Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 15
BJARMI 31 ust þau Grænaneshjónin 14 börn, og komust 11 þeirra upp, og voru þau þessi, er hjer segir: 1. Valgerður, gift Guðm. Stefánssyni í Lauf- ási; 2. Torfhildur, dó ógift 1926; 3. Davíð, við afgreiðslustörf í Vestmannaeyjum; 4. Ingólfur, hjá bróður sínum á Barðsnesi; 5. Stefanía, gift Sigm. skósmið Stefánssyni, Norðf.; 6. Kristin, gift Vilhjálmi Stefánssyni, Norðf.; 7. Sveinn, bóndi á Barðsnesi; 8. Sigríður, gift Páli Magn- ássyni, Norðf.; 9. Þórleifur, bóndi í Miðbæ; 10. Valborg, ekkja i Eyjafirði; 11. Lukka, ekkja i Hafnarfirði. — öllum börnum sínum komu þau Grænaneshjónin vel til manns, án hjálpar, og má þess vel geta. Það er ekki lítið að ala upp 11 börn á rýrum tekjum einyrkabúskapar, en Guðs blessun virtist vera með hverjum eyri. Auk þess sá Árni lengi vel til með Jóni brói)- ur sínum, sem átti við svo átakanlegar veik- indaástæður að búa. Er lítill vafi á þvi, að til Jóns gengu árlega margar krónur frá Græna- nesbúinu um all-langt skeið. Ennfremur hafði Árni hjá sjer foreldra sína, er bæði voru ör- vasa og ellimóð, og dóu þau hjá honum. Með þeim gömlu hjónunum var og í framfæri hjá Árna fóstursonur þeirra, er var aumingi til líkama og sálar. Honum gengu þau Grænanes- hjónin í foreldra stað. Þá eru ótalin að minsta kosti 4 gamalmenni, sem athvarf áttu á Græna- nesi árum saman og dóu þar í hárri elli. Um meðgjöf var ekki að tala: Það var teliið á mótl þeim í Jesú nafni, og aldrei á annað minnst. Þegar jeg lít yfir æfiferil Árna sál., þá koma mjer í hug orð Bjarna skálds Thorarensens: »Konungs átti hann hjai'tn, en kotungs efni.« Það þarf konungshjarta til að hafa opið hús fyrir öllum aumum og bágstöddum, er að garði víkja, og eiga þó við þröngan hag að búa fyrir sig og sína, því að aldrei var Árni efnamaður, þótt allt blessaðist. Jeg dáðist að guðstrmisti Árna og bænrækni. Hann átti mjög merkilega trúarreynslu og örugga vissu um bænheyslu. Hann var maður sístarfandi. Þegar líkamsþrótt- urinn þvarr og hann var hættur að geta »tekið á móti minnstu bræðrunum I Jesú nafni« og búi,ð þeim heimili, þar sem fyrir þeim var sjeð, þá sat hann um hvert tækifæri, sem hann gat fengið, til að bera vitni um kærleika Guðs, sjer og öllum til handa, er honum vildu viðtöku veita. Og að siðustu lagði hann svo fyrir, að við útför sína yrði ]>ess minnst, að hann tryði og treysti friðþægingu Jesú Krists fyrir sín- ar og annara syndir án nokkurs afdrúttar. I fullri samhljóðan við þetta var það, að síðustu aurum sínum varði hann fyrir sm.úrit, kristi- legs efnis, er hann sendi út um sveitina og bæinn, handa fólkinu til lestrar. Það sjá allir anda áhugamminsins að baki þessara athafna og ættu að geta lofað Guð fyrir, hvernig sem þeir að öðru leyti kunna að líta á þessi mál. Að minnsta kosti get jeg ekki annað en þakkað Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Árna. Jeg hika ekki við að segja, að fáa hefi jeg þekkt, sem betur sýndu mjer, hvernig kristlnn niaður á að brcyta I blíðu og strlðu. Blessuð sje minning hans! Valdimar Snævarr. Hvaðanæva. Þung ákícra. Trotski, rússneski kommúnista- foringinn sen nú er orðinn útlægur 1 Rússlandi, þótti orðinn of spakur, kom í vetur til Kaup- mannahafnar og flutti þar erindi. Dönsk frú, sem var í Rússlandi þegar byltinginn hófst, skrifaði þá Trotski opið brjef t Kristilegt Dag- blað. Þar stóð meðal annars: Æskið þjer að hitta danska sjónarvotta, sein horfðu á þegar hásetar skutu með hríðskota- byssum á friðsama vopnlausa mensjevikka, er gengu í skrúðgöngu og voru þá komnir að götu- mótum Liteny og Ponteleimon? Getið þjer neitað að það var eftir yðar skipun, sem karlar og konur voru skotnar hópum sam- an, og getið þjer skýrt mjer frá, að hvers skipun særðir menn voru myrtir í sjúkrahúsunum seinni hluta dagsins? Getið þjer skýrt mjer frá hvers vegna fjöldi kristinna manna voru myrtir og ofsóttir í Rúss- landi meðan þjer voruð við völd. Langar yður til að sjá ljósmynd af lúterska prestinum Ek- man, sem misþyrmt var til dauða? Eða óskið þjer að heyra hvernig unga baróness- an Rosen var myrt ásamt allmörgum öðrum kristnum konum? Eða getið þjer sagt oss hve margir kristnir menn voru meðan þjer voruð við völd reknir til Solovjestkoln? (illræmd út- legðarstöð). Blóð kristinna manna hrópar til himins og kærir yður, hr. Trotski! — — Trúarbók Gyðinga, sem þjer hafið vafalaust kynst, (foreldrar Trotski voru Gyðingar) segir: »Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn«. Hin helga trúarbók vor segir: »Með þeim mæli sem þjer mælið öðrum skal yður aftur mælt verða!« Ritn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.