Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 7
BJARMI 7
stað, þar sem Guðs orð hefur enn
ekki verið boðað. Verið getur einn-
ig, að fjötrarnir hafi enn ekki rofn-
að. Fólkið heyrir, en skilur þó ekki.
Satan sleppir engum átakalaust.
Guði séu þakkir, að þeir eru líka
til, sem ekki bara heyra, heldur
einnig höndla hið eilifa orð um
frelsið, sem okkur er búið í Kristi.
Þar sjáum við hinn undraverða
frið færast yfir sál og líkama.
C tbreiðslnstarf
«g liyggingar.
Úti í þorpunum starfa nú fimm
prédikarar á vegum safnaðarins.
Hafa þeir allir byrjað þorpsskóla,
þ. e. þeir kenna frá kl. 6—8,30 á
hverju kvöldi. Annars er þeirra
meginstarf að prédika Guðs orð,
og koma þeir því einnig að í þess-
um skólum á kvöldin. Auk þessara
fimm starfa þrír fjórðubekkingar
við slíka skóla, svo að í allt eru
kvöldskólar í átta þorpum.
Eftir nokkurt stímabrak viður-
kenndi héraðsstjórinn hér loks
bréf það, er skýrir frá ferða- og
athafnafrelsi kristniboðanna. Þvi
miður hef ég ekki getað notað
þetta frelsi sem skyldi vegna þeirra
verkefna, sem hér á stöðinni biða
enn. Síðast liðinn laugardag fór ég
þó með Borale og Feetamo til
tveggja þorpa, Volanta ög Búsó.
Næstkomandi laugardag ætlum við
til Farsja, — halda samkomu þar
um kvöldið og koma heim á sunnu-
dag. 1 næsta bréfi mun ég reyna
að lýsa þessum ferðum að ein-
hverju leyti.
Samkomusókn hefur verið góð,
og við kvöldmáltíðina hér heima
á sunnudaginn var, voru óvenju
margir mættir.
Af verklegum framkvæmdum
má nefna, að starfsmannahúsið er
komið undir þak. Frá Gidole feng-
um við lánaðan mann, sem er mik-
ill völundarsmiður. Tókst þaksmíð-
in með ágætum og er' hann nú í
óðaönn að ljúka við flekahurðir í
húsið. Múrarinn undirbýr gólfið,
og i miðri næstu viku geta pilt-
arnir flutt inn. Grunnur hjúkrun-
arkvennahússins er úpphlaðinn og
steyptur, og bíður nú eftir stein-
blokkunum. Sökklar námskeiðs-
hússins eru og tilbúnir. Fyrir
stuttu kom flutningabíll frá Addis
með 170 sekki af sementi og 45
sekki kalk, og nú bíðum við eftir
flutningabíl kristniboðsins, sem
sækja mun sand. Hvað þetta kost-
ar allt saman læt ég ósagt.
Kæru vinir. Við erum þakklát
og glöð að vita, að þið vakið trú-
fastlega yfir starfinu hér og okk-
ur í bænum ykkar. Guð launi ykk-
ur og blessi ríkulega nú og ævin-
lega. Beztu kveðjur frá Guðlaugi,
Valgerði Arndísi og Bjarna litla.
Ykkar í þjónustunni,
Katrín og Gísli.
-k -k -k -k -k -k -k -k -k-k-k k
mmw o
har (eáendi
oá
átnum
um
'L
cfleóilecfra fola
t^eáú naflxi.
-k -K -k -k -k -k -k -k -k-k-K-k
-x-k-k-k-k-k-k-k-k-k -k-kK-K-k-KKKK-k-k-KK-k-k-KK-k
MARGRÉT SEGIR FRÁ:
LAMMITTA VINUR OKKAR
-Ki-k-k-k-k-k-k-k-k
-k-k-k-kk-kk-kk
Úti á heiðingjaakrinum fáum
við svo oft og á svo áþreifanlegan
hátt að reyna mátt Guðs, — en
við verðum líka greinilega vör
hinna illu afla. Við fáum bókstaf-
lega að sjá með eigin augum,
hvernig Satan œöir, að hann geng-
ur um sem grenjandi ljón, leitandi
að þeim, sem hann geti gleypt.
