Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1933, Page 3

Bjarmi - 01.05.1933, Page 3
 BJARMI 67 Sr. Joachim Hossenfelder, leiðtogi »Nati- onal socialistisku« hreyfingarinnar innan þýskrar kirkju, - skrifar: Kirkjan — sál þjóðarinnar. Viðreisn þýsku þjóðarinnar hefir flutt óskir bestu þjóðverja fram til sigurs og staðreynda. Viðreisnin nær til alls þjóðlífsins. Hún nemur ekki staðar fyrir utan kirkjuna. Frelsishreyfingin þýska stendur á grund- velli jákvæðs kristindóms, og leiðtogar hennar eru trúaðir kristnir menn. Þeir hafa staðið í baráttunni í öruggri trú á Drottinn sögunnar sem þýskir menn, er sameiginlega hafa orðið varir við kall og hátign Drottins. Ef kirkjan yrði ekki þátt- takandi í þessari viðreisn þjóðarinnar eða yrði henni öndverð, þá mundu þessir menn missa heimilistilfinningar sínar og kær- leika gagnvart kirkjunni. Ríkið er að umbæta og samræma á öll- um sviðum, og kirkjan verður að gjöra hið sama, til að varðveita andlega virð- ingu sína. Trúarhreyfingin »Kristnir Þjóðverjar«, lætur sjer ekki nægja að staðhæfa: »ecclesiam habemus« (vjer höfum kirkju) í þeim skilning'i, að kirkjan standi sem andstæður samningsaðili gagnvart ríkinu, og' hún óskar ekki, að ríki myndist í rík- inu, við það að of ströng áhersla sje lögð á það, að kirkjan sje »samviska ríkisins«. Kirkjan er sál þjóðarinnar, í því felst ósakanleg sæmd hennar og gildi. Ef kirkj- an leggur aðaláhersluna á embættishlið- ina, þá ætti hún ekki að kvarta, þótt við hana sje einöngu talað sem valdastofnun. Af hverju kemur það, að menn setja kirkj- una á bekk með öðrum menningaröflum? Aðhaldsleysi guðfræðinnar (»Liberalism- us«) og samanberandi trúarbragðasaga, liafa svift kristindóminn allri opinberun og gjört hann að, eða rjettara sagt, far- ið með hann sem almenn söguleg fyrir- brigði. Og því er síst að furða þótt marg'- ir sjái ekki að kirkjan sje annað og' meira en almenn menningarstofnun. Lýðstjórnarfyrirkomulag’ innan kirkj- unnar sviftir hana öllum möguleika til að teljast sakramenta-kirkju. Það er jafn ábyggilegt að páskar verða að vera í kirkjunni, eins og' að »þriðja ríkið« þarf sálar. En páskar verða í kirkj- unni því aðeins, að henni sje það ljóst, að hinn upprisni Drottinn starfi enn í dag, og að hún sje einráðin í að endurlífga arf siðbótarinnar í stórviðburðum nútímans.« Dibelius, biskup í Brandenburg, skrifar: Kristin kirkja er ekki sköpuð af mönn- um, heldur stofnsett af Jesú Kristi. Því kemur hver endurlífgun kirkjunnar jafn- an frá hinum upprisna Kristi, en ekki frá erfiðismunum mannanna. Kristur starfar í kirkju sinni með orði sínu. öll kirkjuleg' boðun kemur þá leið, en ekki utan frá...... Á viðburðaríkum alvöru- tímum er hlutverk kirkjunnar að boða Guðs orð með endurborinni helgri alvöru, kvíðalaust um óskir og ástríður fólksins. Kirkjan aðgreinist frá sjertrúarflokk, ekki hvað síst að því leyti, að hún er í innra sambandi við heildar-þjóðlífið. Það felst meira í því en i orðunum »kirkjan er sái þjóðarinnar«. Sá, sem andmælir því eða hindrar það hlutverk kirkjunnar, veldur því, að saltið missir kraft sinn, og sviftir þjóðina öruggustu innri stoð hennar. Um langan aldur hefir öllum komið sam- an um, að núverandi fyrirkomulag kirkj- unnar eða kirkjulega starfsins sje óheppi- legt, til að kirkjan geti notið krafta sinna. Er því kirkjunni óblandið gleðiefni aðbreyt- ingin sem er að verða á hjörtum manna og' ástandið á þessum þjóðarbyltingatímum veita færi til gagngerðrar breytingar í þessum efnum. — En breytingar ytra skipulags eru gagnslausar, ef söfnuðirnir vakna ekki iafnframt til nýrrar alvöru- gefinna bænaiðju, til nýrrar íhugunar Guðs orðs og til ákveðinnar sameiningar í guðsþjónustum. Það eru einu mannlegu ráðin til undir- búnings að endurnýjun kirkjunnar fyrir kraft hins lifandi Krists.«

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.