Bjarmi - 01.12.1962, Page 8
B BJARMI
Þar sem þetta er síðasta tölu-
blað Bjarma á þessu ári, þykir
rétt að geta hins hélzta, sem
gerzt hefur í frjálsa Tcristilega
félagsstarfinu tvo undan farna
mánuði, þótt það verði mjög
stuttlega.
Kristnihoðssainkoma
Kristniboðsfélagið í Reykjavík
(Kristniboðsfélag karla) hefur
oft undan farin ár haft sérstaka
kristniboðssamkomu í Hall-
grímskirkju fyrri hluta október-
mánaðar. Að þessu sinni var sú
samkoma haldin miðvikudaginn
17. október. Sókn var scemileg.
Á samkomunni töluðu kristni-
boðarnir Margrét Hróbjarts-
dóttir, Benedikt Jasonarson og
Felix Ólafsson. Jóhannes Sig-
urðsson, formaður Kristniboðs-
félags karla, stjórnaði samkom-
unni. I lok samkomunnar var
tekið á móti gjöfum til kristni-
boðsins og gáfust því 5738 kr.
KristnilioAsvika
Kristniboðssambandið hefur
mörg undan farin ár haft kristni-
boðsviku, venjúlega síðustu
heilu vikuna \í október. Hafa
samkomur þessar verið í sam-
komusál KFUM og K við Amt-
mannsstíg. Að þessu sinni hófst
kristniboðsvikan sunnudaginn
21. október. Benedikt Jasonar-
son, kristniboði, stjórnaði sam-
komunum. Stór hljóðfæra- og
söngsveit, sem aðstoðaði á sam-
komunum, setti mjög svip sinn
á samkomurnar. Að vanda skipt-
ust á frásagnir frá kristniboði
og boðun Guðs orðs. Rœðumenn
vikunnar voru, talið í þeirri röð,
sem þeir töluðu: Ólafur Ólafs-
son, kristniboði, Bjarni Eyjólfs-
son, Margrét Hróbjartsdóttir og
Gunnar Sigurjónsson, Ólafur
Ólafsson og séra Jónas Gislason,
Gunnar Sigurjónsson og Jó-
hannes Sigurðsson, Ástráður
Sigursteindórsson, séra Jóhann
Hannesson, prófessor; Margrét
Hróbjartsdóttir og séra Sigur-
jón Þ. Árnason. Áuk þessa voru
sýndar litskuggamyndir frá
Konsó tvö kvöld. Á mánudegin-
um voru sýndar myndir, sem
Gísli Ámkelsson hafði tekið og
kallaði: „Dagur í Konsó‘c. Á
föstudagskvöldi sýndi svo Bene-
dikt Jasonarson myndir, sem
hann hafði tekið.
Söngurinn setur alltaf mikinn
svip á samkomur þessar og auk
söngsveitar þeirrar, sem áður
getur, var bœði kvennakór, ein-
söngvar, tvísöngur og blandaður
kór, sem aðstoðuðu við sam-
komurnar.
Sókn var góð mörg kvöldin, en
tvö kvöld í miðri viku þó minni
en venja er. Mun veður eitthvað
hafa átt þátt í þvi. Fyrstu tvö
kvöldin og síðustu þrjú kvöldin
var sóknin hins vegar ágœt.
Á sunnudagskvöldi 28. október,
er vikunni lauk, gáfust kristni-
boðinu í Konsó góðar gjafir frá
þeim, sem sótt höfðu samkom-
urnar. Álls gáfust því um 61f.000
kr. Var mikil uppörvun af svo
óvenjulegri og góðri gjöf.
Krisinilioðsvika
á Akureyri
Sama dag og kristniboðsvikunni
lauk i Reykjavik, hófst kristni-
boðsvika á Akureyri og lauk
henni sunnudaginn Jj. nóvember.
Þórir Guðbergsson, starfsmaður
Kristniboðssambandsins, sem
dvalið hafði á Akureyri þá um
þriggja vikna skeið, undirbjó
samkomurnar í samráði við
stjórnir Kristniboðsfél. kvenna,
KFUM og KFUK á Akureyri.
