Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 1
17_____1». tbl. Ileykjavík, júlin 56. árg. Enn einu sinni eru komin jól, enn einu sinni hljómar kveðjan hvaðanœva: Guð gefi þér gleðileg jól, gleðileg jól, gleðilega hátíð. Og í sál okkar hljómar söngur löngu liðinn- ar en eftirminnilegrar hátiðar: „Heims um ból helg eru jól Kveðjan, söngurinn, Ijósin, tréð, hin hreinu húsakynni og matur- inn, allt hjálpar til þess að vekja hátíðartil- finninguna, sem í æsku var öllu þessu tengd, að ógleymdu ‘jólaguðspjallinu með sögunni um barnið í jötunni, fjárhirðunum á völlun- um og lofsöng englanna. Enn einu sinni er sú hátíð komin, sem við höfum horft fram til með nokkurri eftirvæntingu og tilhlökkun: Við höfúm lagt okkur fram um, að þessi hátíð mœtti verða bœði okkur sjálfum og öðr- um gleðileg hátíð. Það má heita, að flest hafi verið gert, sem í fljótu bragði er liœgt að gera til þess að gera gleðina bœði innilega og mikla. Það hefur oft verið bent á, að á jólum geri menn sér sérstakt far um að vera góðir. Þá muna menn eftir því, sem gjarnan gleymist hversdagslega. Þeir senda kveðju til kunningjanna og vandálausra til þess m. a. að þákka fyrir sig. Þeir gefa bæði stórar og litlar gjafir til þess að gleðja aðra. Þeir leggja gjarnan til hliðar deilumál sín. Þess eru jafn- vel dœmi, að stríðandi lierir hafi gert hlé á bardögum sínum jólanóttina, svo að kristnir menn beggja vegna víglínunnar gœtu um stuhd átt heilciga hátíð friðar og gleði. Þetta sýnir okkur, hvaða hugmyndir eru yfirleitt tengdar jólunum. 1 þessu kemur ein- mitt fram hinn kristni uppruni hátíðarinnar. Það er á jólum, sem við kristnir menn minn- umst fæðingar hans, sem gaf líf sitt okkur mönnunum til björgunar. Á jólum minnumst við hans, sem hugsaði um það eitt að bjarga öðrum. Það hefur vakið gleði liins þakkláta hjarta, sem ekki hefur linnt fram til þessa. Við heiðrum björgunarmanninn með því að tileinka okkur eitthvað af lífi hans sjálfs, hugsa um aðra eins og hann gerði. En gallinn er sá, að þetta virðist hjá okk- ur sumum vera aðeins á jólum. Þá er farið í gerfi hins hólpna og þákkláta manns. Þann- ig verður hátíðin aðeins leikur, sem gaman er að leika einu sinni á ári, en hvort þakk- Tœtið og gleðin býr i hjartanu gegnir öðru máli. Og þá vaknar spurningin, hvort noltkru hefur verið bjargað. Þegar tálað er um björgun, dettur okkur helzt í hug björgun úr sjávarháska, a. m. k. okkur, sem búum við sjó. Slíkt er okkur áþreifanlegt og skiljanlegt. Við skiljum lika hinn innri fögnuð og ævarandi þakklœti þess, sem bjargað hefur verið, yfir björguninni og gagnvart björgunarmanninum. En margir eiga erfitt með að átta sig á því, hvernig Kristur hafi bjargað og geti bjargað og á hvern hátt við stöndum i þakk- arskuld við hann, enda þótt þeir hafi oft tek- ið þátt í fagnaðarhátíð kristinna manna vegna komu Jesú Krists, er hann kom til þess að bjarga þeim. Sem börn, öðrum háð, skynj'uðum við kær- leikann og sjálfsfórnina og tókum af lífi og sál þátt í hinni helgu stund, en þegar við stálpuðunist og kynntumst veröldinni, hvarf þetta. Sjálfsöryggið og sjálfstraustið óx með árum og þroska. Veraldarumsvif kenndu okk- ur, að það vœri sennilega ekld hagnýtt eða vœnlegt til árangurs, að heiðra Krist, a. m. k. ekki hversdagslega. En á jólum blasir svo margt við, sem þvi er nátengt, og það vekur ósjálfrátt með okkur bæði hátíðarkennd og löngun til þess, sem einu sinni var. En það vill ganga erfiðlega að finna það. Þakklœti og gleði hins hólpna manns býr ekki í brjósti þess manns, sem annað hvort finnst hann ekki vera björgunar þurfi eða hefur alls ekki verið bjargað. Hugsun mín um boðskap■ jólanna og há- tíðarhald þeirra hefur dválið mikið við þetta að þessu sinni. Og mig langar til að biðja þig, sem lest þessar línur, að hugsa um þetta með mér. Við viljum hálda jól og gleðileg jól. En hvernig getum við eignazt gleðileg jól? Hvernig má það verða, að djúp sálar- innar hljómi fullum hljómi með lofsöng liá- tíðarinnar, í stað þess að bera aðeins veik- an enduróm þeirrar hörpu, sem þögnuð er, en hrœrist örlítið af því að tónar berast ann- ars staðar að frá hörpu, sem leikið er á? Ég held, að þetta sé einmitt vandamál margra hálffullorðinna og fuTlorðinna í sam- bandi við jólin, þetta að geta ekki sungið full- um hálsi éins og forðum, þegar þeir voru börn, full hrifningar og innileika. En futlorðinn eða hálffullorðinn maður er ekki lengur barn. Alhliða lífsreynsla hefur sett sin mörk á hann og lagt á herðar hon- um ýmsar byrðar og fyrst og fremst þá að bera ábyrgð á sjálfum sér og gerðum sinum. Hann hefur áhyggjur, sem ekki er auðhlaup- ið frá, ekki einu sinni með hátíðarháldi jól- anna. Þess vegna söknum við bernskunnar. Þetta þýðir þó ekki það, að menn geti ekki eignazt gleðileg jól. Menn geta á fullorðins- árum eignazt gleðileg jól, reyndar ekki eins og börnin, heldur sem þroskaðir menn. Jóla- guðspjallið segir okkur frá því, hvernig full- orðið fólJc getur eignazt gleðileg jól, hvernig þögnuð harpa getur tekið að hljóma á ný, hvernig Kristur bjargar og vekur fögnuð og þakklæti í hjarta syndugs manns. Það var með þeim hætti, að Guð birtist mönnunum, opinberaði þeim hug sinn og hjarta. En hin fyrsta návist hans vakti ótta og skelfingu. Frá þessu er þannig sagt: „Og engill Drott- ins stóð hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði i kringum þá, og urðu þeir mjög hrœddir.“ Þannig verður mönnum ávállt við, þegar þeir finna til nálœgðar Guðs. Þeir verða hrœddir um sjálfa sig. Það er skiljanlegt, af því að þeir eru sekir við Guð, sjálfsörygginu er ógn- að við heiftarlegar ásákanir samvizkunnar. Þessu er ekki ólíkt farið og um hálfþrosk- aðan ungling, sem hefur verið með manna- lœti og boðið umvöndunum föður síns byrg- inn, en tékur að kvíða því að hitta föður sinn svona undir niðri og hrekkur hrœddur við, þegar tekið er í hurðarhúninn og faðirinn gengur inn. Koma Drottins vekur ekki til- lilökkun eða gleði, hún slœr á gáleysi og mannálœti hrokans og sjálfsöryggisins í lífi okkar. Nú langar mig til að spyrja þig, sem þess- ar línur lest: Getur ekki einmitt þetta verið ástæðan til þess, að þú átt erfitt með að Framli. á 9. síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.