Bjarmi - 01.01.1933, Blaðsíða 6
4
B J A R M I
kreddur smeygja sjer inn, og er enda meiri
áhugi sýndur i því, að újtbreiða ýmisk. villu
(guðspeki o. f 1.), heldur en kristindóminn. í
sumum sóknum er þ a ð u n d a>n t e k n i n g,
ef nokkur kemur til kirkju yfir árið frá fjöl-
mörgum bæjum. Og lítur svo út, sem ]>að fólk
allt vilji hvorki sjá nje heyra prestinn sinn,
og það þó hann sje vinsæll yfirleitt í söfnuð-
um sínum.
Ennfremur er á, það bent, að trúaða
fólkið sje fáliðað, ósamtaka og aðgjörða-
lítið. Sjálfboðaliðarnir að trúmálum sjeu
t'áir og smáir, og því ólíklegt tum veruleg
áhrif úr þeirri átt.
Auk alls þessa, eða öllu heldur eðlileg
afleiðing alls þessa, er allskonar spilling,
sem fer ægilega í vöxt. — Drykkjuskap-
ur og hverskonar ódrengskapur í sambúð
karla og kvenna, viðskiftum og þjóðmál-
um er svo almenn orðin, að nærri ligg-
ur, að samviskusemi og óeigingirni sjeu
hafðar að aðhlátri. —----Lotning er horf-
in fyrir lögum og skyldum, lotning er
horfin fyrir öllu heilögu, biblían hædd og
helgihald troðið fótum.
Þannig er stundum haldið áfram.— og
jeg ætla ekki að andmæla neinu af þessu.
Það geta aðrir gjört, ef þeir treysta sjer
til.
En jeg spyr: Er þetta það eina, sem
segja má um framtíðarhorfurnar? Er
ekkert að sjá, annað en illviðraský á lofti,
og dýki spillingar fyrir fótum æsku-
manna?
Áður en jeg svara því beinlínis, bið jeg
yður að líta með mjer til liðna tímans,
svo að þjer getið betur dæmt um, hvort
það sje rjett, að allt af sje að syrta að,
eða eins1 og trúmálablað orðaði það í haust:
»Þannig eru þá horfurnar: dýpra og dýpra
niður í glötunargröfina.«
Jeg hefi átt í 30 ára stríði við alda-
mótaguðfræði og ýmsar villustefnur og tek
ekkert aftur af því, sem jeg hefi sagt
eða skrifað um skaðvænleg áhrif úr þeim
áttum. — En var úr háum söðli að detta
fyrir trúmál þjóðar vorrar, þegar þær
stefnur komu?
Við skulum fyrst líta á undirbúnings-
menntun presta á öldinni sem leið, einu
mannanna, sem störfuðu að trúmálum
hjerlendis alla 19. öldina.
Nefni jeg þar sem vitni sannorðan og
óvilhallan mann, Pál Melsteð sagnfræðing.
Hann var eini kennarinn, annar en ;guð-
fræðiskennarinn, sem jeg heyrði nefna
nafn Guðs með lotningu í kennslustund,
þau 6 ár, sem jeg var í Jatínuskólanum.
Pá]l skrifaði í Verði ljós! (apríl bl.)
árið 1897 mjög fróðlega grein, sem hann
nefndi Guðfræðiskennslan í > Bessastaða-
skóla um mína daga. — Páll var í þeim
skóla árin 1828—1834. — í þeirri grein
stendur t. d.:
Jón Jónsson tók við guöfræðiskennslunni í
skólanum og hafði hana á hendi alla þá stund,
sem hann var skólastjóri á Bessastöðum, eða
frá 1810 til 1846. Hann var að m. k. framan
af fullkominn skynsemistrúarmaður, þö minna
væri farið að bera á þvi, þegar jeg kom í skóla;
en fyrir mina daga átti hann að hafa hafnað
allflestu hinu yfirnáttúrlega í kristindómnum
og jafnvel haldið fram þeirri skoðun, að krafta-
verkafrásagnir nýja testamentisins væru goð-
sagnir (mýtur).
Svo segir hann frá hvað lesið var og lært,
allt mjög fátæklegt*), og að bókasafn skólans
hafi verið alveg úrelt og engar nýútkomnar guð-
fræðibækur keyptar, og bætir svo við:
Pað vantaði fjör og framtakssemi i guöfræð-
isnámið á Bessastöðum og þess vegna leið það
áfram í einhverju dauðamóki. Jeg heid það sje
sönnu næst, er jeg segi, að margir unglingar
hafi komið í skölann með lifandi kristna trú
í hjartanu, en farið þaðan útskrifaðir, ])egar
best ljet, með einhvern lítinn trúarneista. Jeg
útskrifaðist úr skóla sem góður heiðingi, og þó
var jeg eins og allir aðrir, er prófi höfðu lok-
ið, kallaður »guðfræðingur«, og fjekk í hend-
,,!) Ritstj. »Verði ljós«, dr. J. H. biskup, segir
um þær svo: »Aðalbækurnar, sem þar voru not-
aðar við trúmálakensluna, voru ekki stærri en
það, að sú þekking, sem þær veittu, mun hafa
verið lítið meiri en sú (>ekking, sem heimtuð
er af vel undirbúnum fermingarbörnum«. (Sjá
Verði ljós! 1897 bls 138).,
I