Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.08.1958, Blaðsíða 3
BJARMI IHargs kona lífsstraumar í kristnilífi Bandaríkjanna Það hefir frá fornu farið legið hér í landi, að menn hefðu ánægju af þvi að heyra frásagnir frá því, sem gerist með öðrum þjóðum. Þess verður einnig vart meðal þeirra, sem unna kirkju og kristni, að fátt finnst þeim ánægjulegra en góð tíðindi, er þeim berast frá öðrum löndum. Á það ekki sízt við, þegar einhver landi hefir brugðið sér „út yfir pollinn" og getur sagt frá því, sem hann þar hefir kynnzt. Einn af meðlimum K.F.U.M., Gunnar Andersen, hef- ir um eins árs skeið dvalizt í Bandaríkjum Norður-Ameríku til þess að kynnast nýjungum í starfi sínu, en eins og við er að búast hef- ir hann einnig notað tækifærið til þess að kynnast af eigin raun kristnilifi þar i landi, eftir þvi sem hann hefir haft tök á. Kvöld nokk- urt sátum við þrír eða fjórir nokkra stund inni i lestrarstofu K.F.U.M. í Reykjavik, þar sem okkur gafst tækifæri til þess að spyrja hann nokkurra spurninga og hlýða á stutta frásögn hans. Kom þar margt fram, sem ýmsir lesendur „Bjarma" hefðu ánægju af að heyra og skal nokkurs af því stuttlega getið hér. Nú munu vera í Bandaríkjum Norður-Ameríku rúmlega hálft annað hundrað milljónir manna. Sá reginmunur er á kristnihaldi þar í landi og hér, að þjóðkirkja er þar engin. Verða kristnir menn því algerlega að hafa allan veg og vanda af því að halda uppi safn- aðarstarfi og gera það á eigin kostnað. Er talið, að um 100 millj- ónir manna séu meðlimir kristinna safnaða þar í landi, eða % hlutar þjóðarinnar. Kirkjulíf og kristilegt starf er mjög mikið, og hefir kirkjusóknin vakið mikla athygli manna, sem koma frá Evrópu til Bandaríkjanna undanfarin ár. Tal- ið er, að um 60 milljónir Banda- ríkjamanna sæki kirkju hvern helgan dag, og mun okkur finnast það ótrúleg tala um kirkjusókn. Kirkjudeildir eru margar í land- inu, sumar mjög smáar, en aðrar stórar mjög. Stærst kirkjudeild mótmælenda er Meþódistakirkjan, sem hefir um 11 milljónir safnað- armeðlima. Lútherskir menn eru um 7 milljónir að tölu, og hefir þeim farið ört f jölgandi síðastliðin ár. Oftast er lögð áherzla á það, að söf nuðir séu ekki of stórir. Þyk- ir starf prestsins nýtast mun bet- ur, ef söfnuðurinn er ekki of fjöl- mennur. Er það og auðskilið mál. Árið 1956 var talið, að prestar mót- mælenda mundu vera um 300 þús- und að tölu og kaþólskir prestar nálægt 48.000. Auk þess hefir ka- þólska kirkjan mikið starfslið, þar sem eru fjölmennar munka- og nunnureglur. Töldust nunnurnar vera um 160.000 að tölu fyrrgreint ár. Þá má og geta þess, að banda- riskir söf nuðir munu haf a á sinum vegum um % hluta þeirra kristni- boða, sem nú starfa i heiðnum löndum. Gefa tölur þessar nokkra hugmynd um, hve mikið starf er hér um að ræða. Öll þessi starf- semi er kostuð með frjálsum fram- lögum safnaðarmeðlima og er það ekkert smáræði, sem þeir leggja af mörkum. Árið 1956 var talið, að gjafir þær, sem söfnuðust i mót- mælendasöfnuðum Bandarikj anna hefðu numið um 1000 milljónum dollara. Billy Graham. /Ohætt mun að segja, að sá nú- lifandi maður bandarískrarkristni, sem flestir munu kannast við af afspurn hér á landi, sé bandariski vakningaprédikarinn Billy Gra- ham. Hefir hann, eins og kunnugt er, f erðazt víða um heim og haldið miklar samkomur. Mun hann hafa talað til fleiri áheyrenda en nokk- ur annar kristinn prédikari fyrr og síðar, þótt vitaskuld sé erfitt að fullyrða slikt með vissu nú á tímum. Starfsemi hans hefir hvar- vetna vakið mikla athygli og hefir nokkuð verið sagt frá henni áður hér í „Bjarma". Það lá því næst, er spyrja skyldi Gunnar Andersen tíðinda að vestan, að drepa fyrst á það, sem kunnast var lesendum „Bjarma". Birt var all-löng grein hér í blaðinu um „herf erð" þá, sem Billy Graham og samstarfsmenn hans höfðu í New York i fyrra sumar, en Gunnar Andersen fór þangað einmitt i fyrra haust. „Hvernig var það, sóttir þú sam- komur hjá Billy Graham?" „Nei, ég gerði það