Hann stjórnaði og samkomun-
um. Rœðumenn á samkomunum
voru m.a.: Björgvin Jörgensson,
Reynir Þ. Hörgdal, séra Kristján
Búsaon, séra Ingólfur Guð-
mundsson, Bjarni Eyjólfsson og
Jónas Þórisson. Þá voru og
ýmsir frœðsluþœttir um kristni-
boð og myndir sýndar. Kristni-
boðinu gáfust í lok samkomu-
vikunnar á þrettánda þúsund
krónur. Sókn á samkomurnar
var nokkuð misjöfn, tvö eða
þrjú kvöld frekar fásótt, en hin
kvöldin vel sótt og tvö kvöldin
ágœtlega sótt.
Krisi nihoffs vika
t Keflavík
Sama sunnudaginn og vikunni
lauk á Akureyri hófst kristni-
boðsvika í Keflavikurkirkju.
Ólafur Ólafsson, kristniboði,
stjórnaði samkomunum. Sam-
komurnar í Keflavík voru ágœt-
lega sóttar og einkahlega margt
unglinga. Ýmsir rœðumenn töl-
uðu á samkomunum, en aðál-
ræðumennirnir voru, auk Ólafs
Ólafssonar, þau Margrét Hró-
bjartsdóttir, Benedikt Jasonar-
son, Frank Halldórsson, guð-
fræðingur, og Jóhannes Sigurðs-
son. Margir sjálfboðáliðar úr
Reykjavik aðstoðuðu við sam-
komurnar bœði með söng og
með því að flytja þar stuttar
hugleiðingar eða vitnisburði.
Þeir, sem að samkomum þess-
um unnu, voru mjög glaðir og
ánœgðir með undirtektir þœr,
sem kristniboðsvikan fékk. —
Kristniboðinu gáfust á fjórtánda
þúsund krónur í sambandi við
viku þessa. '
Kristnihotfssanikonia
Kristniboðsfélag kvenna hafði
árlega fjáröflunarsamkomu sina
fyrsta laugardaginn í nóvember.
Margrét Hróbjartsdóttir hafði
kristniboðsþátt og Ólafur Ólafs-
son, kristniboði, hugleiðingu.
Salurinn í Betaníu var fullset-
inn. Frú Astrid Hannesson og
Sigrún Jónsdóttir sungu tvisöng.
Félaginu áskotnaðist á sjöunda
þúsund krónur á samkomu þess-
ari. Þessar árlegu samkomur
Kristniboðsfélags kvenna hafa
um margra ára skeið verið
reglulegar hátiðarstundir bœði
fyrir þœr konur, sem að þeim
hafa unnið, og þá kristniboðs-
vini, sem fengið hafa að njóta
þessara samverustunda..
Félagsstofnun
á Akranesi
Laugardaginn 17. nóvember var
KFUK stofnað á Akranesi.
Stofnendur voru þrettán. 1
stjórn voru kosnar þœr Kristrún
Ólafsdóttir, Sigurbjörg Jóns-
dóttir og Sveinbjörg Arnmunds-
dóttir. Sama dag var endurstofn-
að KFUM-félag á Akranesi.
Stofnendur voru átta og i stjórn
kosnir þeiA Geirlaugur Árnason,
Jóhannes Ingibjartsson og
Sverrir Sverrisson.
Um kvöldið var hátiðarsam-
koma með veitingum til að
minnast tuttugu ára starfs í
samkomusálnum í Frón og
stofnunar hinna nýju félaga.
Geirlaugur Árnason stjórnaði
samkomunni. Ýmsir tóku þar til
máls og meðál annars voru
fluttar kveðjur frá Landssam-
bandi KFUM og frá KFUK í
Reykjavík. Þeir, sem þátt tóku
i samkomu þessari, sögðu, að
hún hefði verið mjög hátiðleg
og ánœgjuleg. Fulltrúi KFUM
var Árni Sigurjónsson, banka-
fulltrúi, en Jóna Bjarnadóttir
flutti kveðju frá KFUK í
Reykjavík.
Á sunnudeginum var háldin
samkoma í Frón á venjulegum
tima, en það er klukkan hálf
fimm. Rœðumenn voru Árni
Sigurjónsson og Gunnar Sigur-
jónsson. Samkoman var vel sótt,
miðað við það, sem vandi er.
Um kvöldið var svo samkoma í
Akraneskirkju. Hún var sœmi-
lega sótt. Á samkomunni töluðu
þeir séra Jónas Gíslason og
Gunnar Sigurjónsson. Hópur úr
Reykjavík söng og lék á hljóð-
færi.
