Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 9
í Gidole er orðinn stór þáttur i íslenzku kristniboðsstarfi. Sá bær, og kristniboðsstöðin þar, þarf að komast inn í meðvitund og kærleika þeirra engu síður en starfið í Konsó. Sá Guð, sem fól oss starfið í Konsó, hefur einnig falið oss aukið starfssvið. Minnumst því kristniboða vorra í Gídole, en þeir eru, taldir eft- ir starfsaldri þar: Áslaug og Jóhannes Ólafsson, sjúkrahúslæknir, Kjellrún og Skúli Svavarsson, stöðvarstjóri, Margrét og Benedikt Jasonar- son, biblíuskólakennari, Simonette Bruvik, hjúkrunar- kona. Minnumst skyldu vorrar við þau bæði í fjárhagsstuðningi og fyrirbæn. Annars vísast til bréfs frá Skúla á öðrum stað i þessu blaði. Þar er sagt frá starfinu á svæði Gídole-stöðvarinnar. Kristuiboðsstöðiii í biidolc Kristniboösstöðin í Gidole er um 53 km fyrir norðan Konsóstöðina, í um 2200 m hœð yfir sjávarmál, eða ör- litið hœrri en Hvannadalshnúkur. Á stöðinni er sjúkra- hús, barnasköli, framháldsskölar, biblíuskóli o. fl. Þrenn íslenzk hjón verða nú starfandi á stöðinni. Starfið hefir borið ríkulegan ávöxt. Um síðustu áramót voru á sjötta þúsund safnaðarmeðlimir. Prestar voru fjórir auk margra kennara og prédikara. EN VANDASAMT 74 söfnuðir á Gidole-svœðinu Stórir hópar skírnþega námskeið. Þetta eru alltof fáir starfsmenn. Þeir söfnuðir, sem ekki liafa fastan prédikara, biðja stöðugt um mann, sem getur boðað þeim Guðs orð. Ef vel befði átt að vera, hefði hver söfnuður þurft að bai’a sinn prédikara. Á skírnar- og fermingarnámskeiðum eru nú á milli þrjú og 400 manns, og fjöldinn allur bíður eftir námskeiði. Hvert námskeið stendur yfir í uin það bil þrjá mánuði, og að einu námskeiði loknu fer kennarinn til þess þorps, sem liefur beðið lengst eftir kennslu. Hér á Gidole-svæðinu lauk þrem námskeiðum nú í maí. Eitt námskeið var í Taliole, sem er um það bil tveggja tíma göngu frá stöðiimi. Eftir að við höfðum spurt nemendurna út úr kristnum fræðum, skírðum við 153 og fermdum 43. Á næsta staðnum, sem heitir Gresne og er um fjögurra tíma göngu frá stöðinni, skírðuin við 106 og fermdum 23. Þriðji staðurinn var Delbina, sem er á landamærum Konsó. Þar voru skírðir 17 og fermdir 12. Á þennan hátt vex ríki Guðs á meðal okkar. Það er okkar innilega bæn, að þetta fólk niegi varð- veitast í trúnni og samfélaginu við Jesúm Krist. Ilér á Gidole-stöðvarsvæðinu, eins og á flestum öðrum stöðum í Eþíópíu, eru fáir sem kunna að lesa og skrifa. Þetta er mjög til baga fyrir kristi- lega starfið. Fólkið getur ekki lesið Guðs orð og hefur það mikil áhrif á vöxt trúarlífs þess. Til að ráða bót á þessu hafa söfnuðirnir skóla í fjórum þorpum. Á Iveim af stöðunum eru aðeins fvrsti og annar bekkur, en á hinum stöðununi eru fjórir bekkir. Tólf kennarar annast kennslu við þessa þorpsskóla. Auk kennaranna annast pré- dikararnir kvöldkennslu fvrir þá, sem ekki hafa tækifæri til að fara á skóla. Starfið er mjög spennandi, en krefst mikils. Já, oft krefst það meira en við getum gefið, og við finiiuin til smæðar okkar og vanmættis. Það er líf innan safnaðanna, og þar sem er líf þar er bæði gleði og erfiðleikar. Það er mikil ábyrgð að vera trúað fyrir öllu þessu starfi. Kæru kristniboðsvinir, biðjið, að Guð gefi okkur vísdóm og náð til þessa starfs, sem liann hefur sett okkur inn í. Við viljum einnig biðja vkkur að minnast fólksins á Gidole stöðvarsvæð- inu. Það þarfnast ykkar fvrirbænar. Beztu kveðjur með Markús 13,13. Kjellrún, Skúli og börnin. II .1 A R M I »

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.