Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 9
BJARMI 9
Leiftrið bjargaði hónum
en það var öðru vísi í laginu. Þetta
hlaut að vera hús, og þar sem var
hús, hlutu að vera einhverjir
menn, og þá var það bjöi’gun. Er
hann braut sér leið gegnum snjó-
inn í áttina að húsinu, steig þakk-
læti upp í huga hans. —
En þarna var ekkert fólk.
Þetta var útihúsahlaða. Inni í
henni var sjálfsagt gnægð af heyi,
sem unnt væri að grafa sig í, en
hann komst ekki inn, því að dyrn-
ar voru læstar og þeim var óger-
legt að ljúka upp. Það var alveg
sama, hve hann hamaðist. Ekkert
stoðaði.
Nokkrum staurum hafði verið
hallað upp að veggnum öðru meg-
in og mynduðu þeir smáskýli. Þar
mátti heita snjólaust. Þetta mundi
auk þess veita svolítið skjól fyrir
vindinum, sem tekinn var að blása.
Honum fannst nær því hlýtt þarna
inni. Hann gæti hvílt sig svolitið
þarna. Ef til vill tækist honum að
þrauka þarna af, unz dagaði, svo
að hann gæti komizt til manna.
Honum var orðið heitt af göng-
unni og erfiðinu, en vindurinn
smaug milli stauranna, og fyrr en
varði hafði kuldinn hrakið allan
yl úr líkama hans. Honum fannst
hann vera yfirtak þreyttur. Ó, hve
það væri yndislegt að geta lagzt
fyrir! Hann hafði samt heyrt, að
það væri hættulegt að gefast upp
í kulda. Það tæki ekki langan tíma
að stirðna og frjósa í hel.
„Þú verður að reyna að halda
þér vakandi og stappa niður fótum
til þess að halda á þér hita, Áki!“
Hann stóð þarna og barði fóta-
stokkinn og sveiflaði höndum til
þess að reyna að halda hita í
höndum og skrokk. Gæti hann
haldið þessu áfram alla nóttina?
Hvað var klukkan annars? Það var
of dimmt til þess að hann gæti
séð, hvað hún væri.
Nei, þetta mundi ekki lánast
lengi. Hann var of þreyttur til þess.
Hvernig færi, þegar hann megn-
aði ekki meir? — Hann vissi, að
líf hans var í veði, og þess vegna
hélt hann áfram.
Við og við smaug hugsunin um
foreldra hans í gegn um huga
hans, og það lá við, að það yki á
kuldann. Hvað myndu þau segja,
ef þau fengju skilaboðin um það,
að hann hefði orðið úti? Hann lét
hugann andartak reika heim til
Volda, inn í hlýju stofuna með
skreyttu jólatrénu. Ef til vill sætu
þau þar núna og væru að tala um
hann, og hve leiðinlegt væri, að
hann væri að heiman um jólin.
Að hugsa sér, ef þau vissu, hvern-
ig honum liði núna!
Það væri ef til vill bezt að reyna
að krota nokkra stafi, meðan
hann gæti það. Það var ekki að
vita, nema það yrði of seint. Fáein
orð til mömmu og pabba — skýr-
ing og kveðja. Hann var með minn-
isbók og ritblý. Það var dimmt,
og fingurnir voru stirðir, en það
mundi sjálfsagt takast að hripa
nokkur skiljanleg orð.
Veslings mamma — og pabbi!
Þetta yrði sennilega síðasta orðið
frá einkasyni þeirra!
Hvað var þetta? Ljósglampi í
kolsvartri nóttinni! Greinilegur, ör-
stuttur ljósglampi. Skyldi það birt-
ast aftur? Nei, það sást ekki aft-
ur en Áki þaut út úr lélegu skýli
sínu. Hann fann hvorki til kulda
eða þreytu. Vonin veitti honum
nýtt þrek, og kvíðinn um að hafa
það ekki af, ljáði einnig lið. Hann
vissi, hver stefnan var, nú valt að-
eins á því að halda stefnunni.
Það kom ekki nokkurt minnsta
leiftur aftur. Var þetta aðeins
skynvilla? Efinn sótti á, en trúin
knúði hann áfram. Eftir svolitla
stund fór eitthvað svárt að greina
sig frá svarta veggnum, sem um-
lukti hann eins og áður. Það fékk
á sig ákveðna lögun. Þetta var hús.
Og þar sem glampinn hafði kom-
ið þaðan, hlutu menn að vera
þarna.
„Haltu áfram, Áki, og þér er
borgið!“
Hann komst á leiðarenda, hel-
kaldur og illa til reika. Hann knúði
dyra og beið í eftirvæntingu. Hann
heyrði fótatak fyrir innan. Dyr
lukust upp og ljósbjarmi innan úr
stofunni rauf myrkrið í ganginum.
