Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 8
B BJARMI
sem hann f ann sig bundinn í sam-
vizku sinni — og vildi fórna öllu
fyrir öðrum til heilla. Upprisa hans
úr gröf inni er annað en f ramhalds-
tilvera eftir dauðann, þar sem lát-
inn getur birzt vinum sínum við
sérstök tilefni. Og loks má geta
þess, að það er reginmunur að trúa
því, að Jesús Kristur komi aftur
með mætti og mikilli dýrð til dóms
við endalok heims — eins og hann
sjálfur sagði, og lærisveinar hans
hafa trúað og trúa enn í dag —
eða þá að liafna algerlega kenn-
ingunni um endurkomu Krists eins
og vitanlegt er, að allur fjöldinn
gjörir nú.
Danskurinn hefir málshátt, sem
er á þann veg, að barninu sé hent
út með baðvatninu. Sumir hafa
ætlað að hella því, sem þeim f annst
óhreint og úr sér gengið í Bibli-
unni. Það hefir meira fylgt með
— aðalatriðið sjálft, sem spámað-
urinn Jesaja sagði um: „Barn er
oss fætt, sonur er oss gefinn, á
hans herðum skal höfðingjadóm-
urinn hvíla", hefir fylgt m'eð. Hon-
um, sem oss var gefinn af Guði
sjálfum sem frelsari vor og Drott-
inn, hefir verið varpað fyrir borð.
Margir hafa verið sviptir frelsar-
anum sjálfum í þessari höfnun
þess, sem ekki er talið samrimast
nútímaþekkingu — sem er þó
ávallt að breytast.
Hverjum manni ber að vera vel
á verði gagnvart því, að hann sé
ekki sviptur Guðs orði, hjálpræði
Guðs sjálfs í Jesú Kristi. Vér þurf-
um að temja oss að rannsaka sjálf-
ir Guðs orð og sjá, hvort kenn-
ingar þær, sem oss berast, eru í
samhljóman við það eða eigi. Það
er búið að taka allt of mikið af
sönnum kristindómi frá þjóð vorri
með röngum rökum og vegna van-
þekkingar á Guðs orði. Það má
ekki við svo búið standa. Til þess
er of mikið i veði.
Biblíunámskeiðið
Frá Bandaríkjunum
FRAMHALD AF
Alltaf metsölubók
FRAMHALD AF 1. BIÐU
lokinni rannsókn á meðaltekjum
og fjárhagsástandi hvers lands. 1
því felst, að aukinn útgáfukostn-
aður má ekki ráða söluverði. T. d.
hefir verð ódýrustu Biblíuútgáfu
á Indlandi verið ákveðið 5 rúpíur
(um kr. 17 ísl.). Utgáfukostnaður
er nálægt því tvöföld sú upphæð.
Utsöluverðið er miðað við lægstu
laun og gert er ráð fyrir, að kaup-
andi þurfi fimm mánuði til þess
að safna sér fyrir Biblíu. Fimm
rúpíur eru stórfé fyrir marga, en
á Indlandi er það algengt, að
Hinduafjölskylda gæti ýtrustu
sparsemi mánuðum saman til þess
að safna fé í pílagrímsför. Þeim,
sem eignast vilja Biblíuna, er þVi
eðlilegt að fara eins að. Sé um
einstaklega fátæka fjölskyldu að
ræða, er undanþága gerð. Verðið
má aldrei meina nokkrum að eign-
ast Biblíu, en Biblían er aðeins
gefin að undangenginni nákvæmri
athugun.
Biblíu- og kristniboðsnámskeiðið verður síðustu heilu vikuna í
september, svo sem oftast hefir verið undanfarin ár. Að þessu skini
er það 21.—28. september. Þátttaka er heimil þeim, sem orðnir eru 16
ára að aldri og skulu þeir tilkynna þátttöku sína á afgreiðslu „Bjarma"
Þórsgötu 4, sími 13504, ekki síðar en 14. sept. Allar nánari upplýsing-
ar um ferðir, kostnað og fyrirkomulag fá þátttakendur síðar. Verði
þátttaka mikil, ganga þeir fyrir, sem fyrstir tilkynna sig.
^siölþœtt ómmarótaH
Sumarstarfiö hefir gengið með ágætum i sumar, bæði í Vatnaskógi
og í Vindáshlíð. Aðsókn hefir verið með allra mesta móti og flokkarnir
ánægjulegir. Hefir hagstætt sumarveður hér sunnanlands átt ríkan þátt
í þvi. Starfinu í Vatnaskógi lauk 29. ágúst og eins og vant er var þar
„karlaflokkur" síðustu vikuna. Var hann með sama fyrirkomulagi og
undanfarin ár, en þá hefir verið „leshringa" fyrirkomulag á samveru-
stundum a'ö morgni og svo aftur síðdegis. Hefir Steingrímur Benedikts-
son, kennari, veitt leshringunum forstöðu.
Starfið i Vindáshlíð endaði einnig með dvalarflokki fyrir rosknari
þátttakendur. Voru þar tveir kvennaflokkar og dvaldi hvor i vikutíma.
Gunnar Sigurjónsson hafði Biblíulestra og annaðist kvölddagskrá í
fyrri flokknum, en Felix Ólafsson, kristniboði, í hinum síðari.
