Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.02.1933, Blaðsíða 9
BJARMI 25 allan heim, og' hefir t. d. í Evrópu aukist umi 25 prósent síðustu þrjú árin. Það er þó einna eftirtektarverðast, að í kaþólsk- um löndum hefir sala ritningarinnar auk- ist gífurlega. Það er því í mikið ráðist vilji einhver taka að sjer að útrýma bibliunni, og er hætt við að ekki gangi betur en áður, þeg- ar slíkar tilraunir hafa verið gerðar. Það er svo sem ekkert nýtt, að einhverjir menn vilji biblíuna feiga. Voltair spáði því aö biblían mundi lifa sig að vísu en yrði þó öllum gleymd 30 árum síðar. Honum varð ekki ao þeirri ósk. Biblíufjelagið eitt hef- ir nú útsölustað í húsinu, sem hann kvað hafa átt heima í. Hrokinn var ekki minni í Thomas Paine, er hann reit: »Jeg hef farið í gegnum bibliuna eins og maður, sem gengur að skógarhöggi. Hjer eru viðarkestirnir; prestarnir geta plantað þessi trje aftur, en þau munu aldrei festa rætur.« Síðar. er nú liðin hálf önnur öld, en ekki sjer þess nein merki að feld hafi verið trje í þessum skógi. Amerískur blaðamaður og ritstjóri, sem var fyrir nokkru á ferðalagi í Japan, seg- ist hafa heimsótt stærstu deildaverslur. Tokio-borgar, Mitsukoshi. Á stærsta borð- inu í bókadeiidinni lá mikill bókahaugur, en allt var það þó sama bókin. Hann spurði verslunar|jjóninn hvaða bók þetta væri. »Þetta er biblíuborðið,« svaraði þjónninn. »Það hlýtur að vera einhver sjerstök út- sala,« sagði Ameríkumaðurinn. »Nei,« var honum svarað, »biblían selst mest allra bóka hjá okkur og hefir alltaf gert.« Talið er að sala kristilegra rita yfir- leitt, hafi aukist að helmingi í Evrópu, síðasta áratug. Enskur blaðamaður trúaður, hefir rit- að bók um kristilegt líknarstarf í Lund- únaborg, afturhvarfssögur aðallega, (God in the Slums), sem mikið minna á bók Ölafíu heitinnar, »Aumastur allra«, sem mjer þykir fult eins góð. Af þessari bók hafa selst nálega þrjú hundruð þúsunu eintök. Jeg' get þess til samanburðar að af síðustu bókinni, sem jeg hef lesið eftir Sir James Jeans, (einhver frægasti vísinda- maður sem nú er uppi), hafa ekki selst nema liðlega hundrað þúsund eintök, og jjykir mikið; eru þó bækur hans flestar við alþýðuhæfi og afarskemtilegar aflestrar. Ölafur Ölafsson. Einmana bróðir. Þú, sem veginn þögull reikar, þreyttur eftir dagsins strit, mát þig gjörðu Ufsjns leikar, lund þin kól við hyggjuvit. Auðnin kalda um Jng nœðir, ekkert vonarblómstur grœr, sorgin þjer í brjósti blœðir, beiskjan sára við þjer hlœr. Hjarta þitt á Heljarslóðum hefir hvergi griðastað, grýtt er leiðin göngumóðum, grátlegt er að hugsa um' það. Þess jeg bið þig, bróðir kœri, breyttu um stefnu fyrir mig. Til er ennþá tœkifœri — trúin getur frelsað þig. Þótt að lífsins mein þig mæði margvíslega hjer í heim, angrið svíði, undir blœði, örugt það í hjarta geym', ef þú trúir og þú biður almáttugan Guð um lið, sviði úr öllum sárum hverfur, sálin öðlast, ró og frið. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.