Hann vissi ekki, fyrr en hann stóð
inni í ganginum og dyrnar lokuð-
ust milli hans og dauðans.
Hann hafði hlotið björgun.
Honum var vel tekið og fékk
góða aðhlynningu, ókunnugur
maðurinn. Y1 og mat og rúm, allt,
sem hann þarfnaðist, hlaut hann
þarna. Hann, sem hafði fyrir ör-
stuttri stundu verið aleinn að búa
sig undir dauðann úti í myrkrinu,
sat nú í þessari hlýju stofu, laus
úr allri hættu.
Hvernig hafði staðið á þessum
ljósbjarma, þessu eina leiftri, sem
bjargaði honum? Því var þannig
farið, að bakdyragluggi í húsinu
snéri í þá átt, sem hlaðan var í.
íbúarnir höfðu setið inni í eldhúsi
í hinum enda hússins, þar til mjög
var áliðið kvelds. Það þurfti margt
að gjöra til undirbúnings jólum.
Það var ekki fyrr en síðla kvölds,
að þeir höfðu andartak farið um
ganginn og inn í svefnherbergið til
að hátta. Þá héldu þau á lampa,
og það var ljóminn af honum, sem
borizt hafði andartak út um gang-
gluggann, er þau fóru fram hjá,
sem náð hafði augum Áka einmitt
á þeirri stund, sem hann hafði lit-
ið í þessa átt.
Tilviljun?
Æ, nei! Það var vafalaust ekk-
ert annað en kærleiksrík föður-
umhyggja Guðs fyrir börnum sín-
um.
Áki Stabell, skólastjóri, sagði
mér sjálfur þetta atvik frá æsku-
árum sínum nú fyrir nokkrum ár-
um. Ég bað hann um að rita það
niður, en honum gafst ekki tóm
til þess. Hann sagði frá margri
undursamlegri björgun Guðs einn-
ig síðar á ævinni, en ég minnist
þessa bezt, og ég hef endursagt
það eftir því sem ég man bezt.
Þetta er lítið blóm í minningar-
sveig um guðhræddan mann, sem
fékk að fara heim til frelsarans,
eftir að hann sjálfur hafði á langri
ævi reynt að senda ljósbjarma
hjálpræðisins út til æskunnar.
Enok Osnes.
Við erum horfin rúm fimmtíu
ár aftur í tímann.
Skólarnir voru hættir störfum
fyrir jólaleyfið, og hátíðin var
undirbúin í höll og hreysi. Nátt-
úran gjörði einnig það, sem hún
gat. Snjórinn lagðist dúnmjúkur
og hvítur yfir vegi og engi, og
gi’enitrén bognuðu svo af snjó-
þunganum, að búast hefði mátt
við því, að greinarnar brotnuðu.
Þetta var jólatrésskreyting, sem
um munaði! Nístings kuldi var.
Einmana stúdent gekk út úr
Þrándheimsbæ. Hann átti heima á
Suðurmæri, foreldrar hans bjuggu
í hinni fögru Voldabyggð. Faðir
hans hafði setzt að í hlíð með
fögru útsýni yfir fjörðinn og hið
óvenjulega Rudsethorn. Ættin var
úr Þrændalögum, og gamla ættar-
óðalið var ekki langt frá Þránd-
heimi. Nú var hann á leiðinni til
þess að sjá það, sem hann hafði
svo oft heyrt talað um. Leiðin
heim var of löng og erfið eins og
samgöngutækin voru þá. Þess
vegna varð hann að vera að heim-
an um jólin.
Hann tók rétta stefnu, þegar
hann lagði af stað, en færi var
erfitt og rökkrið kom fyrr en hann
hafði haldið vegna snjómuggunn-
ar. Fyrr en varði var orðið kol-
svarta myrkur, og sá, sem reynt
hefur, veit, að myrkur á veglaus-
um auðnum er ekkert lamb að
leika sér við fyrir göngumann,
jafnvel þótt hann sé ungur og
sterkur.
Það hlaut samt einhvers staðar
að vera hús og fólk. Honum var
orðið ljóst, að hann hafði villzt,
en hann hlaut að hitta á manna-
bústað, ef hann héldi göngunni
áfram. Hann gekk og gekk, en allt
var jafn svart framundan og jafn
hvítt næst honum. Að gefast upp
var sama og dauði, svo að eina
úrræðið var að halda áfram eins
lengi og unnt væri.
En þegar hann megnaði ekki
meira, hvað þá?----Hann áræddi
ekki að hugsa þá hugsun til enda,
en hélt áfram að ganga.
Hvað var þetta annars? Það var
ekki lengur þessi sami svarti vegg-
ur, sem ávallt hafði verið fram-
undan, hvert sem hann sneri sér.