Eins og kunnugt er hefur barna-
og unglingastarf um langt skeið
verið í Frón á Ákranesi, án þess
þó, að þar hafi verið nokkur
formleg félagsstarfsemi eða
stjórn. Var nú tálin nauðsyn fyr-
ir starfið, að það yrði fastar
mótað og þess vegna voru félög-
in mynduð og stjórnir kosnar.
Munu þau nú annast barna- og
unglingastarfið í Frón svo og
samkomurnar. 1 sunnudagaskól-
anum þar voru 150 börn þenn-
an sunnudag, en auk þess eru
ákaflega vel sóttir stúlknafund-
ir á mánudagskvöldum. Þá hafa
og verið þar biblíulestrar og
drengjafundir. Loks má geta
þess, að á Ákranesi er starfandi
kristniboðsflokkur, sem heitir
Sjöstjarnan. Enn fremur hafa
um margra ára skeið nokkrar
konur komið saman á vinnu-
kvöld og hefur kristniboðið not-
ið góðs af sölu muna þeirra, sem
þœr hafa unnið. Einnig hefur
sumarstarfið í ölver fengið
nokkurn fjárliagsstuðning í
sambandi við bazar þann, sem
vinnuflokkurinn hefur haft.
K.F.U.M. og K.
Barna- og unglingastarfið í
KFUM og K hófst i byrjun októ-
ber eins og að vanda. Félögin
starfa nú á fjórum stöðum í
bœnum: á Amtmannsstig 2B,
Kirkjuteig 33, Langagerði 1 og
á Holtavegi. / húsi félaganna
við Holtaveg hófst starfið lJj.
október með því, að stofnuð var
þar yngri deild drengja á fundi
kl. 1,30 e. h. 90 drengir mættu
á þessum stofnfundi. Starf fyrir
telpur hófst kl. 3 þennan sama
dag. UnglingadeildMrstarf hefur
ekki hafizt ennþá þar innfrá.
Yngstu deildir félaganna hafa
verið vel sóttar sunnudagana i
októbermánuði. Sóknin i sunnu-
dagaskóla hefur verið vaxandi,
svo og i yngri deildinni við Amt-
mannsstíg. Sókn í yngri deild-
unum í úthverfunum hefur ver-
ið svipuð alla sunnudagana.
Sókn hefur verið sérstaklega
mikil i yngri deild KFUK við
Amtmannsstíg og það svo, að
stundum hefur verið fullt alveg
afturúr, þegar stóri samkomu-
sálur félaganna hefur verið
stækkaður eins og unnt er.
Aðáldeildir félaganna voru einn-
ig vel sóttar i októbermánuði.
Að vísu voru ekki nema tveir
fundir í Aðáldeild KFUM þann
mánuð, vegna kristniboðsviku,
sem háldin var, en þeir voru báð-
ir ágœtlega sóttir. Svipað má
segja um álmennu samkomurnar
á sunnudögum. Fyrsta sunnu-
dag mánaðarins var eins og
vant er fórnarsamkoma og
komu þá inn kr. 11.765,00.
Auk venjúlegra unglingadeildar-
funda, fyrir pilta 13—17 ára,
sem haldnir eru á föstudags-
kvöldum, hefur unglingadeildin
við Amtmannsstig haft tóm- . ij
stundakvöld á þriðjudögum,
mjög vel sótt, og svokölluð
kunningjakvöld tvisvar í mán-
uðinum, á miðvikudegi. Voru
þau œtluð elztu piltunum í U.D.
og voru bœði mjög vél sótt.
Sama má segja um bibliulestrar-
hóp, sem sérstaklega er œtlaður
unglingum og er á mánudags-
kvöldum.
K.S.S.
Aðalfundur Kristilegra skóla-
samtaka er venjulega í byrjun
starfsvetrarins. Að þessu sinni
var hann laugardaginn 13. októ-
ber. Aðálfundurinn var vel sótt-
ur, nálœgt 80 skólanemendur.
Kosnir voru í stjórn Samták-
anna Þórður Búason, Stina
Gisladóttir og Valgeir Ástráðs-
son. Verkaskipting innan stjórn-
arinnar er sú, að Þórður Búason
er formaður, Stína Gísladóttir
ritari og Valgeir Ástráðsson
gjáldkeri. Fundir í Skólasam-
tökunum voru vel sóttir i októ-
bermánuði. Félagið hefur nú
eins og áður bœnastundir fyrir
meðlimi sína á þriðjudagskvöld-
um og laugardögum.
FRÁ STARFINU