1 sambandi við frásögnina um sumarstarfið má geta þess, að sunnu-
daginn 17. ágúst var guðsþjónusta % Vindáshlíð. Hafði síra Bjarni Jóns-
son, vígslubiskup, þá guðsþjónustu og talaði út frá guðspjalli dagsins,
sem var frásagan um faríseann og tollheimtumanninn. Veður var yndis-
legt og þátttaka mikil í gu&sþjónustunni, sem fór fram á flötinni fyrir
framan kirkjuna í Vindáshlið. Eins og flestum lesendum „Bjarma" mun
kunnugt, var gamla kirkjan i Saurbæ á Hvalj"jarðarströnd flutt i Vind-
áshlíð i fyrrahaust og sett þar á grunn, sem hafði verið steyptur þar
fyrir hana. Var hún flutt í heilu lagi alla leið. Nú í sumar hefir verið
unnið nokkuð við kirkjuna. M. a. er búið að byggja kór við hana, rífa
hvelfingu úr loftinu o. fl. Þar á meðal hefir kirkjan verið máluð að
utan. Hefir það verið mörgum mikiS gleðiefni, að kirkjan skuli vera
komin i Hlíðina, svo og það, að unnið er af kappi að því að fegra hana
og prýða. Er það hinn mesti fengur fyrir starfið i Vindáshlíð, að þar
skuli nú komin kirkja.
K.F.U.M. í Hafnarfirði hafði starf fyrir drengi í sumarbúðum fé-
lagsins í Kaldárseli. Var það % Júnímánuði. K.F.U.K. hafði þar síðan
dvalarflokka fyrir telpur og stúlkur í júlímánuði. Þátttaka var mjóg
góð og munu færri hafa komizt að en vildu. Þann 31. ágúst var sam-
koma i Kaldárseli á vegum félaganna og talaði Gunnar Sigurjónsson,
guðfræðingur þar.
Skógarmenn K.F.U.M. hafa eins og áður gengizt fyrir'ferðalögum
í sumar. Mest þeirra var ferðin til Norðurlands og Austurlands og allt
til Hornafjarðar. Komust færri að en vildu í þessa ánægjuríku ferð.
Um Verzlunarmannahelgina var svo efnt til ferðar í Þórsmörk. Voru
þátttakendur 62 og samveran i alla staði hin ánægjulegasta, bæði ferðin
sjálf sem slík og samverustundir um Guðs orð og fróðleiksefni, svo
sem vandi er í slíkum ferðum.
Kristileg skólasamtök hafa haft Biblíulestra á hverju fóstudags-
kvöldi í sumar. Hafa þeir verið vel sóttir og er ánægjulegt til þess að
vita, að slíkur hópur skuli vilja safnast saman um Guðs orð og íhugun
þess, þrátt fyrir alla sumardreifingu. Þá hafði félagið mót í ölver um
miðjan júní og annað er fyrirhugað í Vindáshlíð fyrstu helgina i sept-
ember.
veitir forstöðu, kosti um 16—
18.000 dollara á viku.
Meðal þeirra, sem sækja sam-
komur hans, eru méðlimir kristi-
legra skólasamtaka þar i landi.
Þau starfa meðal nemenda í gagn-
fræðaskólum."
„Nokkrir fleiri andans menn,
sem sérstakt er frá að segja?"
„Einn þeirra, sem ég hlustaði á,
var norski prédikarinn Jon Olav
Larsen. Hann hefir verið nefndur
Billy Graham Noregs. Undanfarið
hefir hann verið á ferðalagi meðal
norskra safnaða i Bandarikjunum
og haldið þar samkomur. Voru
þær mjög fjölsóttar. Norðmenn
eru fjölmennir vestra, ekki sízt í
New York. Eru þar allstórir norsk-
ir söfnuðir. Þar sótti ég guðsþjón-
ustur og tók þátt i þvi starfi, sem
mig langaði mest til að kynnast,,
en það var sunnudagaskólastarf..
Ég tók þátt i þvi starfi i kirkju,,
sem nefndist „Lútherska þrenn-
ingarkirkjan."
„Var þar stór sunnudagaskóli?"
„Þar sóttu 1000 börn sunnudaga-
skólann. Þeim var skipt i hópa í
upphafi samverunnar. Eftir hálfr-
ar stundar samveru með kennara
sinum komu nokkrir hópar sam-
an, en þeir gátu aldrei verið allir
í einu á sameiginlegri stund, því
að til þess var hópurinn of stór.
I sunnudagaskóla þessum voru um
100 kennarar, en þeir gátu ekki
allir mætt alltaf. Sennilega hafa
verið um það bil 80 kennarar í
sunnudagaskólanum hvern sunnu-
dag."
„Var fyrirkomulagið á barna-
samkomunum sjálfum frábrugðið
því, sem hér gerist?"
„Að einu leyti. Þar var mikið
notuð tafla. Kennarinn skrifaði og
teiknaði mikið á töfluna til skýr-
ingar fyrir börnin og gefst það
vel. Þá voru þar og „flónelstöfl-
urnar", sem talsvert eru orðnar
kunnar sums staðar hér á landi.
Taflan er úr loðnu efni, og eru
svo settar á hana einstakar mynd-
ir, eftir þvi sem við á. Er þannig
unnt að útbúa sögusviðið og láta
persónur sögunnar birtast á svið-
inu í réttri röð."
„Nokkuð sérstakt að segja svona
að lokum?"
„Það var ef tirtektarvert, hve rík
áherzla var lögð á það í söfnuð-
unum, að allir hefðu eitthvert
verkefni við sitt hæfi. Börnin og
fullorðnir voru ekki aðeins þög-
ulir, afskiptalausir áheyrendur."
Ritstjórn:
Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson.
Áskriftargjald kr. 25.00 á ári.
Gjalddagi 1. júní.
Afgreiðsla: Þórsgötu 4. Sími 13504.
Pósthólf 651.
Félagsprentsmiðjan h/f