Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 3
IjjíJK KRISTILEGT BLAÐ Kemur út einu sinni I mánuði, 16 síður nema sumarmánuðina. Þá 8 síður. Árgjald kr. 100.00. Gjalddagi 1. maí. Afgreiðsla Amtmannsst. 2B, Reykjavík. Pósthólf 651. — Símar 17536 og 13437. Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Prentað i Prentsmiðjunni Leiftur h.f. Efni ni. Lútherska stundin ................ 1 Allt hefur hann gjört vel......... 2 Virðing og áhrif ................. 3 Kristniboðsstöðin í Konsó ........ 6 Islenzkt starfslið i Gidole....... 8 Bréf frá Skúla Svavarssyni ....... 8 Frá almenna mótinu .............. 12 Hugleiðing eftir Fr. Fr.......... 13 Framhaldssagan .................. 14 Or bréfum ....................... 16 Kristniboðsfréttir ........ 10,11,12 Frá starfinu .................... 13 Ljóðmœli. 1 síðasta blaði var sagt frá útkomu ljóða séra Friðriks Friðrikssonar. Bókin fæst á Aðalskrifstofu Kristni- boðssambandsins og í K.F.U.M. og K.F.U.K., Amtmannsstig 2B. Hún mun koma í bókabúðir í byrjun septem- bermánaðar. IVi/fí frínifírhi ntfíó sfíru Fr. Fr. Þann 5. sept. kemur út nýtt 10 króna frímerki með mynd af myndastyttu þeirri, sem Sigurjón Ólafsson, mynd- höggvari, gerði af séra Friðrik og reist var við Lækjargötu í Reykjavík. Frímerkið er gefið út af póststjórn- inni í tilefni aldarafmælis séra Frið- riks. I ntfísía lltl. m. a.z Nánari fréttir frá kristniboðinu í Eþi- !!! ópíu, horfur á að Ingunn Gísladóttir j[i fari til Konsó, unglingamót í Vatna- iij skógi, nýr skáli tekinn í notkun í iii Vatnaskógi o. fl. iii VIRÐING OG ÁHRIF Sumum finnst vald og vegur Tcirkju og Tcristni heldur vax- andi — og það meira að segja að mun — að minnsta kosti hér á landi. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að það sígi héldur á ógœfuhliðina. Kirkjan verði sífellt áhrifaminni og sé jafnvel að vei'ða utan gátta. Vandi er að komust að niðurstöðu í þessu rnáli, að minnsta kosti svo, að menn verði almennt sammála um, að þar sé sannleikurinn fundinn. Þeir, sem benda á framför, benda helzt á það, að nýjar kirkjubyggingar séu reistar, kirkjuhúsum berist ýmsar gjafir og annað þvt líkt. Á móti er þvi teflt fram, að slíkt sé i sjálfu sér ekki mœlikvarði á trúarlíf eða andlegt áhrifavald kirkj- ummr. Nýjar kirkjur og tala presta samsvari engan veginn aukinni þörf vegna breyttra þjóðfélagsaðstœðna og fjölgunar þjóðarinnar. Alvarlegur sé einnig starfsmannaskortur og horf- ur t þeim efnum. Ungir menn fari ógjarna t þjónustu kirkj- unnar. Þegar þeir fáu, sem það geri, komi svo út t starfið, sé þeim meiri vandi á höndum en nokkurn óraði fyrir. Hugsana- háttur fólksins fari eftir allt öðrum leiðum en þeim, sem þeir mótuðust af á námsárunum. Djúp sé staðfest milli guðfrœð- innar, kenninga kirkjunnar og alls almennings í nútínm vel- ferðarriki. Því verður alls ekki mótmodt, að kirkjan hefur á liðnum áratugum látið undan stga kenningarlega, bœði varðandi trú- aratriði og t viðhorfi til siðferðismála. Hvor hafi þar haft meiri áhrif, kirkjan á álmenningsálitið eða álmenningsálitið á hana, getur enginn verið í vafa um. Það hefur verið mjög erfitt fyrir kirkjuna að ná eyrum manna með boðskap, sem nútimamanninum finnst sér ómissandi. Menning hans og vel- ferðarþjóðfélag veitir honum ótal gœði og viðhorf, svo að umfram það hefur hann lítið til kirkjunnar að sœkja. Slíkt et' viðhorf mikils fjölda. Á síðari árum — og ekki si,zt eftir að álkirkjuráðið fór að láta til sín taka — hefur ýmsum fundizt kirkjan fá nýjan og veigamikinn vettvang með því að skipta sér meira af þjóð- félagsmálum og heimspólitík en verið hefur. Óneitanlega nær slíkt eyrum og áJiuga margra, en hœtt er við því, að það sé aðeins tímábundið og mest meðan nýung er. Það eru önnur öfl og sterkari, sem láta munu slíkt til sin taka og geta fyrr en varir skákað lcirkjunni þar um úrrœði og áhrif. Þó ber kirkjunni að sjálfsögðu ávállt að berjast fyrir réttlœti. Kirkjunni er ekkert nauðsynlegra en að gera sér Ijóst, að hún er send með ákveðinn boðskap og starfar i umboði hans, sem er gefið allt vald, á himni og jörðu. Tilveruréttur hennar byggist á hiklausri trúmenrisku við það hlutverk. Sú kirkja, sem á þjóna, sem vita sig senda með ómissandi skilaboð, á framtíð fyrir sér. Hún hefur áhrif og það miklu meiri en flesta grunar. Hún er súrdeig, sem sýrir langt út fyrir sínar eigin bitðir, því hún notar orð eilifs lífs. Sagan hefur sýnt, að þegar fagnaðarerindið var kirkjunni allt, hafði hún áhrif, en þégar hún fór að leita sér annarra verkefna og láta leiðast af straumi tímans, missti hún bœði virðing og áhrif. BJAHMI 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.