Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 7
flpC ' ' BJARMI 23 ið á skólabekk. Þeir eru seinteknir. Það þarf nn'kið til að glæða hjá þeim þann skilning og áhuga, að þeir vilji hafa fyr- ir að læra t. d. lestur og kristinfræði, nema því aðeins, að vaknandi guðsþrá knýi þá til þess. Það er heldur ekki hlaup- ið að því að kenna kínverska letrið! — Þriðju vikuna í tjaldbúðinni byrja lestr- ar- og trúarbragðanámskeið í tveim deild- um, fyrir kai'la og konur, og svo sjerstök barnadeild, ef við komumst yfir það. Á þessum námskeiði m hafa samverkamenn mínir unnið þarft en erfitt verk. Alls hafa ve'rið haldin 11 námskeið á þessu ári, en 48 heimili hafa kastað hjáguðunum. Ekki er þess vænst, að þeir sem veita orðinu viðtöku, verði skírðir fyr en að fullu ári liðnu, frá því er þeir fyrst urðu fyrir áhrifum. Hjer í umdæminu hafa fleiri ver- ið skírðir á þessu ári, en á undanförn- um tíu árum, að árinu 1924 undanskildu, nefnilega 26. Tengchow, í des. 1932. Ölafur Ölafsson. Kristna heimilið, Eftir Dr. 0. Hallesby. Lúk. 19, 9.: 1 dag hefir hjíilpræði hlotnast húsi þessu. Ekkert kristilegt starf er jafn erfitt og vandasamt, eins og stofnun og efling hins kristna heimilis. En mörgum er þetta harla óljóst. Þeir vinna allt sitt kristi- lega starf út á við: i fjelögum og á sam- komum. Til að byggja upp kristilegt heim- ili fórna þeir engu starfi, — að minsta kosti engu reglubundnu og ákveðnu starfi. Heimilið verður ekki til við það, að mað- ur og kona gangi í hjónaband. Ekki held- ur við íburðarmikinn húsbúnað og gnægð fjár til hluttöku í ríkmannlegu fjelagslífi. Og jafnvel ekki við það, þótt hlutaðeig- andi persónur sjeu kristnar, hvor um sig. Heimilið m'mdast og mótast mest af því, hvernig hjónunum auðnast að búa saman. F„ irgefandi kærleikssamband þeiir:, eiiihigni, hreinskilni og umburðar- lyndi - það eru öílin, sem langmestu ráða um alla. anclegan hag heimilisins, bæði að því er snertir börn og hjú, vini og gesti. Leynciardómi r hins kristna heimilis er fólginn í kristilegri sambúð. Þess vegna verður Lún að \era meginþáttur vorrar kristilegu starísemi. Á hverjum degi eigum vjer að koma sameiginlega fram fyrir auglit Guðs. Til sameiginlegrar guðrækni: bænar, lesturs og söngs. Já, látum oss syngja saman. Söngurinn sameinar oss á undursamlegan hátt. Og lÁtum oss hjálpast að, svo að guðræknisstundin verði fagnaðarstund heimilis vors á hverjum degi. En þá verðum vjer líka að biðja fyrir henni. Vjer biðjum fyrir samkomum vor- um. En enga samkomu er jafn nauðsyn- legt að undirbúa með bæn til Guðs, eins og daglegu guðræknisstundina á heimil- um vorum. Annars verður hún að fánýtri vanaguðrækni. Góði Guð! Vjer þökkum þjer fyrir heim- ilin, sem þú gafst oss. Fyrst og fremst feðraheimilið, með allri skuggalausu barnagleðinni. Og svo heimilið, sem þú veittir oss náð til að stofna. Drottinn, varðveit oss frá öllu því, er orðið geti heimilum vorum að grandi! (»Daglig fornyelse«). Á. Jóh. »Hvern segið þjer mig vera?« »Að þekkja Krist er að þekkja velgjörð- ir hans«, hefir oft verið sagt. Jeg get því aðeins tekið undir það, út frá trúarreynslu minni, að bætt sje við einni setningu: »og misgjörðir vorar.« Ölafur Ölafsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.