Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 3
BJARMI 3 Þeir bíða eftir boðskap hans Eftir Margréti Hróbjartsdóttur, kristniboða _ Sjá, þjón minn, sem ég leiði mér við liönd, minn útvalda, sem sál mín hefur þóknun á; eg legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðun- um r'étt. Hann kallar ekki og hefur ekki háreysti og lœtur ekki heyra raust sína á strœtunum. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dayran hörkveik slökkur hann ekki; hann boðar réttinn með trúfesti. Hann dayrast eigi og gefst eigi upp, unz hann fœr komið inn rétti á jörðu, og fjarlœgar landsálfur bíða eftir boðskap hans. Svo segir Guð, Drottinn, sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út jörð- ina, með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga: Eg, Drottinn, hef kallað þig til réttlœtis og held i hönd þína, og eg mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að Ijósi fyrir þjóðirnar, til að opna hin blindu augu, til að leiða út úr varðháldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja. — Jes. 42,1—7. Þessi orð eru spádómur um Messías, þann, sem fyrirheitið var gefið um, þann sem koma átti til að leysa allt mannkyn undan af- leiðingum synda þess, leysa alla menn undan þeim dómi, sem beið þeirra, vegna óhlýðni þeirra við Guð. Mennirnir höfðu vikið frá Guði. Þeir kusu að fara sínar eig- in leiðir; þeir óhlýðnuðust heilög- um vilja Guðs, gerðust honum frá- hverfir í hjörtum sínum. Þeir syndguðu gegn Guði, — og þess vegna kölluðu þeir yfir sig rétt- látan dóm Guðs, — sem er eilífur dauði. Guð er heilagur og lýta- laus og hann þolir ekkert syndugt í nálægð sinni. Guðs Orð segir: Laun syndarinnar er dauði. En Guð, sem hafði skapað mann- inn i sinni mynd, til eilífs samfé- lags við sig, gat ekki gleymt hon- um eða yfirgefið hann og látið hann glatast í syndum sínum. Hann elskaði manninn eftir sem áður og þráði ekkert heitar en að opna honum aftur leið til föðurhúsanna, þar sem hann gæti lifað með sín- um himneska föður um alla eilífð. „Og þegar fylling tímans kom, sendi hann son sinn.“ — „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Því að svo elskaði Guð heiminn, svo takmarkalaust elskaði hann heiminn, að hann kom sjálfur til þessarar syndum spilltu jarðar í Jesú Kristi, til að kunngjöra okk- ur vilja sinn, til að sýna okkur mátt sinn og dýrð sína, — og til þess síðan að ganga þann kval- anna stig, sem við höfum til unn- ið að ganga vegna synda okkar, — og deyja síðan á krossi, í stað mín og þín, — i stað alls heimsins, allra manna, — „en hann var særð- ur vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benj- ar urðum vér heilbrigðir. Vér fór- um allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, og Drott- inn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ Til hvers? Til þess, að við skyldum verða heil- brigð, til þess að við skyldum frelsast frá synd og eilífum dauða til eilífs dýrðarsamfélags við hann. Þetta er kjarni .fagnaðarboð- skaparins, — og þennan boðskap þekkjum við vel. Við höfum heyrt hann frá blautu bai’nsbeini og flest okkar hafa vonandi tekið við hon- um þannig, að hann hafi fengið að gegna því hlutverki í hjörtum okk- ar, sem honum var ætlað, — að skapa líf, — eilíft líf. Og þennan boðskap þreytumst við aldrei á að hlusta á. Af Guðs náð fengum við að taka við hon- um, er við gengum Guði á hönd, — og af Guðs náð fáum við að taka við honum hvern dag lífs okk- ar, — hann er lífgjafinn í samfé- lagi okkar við Guð sérhvern dag. — Og í hjörtum okkar verður þessi fullvissa æ bjargfastari eftir því sem við kynnumst betur okk- ar eigin synduga eðli. Þetta: af náð Guðs er ég frelsað Guðs barn, ég veit mér ekkert annað til sálu- hjálpar en Jesúm Krist. Því verður fagnaðarboðskapur- inn um hjálpræðið í honum okkur æ kærari og dýrmætari með ár- unum. — Við lásum í textanum: „Og fjar- lægar landsálfur bíða eftir boð- skap hans.“ Þessi orð komu sem kall til mín fyrir mörgum árum. Ég var ekki gömul, þegar ég fór að heyra frásagnir af heiðingja- akrinum, þá aðallega hjá föður mínum. Með tárvotum augum sagði hann mér frá neyð heiðingjanna. Hann hafði bæði lesið um hana og heyrt um hana hjá sjónarvottum. Það, sem snerti mig alltaf mest, var þetta, að þetta vesalings fólk hafði ekki heyrt um Jesúm, og það varð að brennandi bæn í hjarta mínu, að allir menn mættu fá að heyra boðskapinn um hann. Og svo var það, er ég hafði tek- ið persónulega afstöðu með Kristi, er ég hafði tekið við honum sem frelsara mínum, — að Guð tók að tala til mín um kristniboð, — á alveg nýjan hátt. Mér fannst sem hann segði við mig: ég sendi þig til Jieiðinna þjóða langt í burtu, far þú, — og þetta orð, sem við lásum, stóð fyrir hugarsjónum mínum um nokkurra ára skeið: „Fjarlægar landsálfur biða eftir boðskap hans.