærðir rnenn« í augum almennings og gátu orð *) Iijett t. d. má geta þess, að árið 1782 var prentuð í Kaupmannahöfn bók, 240 bls., eftir ■J. Johnsonius með allskonar reikningstöflum og fleirum leiðbeiningum svo alþýðumenn »þurf-i eigi at láta þat vera komit undir kaupmanni nje öðrum kaupanautum þeirra, hvort reiknat er af þeim eðr ecki (sem dæmi muni til hafa gefiz eigi allfá)«. Aðaltitill þessarar bókar er: »Vasa-qver fyrir bændur og einfalldlinga á Is- landi« og aftan á titilblaðinu er þetta »hóg- væra« erindi, líklega til hughreystingar »ein- falldlingum«. »f>eim sem fá ei ganginn greitt Gagnar skríða kunna; ölærðum er ekki veitt Hvað ýtar lærðir nunna«. ið að ýmsu liði i borgaralegum málum, þótt þeir væru lítt heima í guðfræði og hefðu aldrei kynnst blómlegu safnaðar- lífi og væru litlir sájuhirðar. Stofnun Prestaskólans, árið 1847, með tveggja ára (og að síðustu 3ja ára) guð- fræðisnámi var stórmikil framför frá því sem áður var. Kennarar hans voru mætir menn sinnar tíðar, þótt ekki bæru þeir gæfu til, fyr en eftir 1890, að fá náms- menn til að starfa að kristindómsmálum. Hinsvegar þótti lengi brenna við, að drykk- feldir stúdentar gætu fremur náð prófi á Prestaskólanum en annarsstaðar og orðið viðstöðulaust prestar eftir prófið. Peir höfnuðu ef til vill engum sannindum krist- indómsins í orði, en afneituðu þeim öll- um í verki, — sem var hálfu verra, — og voru til angurs og tjóns sómamönnum prestastjettarinnar. Árið 1897 flutti Verði ljós! langa grein eftir ritstjórann (dr. J. H.) er hjet »Vor kirkjulegu mein og orsakir þeirra.« Þar segir svo m. a. á bls. 10: »Pví verður ekki neitað, að vjer höfum átt nokkra ágæta prjedikara á liðnum tíma, sem með hita, fjöri og krafti trúarinnar fluttu náð- arboðskapinn af prjedikunarstólnum, en annars mun óhætt að segja, að það hafi þó fremur ver- ið hið gagnstæða, hitaleysið, fjörleysið og kraft- leysið, sem telja megi einkenni hinnar islensku prjedikunar yfirleitt«. Mjög svipaðan dóm fellir hann yfir ungmennafræðslu presta (á bls. 21). og skrifar svo um sálgæsluna: »Um sálgæslu hinnar íslensku prestastjettar er það að segja, að helst lftur út fyrir, að hún hafi ekki einu sinni verið til í meðvitund manna hvorki prests nje safnaðar«.*) *) Sálgæslufræði vorum við látnir skrifa á prestaskólanum, er jeg var þar (1897—1900). En mjög þótti mjer það einkennilegt, að öll dæmi, sem þar voru nefnd um ýmiskonar sál- argæslu, voru erlend. Mjer fanst það mundi hafa verið mikið lærdómsríkara að hevra eitthvað um hvernig kennararnir eða aðrir góðir kennimenn höguðu þvi starfi á fslandi. Hvernig geta þeir ætlast til að við verðum sálgætendur, ef þeii vita engin íslensk dæm1 um sálgæslu? hugs- aði jeg — og líklega fleiri. S. Á. Gíslason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.