Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1934, Side 13

Bjarmi - 01.01.1934, Side 13
B J ARMI 11 Á síðustu árum fór að bera á vanheilsu þeirri, sem nú hefir leitt til dauða. Hún kom hingað til bæjarins fyrir skömmu, til þess að leita sjer lækningar við meinsemd, sem fór síversnandi, uns yfir lauk, þrátt fyrir allar ráðstafanir og- aðgerðir. Hildur Bóasdóttir andaðist í Landsspít- alanum 12. þ. m., eftir \ mánaðar legu. Með Hildi Bóasdóttur er hnigin í val- inn ein ágætiskona lands vors. Hún lagði traustan hornstein í þjóðfjelagsbyggingu vora, með ósjerplægni, árvekni og trú- mennsku sinni. Hennar verður saknað af mörgum, þótt um sárast eigi að binda, eiginmaður, börn og systkini, auk aldraðrar móður, sem á nú í annað sinn að baki að sjá ástríkri dóttur. Endurminningarnar um Hildi Bóasdótt- ur sanna enn á ný hið fornkveðna, að: »Deyr fje, deyja frændr deyr sjálfr et sama; en orðstýrr deyr aldrigi hveims sjer góðan getur.« Ritað 17. des. 1933. Guðrún Lárusdóttir. Um fávita og fávitahæli. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. Framh. IV. Það gleymdist í síðasta blaði að geta þess, þar sem sagt var frá fávitalög'gjöf Danmerkur, að henni var mjög breytt — eins og flestum fátækramálum í hinum mikia lagabálki »Socialreformen«, sem gekk í gildi í Danmörku 1. október f. á. Samkvæmt þeim lögum tekur ríkissjóður að sjer öll útgjöld, sem hreppar báru áð- ur, vegna fávita, geðveikra, daufdumbra, blindra, málhaltra, fatlaðra og flogaveikra. Steincke ráðherra, sem kom þessum lög'- um fram, segir, að ársútgjöld ríkisins til þessa fólks muni hækka í 23 miljónir kr. — úr 14 milljónum - við þessa breytingu. I samanburði við fólksfjölda. ætti ríkis- sjóður Islands að greiða um 700 þús. kr., ef Island sæi jafnvel um þetta fólk og Danmörk gerir. En hverfum nú aftur til Svíþjóðar. Við sænsku fávitahælin eru stjórnendur og starfsfólkið langflest konur. Af því að þau eru svo lítil taka þau flest öll ekki nema eina »deild«. Eitt tekur aðeins hálfvita á barnsaldri til kenslu annað vinnufæra pilta, þriðja vinnufærar stúlkur, fjórða karlmenn á lægsta stigi, fimta stúlkur á lægsta stigi, sjötta flogaveika fávita o. s. frv. 1 stærstu hælunum sem taka um og' yfir 200 eru þó deildirnar fleiri. Jeg lít svo á, að við Islendingar getum margt lært af Svíum í þessum efnum, ein- mitt af því að hæli þeirra eru svo lítil. Jeg kom í 3 allstór fávitahæli í Svíþjóð s. 1. sumar og varð meðal annars alveg forviða að sjá hvað fávitar, og þá sjerstaklega hálfvitarnir, gátu lært margháttaða handavinnu þótt sumir þeirra gætu ekkert lært til bókarinnar; fjekk jeg ýms sýnis- horn af því einkum frá Slagsta-skóla ná- lægt Stokkhólmi og hafa þau verið sýnd nýlega hjei- í Reykjavík og vakið eftir- tekt. Það hælið sem jeg kyntist mest og best er kent við Stredered rjett utan við Gauta- borg. Þar var skólaheimili með 110 hálf- vita, vinnuhæli með 40 karlmenn og 20 konur og um 60 í 2 sjerstökum hjúkrunar- deildum.Vistmönnum er kend garðrækt og ýms búsýslustörf og þykir þetta hæli í fremstu röð. Skólinn er í 6 bekkjum og er hjer sýnishorn af »tímatöflu« frá skólan- um: Kl. 7 Fótaferð og þvegið sjer. - 8:30 Morgunverður og morgunbæn - 9—11 Kennsla eða vinna. - 11- 11:30 Ilvíld og ábætir. - 11:30-- 14 Kennsla eða vinna.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.