“ Og bæn mín varð: „Sé það þinn vilji, þá send mig til þeirra með boðskap þinn.“ Og ég var sannfœrð um, að væri það hans heilagi vilji, að ég færi út til hinna fjarlægu álfa með boðskap hans, þá myndi hann opna mér leið, — ég treysti á leiðsögn hans, skref fyrir Skref. Og hann brást ekki trausti mínu, það hefur hann aldrei gjört fyrr eða síðar. Leiðin opnaðist út til Konsó, eins og þið vitið, með Bene- dikt, manni mínum. Og það var gott að geta farið, — ekki í trausti til sinnar eigin getu, því að hún var engin, — heldur í trausfi til hans, „sem skóp himininn og þandi hann út, þess er breiddi út jörðina með öllu þvi, sem á henni vex. Þess er andar- drátt gaf mannfólki á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga,“ — í trausti til hans, sem sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu, farið því.“ — Já, hvað höfðum við að óttast? Gátum við óskað eftir nokkru betra en að fara fyrir þann og með þeim, sem sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu, — og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." „Vér erum því erindrekar í Krists stað — vér biðjum í Ki'ists stað: Látið sættast við Guð.“ Já, hvílík náð að fá að vera boð- beri hans, flytja fagnaðarboðskap friðarins, þeim er í „varðhaldinu eru bundnir og í myrkrinu sitja.“ Já, við fórum í trausti til hans, Drottins okkar og frelsara. — Og Drottinn sagði: „eg held í hönd þína, — og eg mun varðveita þig“. Og það fengum við að reyna allan tímann úti í Konsó. Hann hélt í hönd okkar og gaf þann styrk, sem við þurftum í það og það skiptið, og hann varðveitti okkur frá öllu illu. Hann var með hvern dag, hverja stund. Ég gæti sagt ykkur ótal dæmi þess, hvernig hann varðveitti og hjálpaði, — hvernig hann gaf þrek og leiðbeiningu við verkefni, sem voru okkur í rauninni ofviða. Sjálf hef ég fyrir svo mikið að þakka í því efni og frá svo mörg- um dásemdum Guðs að segja, að það mundi taka mig langan, lang- an tíma að segja frá því öllu. Þó fannst mér ég sjaldan fá að þreifa á handleiðslu og hjálp Dro'tt- ins í eins ríkum mæli og þegar ég varð að taka að mér starfið á sjúkraskýlinu í fjarveru hjúkrun- ararkvennanna. Ég kunni ekkert til þeirra hluta annað en það, sem ég hafði séð til Ingunnar og lært af henni, þegar ég vann með henni í sjúkraskýlinu. — Og svo stóð ég allt í einu uppi með það allt saman. Ég átti ekki þekkinguna, —- ég hafði engin réttindi til að reka þetta starf. Yfirvöldin gátu stöðv- að mig og jafnvel fangelsað mig, hefði þeim þóknazt. — Ég hafði engin önnur réttindi en þau, sem Drottinn sjálfur gaf mér til að lið- sinna þjáðu fólki, já, mörgu dauð- vona fólki, — en það var líka nóg. „Ef Drottinn er með oss, hver er þá á móti oss.“ Það fékk ég að reyna. Ég-var algjörlega háð leið- sögn og hjálp Guðs, hvern dag, hverja stund, já, gagnvart sér- hverjum sjúkling. Oft stóð ég gagn- vart dauðvona sjúkling, án þess að hafa nokkur tök á að vita, hvað að honum amaði. Þá leið margt bænarandvarpið upp til Guðs, og vissulega leiðbeindi hann og hjálp- aði. Og ég er sannfærð um það, að í mörgum tilfellum gaf ég ekki þau meðul, sem út frá læknisfræði- legu sjónarmiði var bezt að gefa, en þrátt fyrir það batnaði fólkinu. Hvers vegna? Vegna þess, að Drottinn var með í verki og lagði sínar almáttugu líknarhendur á sjúklinginn. Oft varð ég að gera hluti, sem hverjum sérmenntuðum myndi ef- laust blöskra að heyra um, — en ég gerði það í trausti til hjálpar hans, sem sagði: allt váld er mér gefið, — og hann hjálpaði. Ég var aðeins verkfærið í hendi Meistarans, mjög ófullkomið verk- færi, en sem hann samt sem áður vildi nota til að framkvæma verk sitt. Slíkir tímar eru miklir náðar- tímar. Og hversu oft var mér ekki hugsað með þakklæti til allra þeirra, sem umvöfðu okkur með fyrirbænum sínum, á tímum sem þessum. Hefði bæna ykkar, kæru vinir, ekki notið við, hefði kann- ski margt farið öðruvísi en raun varð á. Vart verður tölu komið á ættflokka, þjóðir ojí sið- venjur meðal jarðarbúa, svo að öriifíKt sé. Allir þarfnast þeir Krists ok bíða því eftir boðskap hans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.