Hann klæðir sig yfirleitt ekki í
dulbúning í Konsó, — hann kem-
ur til dyranna eins og hann í raun
og veru er klæddur. Og heiðingj-
arnir þekkja hann, — hann er
herra þeirra og húsbóndi og hann
er miskunnarlaus húsbóndi. Hann
hefur lagt á þá fjötra og þessa
fjötra bera þeir alla tíð, svo lengi
sem þeir eru undir valdi hans og
i þjónustu hans.
Stærsta og mesta gleði kristni-
boðans er, þegar hann vei’ður vitni
að þvi, að þessir fjötrar eru leyst-
ir af bandingjum Satans. Og hver
leysir þessa fjötra?
Sá sem sagði „Allt vald er mér
gefið á himni og jörðu“, er einn
fær um að leysa þessa fjötra. Þeg-
ar fagnaðurboðskapurinn um náð
Guðs í Jesú Kristi fær að hljóma,
og er veitt viðtaka. — Það er þá,
sem bandingjarnir eru leiddir út
úr varðhaldinu og úr dýflissunni,
þeir, sem í myrkri sátu, — og þeir
ganga út sem frelsuð Guðs börn. —
Og hvílík er gleðin á himnum yfir
einum slíkum, — því að ein sál
er meira virði en allur heimurinn.
1 Konsó höfum við fengið þá
náð að sjá fjötrana falla af -— ekki
bara einum, heldur mörgum. —
Hvílíkt gleði- og þakkarefni!
Lammitta er einn þeirra. Hann,
eins og öll önnur Konsóbörn, fékk
þegar sem lítill drengur að kynn-
ast valdi hins illa. Hann gat ekki
annað. Hann lifði og hrærðist í því
alla sína tíð. Foreldrar hans og allt
hans fólk þjónaði Satan og var al-
Veg á hans valdi. Miklu var líka
fórnað til hans af einskærum ótta.
Lammitta hefur margar óttalegar
sögur að segja frá þeim tíma, er
Satan ásótti hann. Það voru séi’-
staklega næturnar, sem hann ótt-
aðist. — Þegar hann um niðdimma
nótt lá á fleti sínu, sem var ekki
annað en skítuga og rifna teppið
hans, sem hann reyndi að vefja
sem bezt utan um sig og upp fyrir
höfuð. — Þá var það, sem hinn illi
sjálfur kom til að þjá hann og
hræða. Eftir slíkar nætur var Lam-
mitta veikur, bæði til sálar og lík-
ama. Hann vissi, að þetta hafði
verið Satan — og allir vissu það.
— En svona varð þetta að vera.
Það var enga hjálp að fá. — Satan
var sterkari en öll önnur öfl.
Svo var það, að kristniboðið kom
til Konsó, — og Lammitta fékk
fljótt löngun til að kynna sér þetta
nýja fyrirbrigði. — Hann byrjaði
í skólanum hjá Felix. Hann heyrði
Guðs orð, — og Guðs heilagi andi
fór að starfa í hjarta Lammitta,
fyrir boðun fagnaðarerindisins.
Hann fékk brennandi löngun til
að leysast úr þeim fjötrum, sem
höfðu bundið hann í myrkri og
eymd svo lengi, og þó var hann
enn aðeins ungur drengur.
Þegai’ við komum til Konsó, var
hann búinn að ljúka við 1. bekk
barnaskólans og um það leyti, sem
við komum, átti hann að byrja í
öðrum.
Ég minnist Lammitta fyrst, þar
sem hann sat fyrir utan dyrnar
hjá okkur og bað um vinnu. Hann
var horaður og óhreinn, — í gauð-
rifnum buxum. Og starsýnt varð
mér á annað auga hans, sem var
meira útstandandi en hitt og virt-
ist vera með öllu eyðilagt.