Þetta var að visu einnig svart,
—)fa, eq boóa udur
! ’ O J Framli. a£ 1. siSu:
taka þátt í gleöi jólanna. Þú hefur veriö meö
mannalæti og Tátið umvöndun Drottins eins
og vind um eyrun þjóta. Þú ert ekki sáttur
við Guð. — Ég er ekkert hrœddur, segir þú
ef til vill. Hvers vegna ætti ég að vera hrædd-
ur, Guð er góður. — ÞaÖ er rétt, GuÖ er góö-
ur. en ertu viss um, að hann sé ánægöur meö
þig? Ertu viss um, að hann kannist við þig
sem sitt barn, sinn lærisvein og þjón? Hverju
svarar dagfar þitt? ÞaÖ var svarið viÖ þess-
ari spurningu, sem geröi fjárhiröana hrœdda.
Þaö er þetta, sem skyggir beint og óbeint á
alla gleöi og kemur í veg fyrir, að við leik-
um fagnaðartóna á strengi hörpu okkar.
En hvað gerðist svo? — Þeir, sem væntu
þess að heyra kveöinn upp dóm fordœming-
arinnar, heyra við sig sagt: „Verið óhrædd-
ir, því sjá, eg boða yöur mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllum lýðnum, þvi að yður er í
dag frélsari fæddur, sem er Kristur, drott-
inn í borg DavíðsÉ Þeir stóöu agndofa, skiln-
ingssljóir, vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðr-
ið. Og i sýn sáu þeir og heyröu lofsöng himn-
eskra hersveita syngja um dýrö Guðs og gæfu
mannanna, frið Guðs við þá, — við þá, sem
hans frið vilja þiggja. Þetta var undarlegur
boöskapur handan heims ófriðar og böls. En
það var ekki látið sitja viö undrunina eina
saman. Þeir vildu komast að þvi, hvort þessu
væri þannig fariö. Þeir trúöu vart sínum eig-
in augum og eyrum, en hlupu til borgarinnar,
og þar fundu þeir það, sem engillinn haföi
boðaö þeim, son Guðs meöál mannanna, ekki
með „dómsváldi stríöu", heldur í mynd lítils
barns, bróður í eiginlegasta skilningi þess
orðs. Og þá hvarf óttinn og óvissan fyrir
fögnuðinum og gleðinni. Sagan segir, að þeir
hafi snúið aftur, vegsamað og lofað Guð fyr-
ir állt það, sem þeir höfðu séð og heyrt eins
og sagt var viö þá. Þannig eignuöust þeir
gleðileg jól.
Hvar finn ég hann? spyrö þú. — Hann er
hér sem barnið i jötunni, sem hinn krossfesti
og upprisni Drottinn. HaTlgrímur Pétursson
segir í Passíusálmunum:
„Sértu syndugur mann,
særður um hyggju rann,
horfðu beint upp á hann,
sem hjálp þér á krossi fann.(“
Beindu sjónum þínum til hans, og þá munt
þú finna óverðskuldaðan kœrleika Guðs til
þín og gleðjast. Það hefur stundum verið sagt,
að krospinn og jatan hafi verið telgd úr sömu
spýtunni. Og það er orð að sönnu. Á bak við
hvort tveggja stendur kœrleiki G/aðs til okk-
ar syndugra manna. ÞaÖ, sem viö okkur blas-
ir er ekki fyrst og fremst vesáldómur mann-.
legs lifs, heldur óskiljanlegt djúp náöar G'uÖs.
Þar sjáum viö GuÖs son verða fátækan okk-
ar vegna, til þess að við mættum auögast af
fátækt hans, eins og postulinn PáU hefur sagt.
Þar birtir Guð okkur auö sinn, misknnn sína.
Þannig tekur hinn himneski faðir son sinn í
faðm sinn, soninn, sem verður hræddur, þeg-
ar faöirinn tekur í húninn og gengur inn.
Er nokkuð að undra, þótt strengir hjart-
ans táki að óma og lofgjöröin stígi til him-
ins:
DýrÖ sé GuÖi’ í hæstum hœðum,
hann gaf soninn föUnum mér.
Mannkyn, hrært í innstu œðum,
áldrei gleym því, veitti’ hann þér.
Almátt, speki og élsku þá
allt mitt líf víöfrægja rná,
unz ég GuÖi á himnáhæöum
hef upp lof með englakvœðum.
Þetta skál vera söngur okkar á þessari há-
tíð, sem með sanni má segja um: „Sjá, þetta
er dagurinn, sem Drottinn hefur gjört." En
ef við gætum betur að, þá eru állir dagar
slíkir dagar, því aö Drottinn er kominn, og
hann er hér áváUt hjá þeim, sem hann vilja
hýsa. Guð gefi okkur öllum að gleðjast og
fagna viö návist Jians. Guð gefi okkur öllum
gleöileg jól í Jesú nafni. — Amen.