Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1962, Blaðsíða 6
6 BJARMI KRISTNIBOÐSÞÆTTIR Miklir hlutir hafa gerzt á stuttum tíma Konsó, 24. okt. 1962. Kæru vinir! Gott er að geta aftur hafið skriftir frá Konsó. Undarlegt, hvað þessi staður á orðið ítök í mörg- um. Og þó er það kannske ekki undarlegt. Hér hefur Guð fram- kvæmt stórkostlega hluti fyrir til- verknað fámenns hóps heima á Is- landi. Þessi trúfasti hópur stóð að baki brautryðjendanna, Kristínar og Felixar. Störfin hlóðust fljótt ___ upp, og þau spor, sem mörkuð voru á þeim tíma, gleymast ekki. Þörfin fyrir hjúkrunarkonu var knýjandi, og Ingunn var send. Hún hefur nú hafið sitt annað starfstimabil. Þá voru Margrét og Benedikt send, sem nú eru sjálf heima og geta sagt frá framgangi starfsins síðast liðin 5 ár. Miklir hlutir hafa gerzt og það á ekki lengri tíma. Bæjar- leið frá okkur eru læknishjónin, Áslaug og Jóhannes, og Ólafur Árni. Ef satt skal segja, finnst þeim, í hvert sinn er þau koma hingað, að þau séu að koma heim. Hugurinn er einhvern veginn bund- inn í Konsó og framtíðardraumur- inn hlýtur að vera sá, að skapa þeim starfsskilyrði hér. Hver er sá hópur, er stendur að baki lækn- ishjónunum? Sá hinn eini og sami, sem stutt hefur þá, sem áður eru nefndir, og sá, er við eigum að bak- hjarli. Þegar ég virði fyrir mér þessa staðreynd, stígur þakklætið til Guðs, sem svo miklu getur til vegar komið, þrátt fyrir veikleika sinna lærisveina. Höfum við ekki öll mikla ástæðu til að lofsyngja Drottni Jesú fyrir þessa undur- samlegu náð, sem hann hefur veitt okkur íslenzkum kristniboðsvinúm og kristniboðum. Blóinlngt skólastarl. Mánudaginn 1. október hófst skólinn hér á stöðinni. Hér á'skrif- stofunni beið ég með nokkurri eft- irvæntingu eftir að vita, hve marg- ir nemendur hefðu komið þennan fyrsta dag. Áður hafði ég rölt niður að skóla og séð ákaflega skemmtilega sjón. Þarna streymdu Konsó-börn að úr öllum áttum til að láta innrita sig. Nokkuð mörg hefðu nú átt að fara heim og þvo af sér mestu óhreinindin og um leið reyna að skola ofurlítið úr buxnaræksmmum, sem margar hverjar vart hanga saman. En at- hyglin hverfur fljótt frá þessum ytri hlutum, er horft er í augu þessara smáu vina. Þau tindra af eftirvæntingu, og milt bros færist gjarna yfir dökka andlitið. Það var sem ég læsi úr svip þeirra: „Ég er að fara í skóla.“ Unglingar og fullorðið fólk komu einnig, og þó í miklum minni hluta. Klukkan rúm- lega tólf komu svo kennararnir til mín. Hve mörg börn höfðu komið þessa fjóra tíma, sem þeir höfðu setið við innritunina? Rúmlega 120 börn og unglingar. 1 einu orði sagt: stórkostlegt! Næstu daga bættust fleiri nemendur við, svo að nú eru þeir um 170. Langflestir eru í 1A og 1B, eða rúmlega 100 nemendur. 1 öðrum bekk eru 33, í þriðja 10 og f jórða 13. Gott kennaralið höfð- um við i fyrra, en ég held, að það sé enn betra þetta árið. Tewolde þekkið þið frá því áður. Hann hef- ur verið hér tvö ár og er nú að hefja sitt þriðja kennsluár. Er hann elztur og reyndastur af kennur- unum og bráðfær í sínu starfi. Kennir hann mest í fjórða bekk og er þar ábyrgðarmaður. Zerihún hefur ekki verið hér áður. Feetamo útvegaði okkur piltinn. Þeir eru náfrændur. Eru þeir í mörgu lík- ir og miklir gæðamenn. Zeríhún kennir mest í 3. bekk og er ábyrgð- armaður hans. Jóhannes Korra er ekki nýtt nafn fyrir okkur, enda þótt hann hafi ekki starfað hér sem kennari áður. Hann byrjaði hér sem nemandi í tíð Felixar og lauk 7. bekk í Irgalem s. 1. vor. Jó- hannes er góðum gáfum gæddur og hefur fallegan námsferil að baki. Hann leggur nú til