nú ekki. Bauðst þvi miður ekki tækifæri til þess. Samkomuhöldum hans var nýlokið, þegar ég kom til New York í f yrrahaust. Hins vegar varð ég greinilega var ahrif a þeirra, sem hann haf ði haf t og tók einnig þátt i stórsamkomu á Madison Square, sem haldin var af mönnum, sem voru i sambandi við hann og starf hans. Starf Billy Graham hefir orð- ið til þess að auka mjög samstarf og samheldni mótmælenda víða í Bandaríkjunum. Hafa samtök,sem nefnast „Mótmælendaráðið" (Pro- testant Counsel) ef lzt mikið og lát- ið meira til sin taka. Var sam- koma sú, sem fyrr greinir, baldin á þess vegum á þessum stað, sem kunnur varð af samkomuhöldum Billy Grahams þar. Samkomu þessa sóttu 15—20.000 manns." „Heyrðir þú þá ekkert til Billy Grahams sjálfs?" Já uar er kidtp L? Hjálp! Já, hvar er hjálp að fá íyrir þá, sem þrautir líða, þungan stynja, efast. kvíða, hjálparvana, hjálp sem þrá? Hér svo mörgu hjarta blœðir. Hvar er sá; er meinin grœðir? Jesús grœðir manna mein. Hverjum þreyttum hvíld hann geíur, hryggan sér að brjósti vefur, stillir hjartna harmakvein. Frelsi og náð hans fallinn hlýtur. Fáráður hans líknar nýtur. Heilög kœrleikshönd er sterk. Kœrleikur er undraaflið, allt sem vinnur háskataflið. Kristur gjörir kraftaverk. Ef í kœrleik Krists vér vinnum, krömdum hjörtum eins vér sinnum. Kristnir starfsmenn kœrleikans, Kristur í oss á að verka afl hans gjöra' oss veika sterka, svo vér vinnum verkin hans: Bjarga, hjálpa, lœkna, leiða, líknsemd Guðs á jörðu breiða. Blix. — M. G. þýddi. t „Jú, ég hlustaði margoft á hann i sjónvarpi. Hann talar í sjónvarp á hverjum laugardegi kl. 10—11, og er þeirri samkomu hans endur- varpað um öll Bandaríkin og Kan- ada svo, að minnsta kosti 130 út- varps og sjónvarpsstöðvar munu hafa þann dagskrárlið. Veit auð- vitað enginn nákvæma tölu þeirra, sem þannig heyra f agnaðarerindið prédikað." „En hefir þú nokkuð nýtt frá starfi hans að segja? Starfar hann af jafnmiklum krafti og áður?" „Já, það gerir hann. Hann hefir t. d. undanfarið verið með sam- komuhöld í San Fransisco. Þær samkomur hafa verið betur sóttar en nokkrar aðrar samkomur hans. Fjöldi þeirra, sem gefa til kynna, að þeir vilji gefast Kristi, hefir og verið miklu meiri á þeim samkom. um en nokkrum öðrum, sem hann hefir haldið. Fannst mér það vera ahnennt álit, að Billy Graham væri vaxandi sem prédikari og starfs- maður." (Því má skjóta hér inn í, að norskur prestur, Olav Egeland, sem verið hefir á ferð í Bandaríkj- unum, hefir sömu sögu að segja. Segir hann Billy Graham vaxa í áliti og njóta aukins trausts, og sé hann almennt talinn vaxandi sem prédikari. Þá getur og norski prest- urinn þess, að í sambandi við sam- komur hans í Kalif orniu haf i hann talað við ýmsa háskóla þar, og hafi mörg hundruð stúdenta unn- izt við prédikun hans og gerzt virkir lærisveinar Krists). Fleiri kunnir vottar. „Kynntist þú nokkrum öðrum kristnum leiðtogum, sem áhrifa- miklir eru i Bandaríkjunum nú?" „Já, einn þeirra, sem mikla at- hygli hefir vakið, er Jack Wyrtzen. Hann starfar aðallega meðal æsk- unnar og kallast hreyfing sú, sem hann hefir vakið „Orð lífsins". Það var islenzk kona, sem ég hitti vestra, sem hvatti mig til þess að fara til hans og ræða við hann. Wyrtzen er maður 45—50 ára að aldri og hef ir haf t þetta starf um 18 ára skeið." „Er nokkuð sérstakt af starfi hans að segja?" „Starf hans er ákaflega merki- legt. Hann safnar að sér miklum fjölda æskumanna og hefir marg- þætt starf fyrir þá. Hvert laugar- dagskvöld hefir hann fjölmenna æskulýðssamkomu, sem er útvarp- að um 200 útvarpsstöðvar. Auk þess hefir hann sumarbúðir fjöl- sóttar mjög. Þar eru Bibliunám- skeið og meðal þeirra, sem þar f ræða æskuna í Guðs orði, er mað- ur, sem talinn er einn fróðasti guð- fræðingur Bandarikjanna. Alls hefir Jack Wyrtzen 62 starfsstöðv- ar, þar á meðal kristniboðsstöðvar nokkrar i Brasilíu og Mexicó. Sagt er, að starf semi sú, sem hann FRAMHALD Á B. SÍÐU

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.