Felix og Kristín ráðlögðu okkur
að taka hann, því að þetta væri
ágætis piltur. Hann gæti hjálpað
mér við þvotta og annað og svo
gætum við borgað honum það, sem
næmi uppihaldi hans í skólanum.
Það varð úr. Hann varð okkar
fyrsti ,,sonur“ í Konsó. Og Lam-
mitta var glaður og við vorum
glöð.
Hálf voru nú handbrögðin
klaufaleg til að byrja með, en það
skipti litlu máli. Smátt og smátt
lærði hann réttu handtökin, og
brátt varð hann bara leikinn.
Hann hjálpaði mér á þeim dögum,
sem allir heimavistardrengirnir
áttu að vinria svolítið.
Lammitta átti líka gott með að
læra og hann þroskaðist mikið
þetta ár. Okkur fór brátt að þykja
innilega vænt um Lammitta, og
við báðum þess heitt og innilega,
að hann mætti í sannleika fá náð
til að leyfa Guði að leysa af sér
alla fjötra hins illa. — Lammitta
þráði ekkert heitar, — en enn
greip óttinn um sig á stundum og
lamaði hann. — Stundum veiktist
Lammitta, — og ef hann var spurð-
ur, hvað að væri, sagði hann, að
Satan hefði komið til sín í nótt. —
Við báðum, að hann í sannleika
mætti verða leystur undan valdi
hans.
Hann hafði löngun til að halda
áfram í skólanum, enda mjög góð-
um lærdómsgáfum gæddur, — og
við gerðum ráð fyrir því, að hánn
færi upp í 3. bekk. Áður en það
gæti orðið, kom svolítið leiðinlegt
fyrir.
Að áliti föður síns var Lammitta
kominn á giftingaraldur, og þá var
að útvega konuna. Lammitta mót-
mælti, — og sagðist ekki vilja gift-
ast upp á heiðna vísu, — hann
væri kristinn núna, auk þess vildi
hann halda áfram að læra.
Gamli maðurinn var nú á öðru
máli, — og þar kom, að Lammitta
lét undan. Honum var afhent kona
á heiðna vísu. Þetta hafði allt gei’zt
án okkai' vitundar.
Lammitta varð hræddur við að
láta sjá sig. Hann vissi, að hann
hafði gert það. sem rangt var í
augum Guðs, — hann hafði fallið.
Þegar hann svo loks kom á stöð-
ina, vai’ hann niðurlútur. „Mér hef-
ur liðið illa. Ég veit, að ég hef
syndgað, — er nokkurrar viðreisn-
ar að vænta,“ sagði hann. Honum
var mætt með Guðs heilaga Orði,
þar sem það talar áminnandi en
jafnframt huggandi orðum til allra
þeirra, sem iðrast synda sinna og
biðja um fyrirgefningu. „Jesú er
ekkert ljúfara en að fyrirgefa þér
synd þína og allar aðrar syndir,“
var honum sagt. „Hann útskúfar
engum, sem til hans kemur og seg-
ir: „Guð, vertu mér syndugum
líknsamur." Lammitta fékk náð
til að taka á móti fyrirgefningu
Jesú, en ekki öðlaðist hann sína
fullu gleði aftur, fyrr 'en hann
hafði staðið upp á sunnudagssam-
komu og játað fall sitt frammi fyr-
ir öllum söfnuðinum, svo að það
mætti jafnframt verða hinum til
áminningai' og lærdóms.
Og svo kom að því, að Lammitta
hafði öðlazt nógu mikla fræðslu
til að vera skírður og fermdur, og
hann sagðist vilja vera í sannleika
kristinn. Hann var tekinn inn í
söfnuðinn. Og Lammitta var fagn-
andi og glaður og óhræddur við
að vitna um Drottin sinn og frels-
ara.
Nú er Lammitta búinn að vera
2 ár á biblíuskóla, — og er nú pré-
Framli. á ll.siðu.
Hóparnir, sem leitað hafa fræðslu ogr skírnar, vegna sfarfs kristniboðsins,
eru ekki orðnir fáir- Hópur eins og þessi er mikið þakkarefni.