Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1933, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.05.1933, Qupperneq 2
66 BJARMI ræður) eftir þá báða, og sama árið bók eftir Karl Barth um Rómverjabrjefið, þar sem farnar eru nýjar leiðir að ýmsu leyti og hlífðarlaust vegið á tvær hendur gegn >'guðlausri« aldamótaguðfræði og »sjei- visku og skammsýni« rjetttrúnaðarins. Skömmu síðar (1920) tók Barth við prófessorsembætti í Göttingen, en er nú prófessor í Bonn í Þýskalandi og hefir gefið út margar guðfræðibækur, sem lesn- ar eru um allan heim, þar sem guðfræð- ingar skilja þýsku. I þetta sinn er ekki ráðrúm til að segja frá trúfræðisstefnu Barths. En þó má geta þessa: Aðal-forgöngumennirnir 3, sem þegar eru nefndir, eru allir endurbættrar-trúar og sækja margt til Kalvíns. Aðrir 2, Go- garten og Bultmann, báðir þýskir prófess- orar, eru lúterskir og leg'gja áherslu á, eins og' nú er alsiða við þýska háskóla, - »að hverfa aftur að Lúter«. Allir hafa þeir, og þó Barth sjerstaklega, orðið fyrir áhrifum frá bókum Sören Kirkegaards; en svo sjálfstæðir eru þeir sín á milli, að það er rangmæli, að kenna guðfræðistefnu þessa við Barth einan. Hitt er rjettara, enda aimennt, að kalla hana »rökræðnu guðfræöina« (eða »dialektisku guðfræð- ina), og hefir hún þegar látið svo margt og mikið til sín taka, að sjálfsagt þykir, að allir guðfræðingar kynnist henni. Forgöngumennirnir sjálfir hafa ritað allmargar bækur, einkum þó Karl Barth, L. d. »Guðs orð og' guðfræðin« (»Das Wort Gottes und die Theologie«), Trúfræði I. (»Prolegomena«) o. fl. Lang'besta bókin, sem jeg hefi sjeð um »rökræðnu guðfræð- ina« er eftir framkvæmdastjóra alþjóða- samhjálp evangel. kirkna, heitir hann dr. Adolf Keller og' er svissneskur guðfræð- ingur. En bókin heitir »Vegur rökræðnu- guðfraiðinnar um kirkjur heims« (»Der Weg der dialektischen Theologie durch die Welt«), 220 bls., kostar 5 mörk í bandi, prentuð í Miinchen 1931. 1 fyrra kom út bók á dönsku, »Barthianisme«, eftir C. I. Scharling, 124 bls., verð 4,25 ób. En meir en helmingur þeirrar bókar er um áhrif stefnu þessarar í Danmörku. ------------- »Upprisa kirkjunnar«. Raddir frá Þýskalandi. Með þessari fyrirsögn flutti þýska dag- blaðið »Lokal-Anzeiger« í páskablaði sínu í vetur ummæli þriggja kirkjumála-leið- toga, og eru þau hjer þýdd, lítið eitt stytt: Dr. Adolf Deissmann, prófessor, ? fremstu röð aldamótaguðfræðinga á fyrstu greinina og segir: »Kirkja Jesú Krists er ekki frá degin- um í gær eða í dag nje morgundeginum. .... Eðli og hlutverk kirkju Krists sjá- um vjer eða skynjum hrein og' ófölsuð í nýja testamentinu einu, þar sem sjálfs- opinberanir Jesú Krists og postula hans eru oss eftirskildar sem stjórnarskrá eða »Magna Charta« frumkirkjunnar. Að vilja meistarans og trúarjátningu postula hans er kirkjan söfnuður lærisveina hans, end- urleystur af Jesú Kristi og helgaður við návist hans til að breyta eftir honum. Einkunnarorðin: »Upprisa kirkjunnar«, geta því ekki átt við neinskonar mannleg fyrirtæki, nje heldur viðleitni sjerstakra kirkjulegra flokka til að ná nýjum áfanga á þroskabraut kirkjunnar. »Upprisa kirkj- unnar« merkir miklu fremur iðrunarfúsa sjálfsviðurkenningu kirkjunnar og ein- staklinga innan hennar um hvað hún var, hvað hún er og hvað hún á að vera áfram. Einkunnarorðin: »Upprisa kirkjunnar« eru því andmæli gegn hverri tilraun til að hafna nokkru af guðdómlegri alvöru í boðskap og kröfum kirkjunnar til þess að þóknast kröfum óendurfæddra, synd- ugra manna. Kirkju Krists ber að vísa á bug, með virðulegri staðfestu, hverri til- raun til þessháttar niðurlægingar.«

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.