hliðar af laun- um sínum, sem hann ætlar að nota til náms í 8. bekk á næsta ári. Jóhannes sér um 2. bekk. Fyrsta- bekkjar-kennararnir eru einnig Konsópiltar, sem luku 5. bekk s. 1. vor. Kauwte og Komeda heita þess- ir ungu menn. Sá síðarnefndi er pilturinn, sem komið var með til Ingunnar á fyrsta starfsári henn- ar hér, þá nær dauða en lífi. Hefur hún reynzt piltinum sem góð móð- ir og kostað hann til náms. Eftir því, sem ég get bezt séð, ferst öll- um þessum ungu mönnum kennsl- an vel úr hendi, og sýna þeir mik- inn áhuga í starfi sínu. Starfsmenn og námskdð. Þið eruð eflaust búin að frétta, að Asfaw hefur tekið að sér störf viðkomandi lestrarkennslu, sem hefja á í allmörgum þorpum hér i Gamma Goffa-fylki. Ég get ekki leynt því, að þetta voru okkur öll- um mikil og sár vonbrigði. Hann hafði unnið mikið og gott starf hér, og voru því miklar vonir tengdar við haxm og hans starf. Um þetta er þó ekki að fást. Hann býr nú með konu sinni í Gidole og kemur því starfinu hér að litlu sem engu gagni. Feetamo hefur nú að nokkru tekið að sér þau störf, sem Asfaw hafði. Eins og þið vitið, starfaði hann hér s. 1. ár sem kenn- ***************************************************+******* Katrín Guðlaugsdóttir og Gísll Amkelsson, krlstnlboðar í Konsó. ari við skólann. Feetamo er á margan hátt sérstakur piltur, nær- gætinn og skilningsgóður. Hann, ásamt Borale, prédikara, sem hef- ur verið 2 ár á biblíuskólanum í Dilla, hefur ,nú byrjað námskeið hér á stöðinni. Rúm vika er síðan þetta námskeið hófst, og eru þátt- takendur rúmlega 20, þar af helm- ingur safnaðarmeðlimir. Sá hátt- ur verður nú hafður á, að þátt- takendur hafa fyrstu 2—3 tímana sameiginlega dag hvern, en síðan skiptist hópurinn í tvennt, og sér þá Feetamo um fræðslu safnaðar- meðlima. Þessi námskeið eru ákaf- lega mikils virði, og vonum við og biðjum, að þau mættu verða þátt- takendum öllum og söfnuðinum í heild til mikillar blessunar. Skiln- ingur margra er takmarkaður mjög, en í ljósi Guðs orðs, sem það er aðeins fært um að heyra en ekki lesa sjálft, eykst skilningur- inn. Það er hrífandi að sjá marga þessara gömlu, vinnulúnu karla sitja og hlusta á frásögur Biblí- unnar. Misjafnlega vel gengur þeim að endursegja sögurnar og hafa yfir ritningarorð og vers. Ef vel tekst til, hafa hrósyrði Feetamo og Borale tilætluð áhrif. Svipur- inn verður Ijómandi. Kæru vinir, biðjið sérstaklega fyrir námskeið- unum og þeim, sem þar kenna. Líknarstarf iiV. Til sjúkraskýlisins hafa undan- farnar vikur daglega komið 40— 100 sjúklingar. Mikið hefur verið um alvarleg veikindi, og segir Inga, að hún muni varla verri tima en var hér nú um tveggja vikna skeið. Telur hún flesta hafa verið með gamla malaríu, sem tekur sig svo hastarlega upp, ásamt fylgi- kvilla. Margir koma á elleftu stundu með þessa sjúklinga og sumir á tólftu, þannig að nokkrir dóu, rétt í því að þeir komu til sjúkraskýlisins. Undir slíkum kringumstæðum fáum við að sjá skelfilegar myndir. Skelfing heiðn- innar grípur fólkið heljartökum. Óttinn og óvissan ná yfirtökunum. Hvert fer sálin? Satan er ógn- valdur, sem fólkið hræðist. Illu andarnir, sem svo oft taka sér ból- festu í fólkinu, koma frá Satan. Hvað nú um sálina, — hvar er hún? Hver er sá máttur, er yfir henni ræður? Yfir sálir þeirra, sem eftir standa með slíkar óleystar spurningar, færist nú hið svart- asta myrkur vonleysis og heiðni. Ljós heimsins hefur enn ekki náð að skína inn í sálir þessa hrjáða fólks. Hvers vegna? Ef til vill kem- ur það langt innan úr héraði frá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.