Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 11
starf meðal Bórana og aflað sér
mikillar og náinnar þekkingar
á landi og þjóð. Er auðheyrt af
allri frásögn hans, að hann hef-
ur tengzt Bórönum traustum
böndum og samlagazt starfsað-
stæðum vel. Hann hefur brenn-
andi áhuga á boðun fagnaðar-
erindisins meðal þeirra og læt-
ur einskis ófreistað, sem koma
megi að haldi til þess að ná til
þessarar þjóðar, sem á við harð-
býli að búa og þekkir hörmung-
ar hungursneyða og ófriðar af
sárri raun.
íslenzkir kristniboðsvinir
þakka heimsókn Haraldar. Það
er sjálfsagður þáttur í fyrir-
bænarstarfi voru að minnast
þeirra hjóna og starfs þeirra í
Bórana.
Þau hjónin munu dvelja í
hvíldarleyfi í Noregi, að minnsta
kosti næsta vetur.
Frá Kórcu
Eins og kunnugt er, er Kórea
klofin í tvennt. Hermenn gráir
fyrir járnum gæta landamær-
anna við hlutlausa beltið svo-
nefnda. önnur barátta á sér
einnig stað þarna. Barizt er um
manns-sálirnar. Á mynd þessari
má sjá stóran hátalara, sem
notaður er til þess að senda
kristilega útvarpsdagskrá norð-
ur yfir markalínuna.
Margrét
á föriiin
Þau frú Margrét Hróbjarts-
dóttir og Benedikt Jasonarson,
kristniboði, komu hingað til
lands í byrjun júlímánaðar. Var
erindi þeirra að ganga frá far-
angri sínum og kveðja kristni-
boðsvini hér á landi, áður en
þau hjón halda til Eþíópíu til
kristniboðsstarfs þar. Þegar
þetta er ritað, er gert ráð fyrir
því, að þau leggi af stað með
flugvél frá Reykjavík þriðjudag-
inn 20. ágúst.
Þau hjónin hafa, eins og kunn-
ugt er, dvalið í Noregi undan-
farin fjögur ár. Fór Benedikt
þangað upprunalega til lækn-
inga, og er séð var, að dregizt
gæti, að þau kæmust aftur út
til kristniboðsstarfsins, hóf Mar-
grét hjúkrunarnám í Noregi.
Lauk hún því síðari hluta síð-
astliðins vetrar.
Áður hefur verið skýrt frá
því, að tilmæli komu um það,
að þau hjónin færu aftur til
Eþíópíu, og Benedikt tæki að
sér kennarastörf við Biblíuskóla
kristniboðsins í Gidole. Stjórn
kristniboðssambandsins sam-
og Benedikt
til Eþíópíu
þykkti fyrir sitt leyti, að ís-
lenzkir kristniboðsvinir tækju
að sér að greiða laun þeirra
hjóna. Verður það að teljast
eðlilegt, einkanlega þegar þess
er gætt, að samstarf verður æ
nánara milli Gidole og Konsó.
Konsónemendur fara í æ ríkara
mæli til framhaldsnáms við skól-
ana í Gidole. Islenzka kristni-
boðið hefur reist heimavistar-
hús fyrir slíka nemendur á
kristniboðsstöðinni í Gidole.
Færist æ meir í það horf, að
starfið á þessum tveim kristni-
boðsstöðum verði sameiginlegt.
Er nánar frá því sagt í annarri
grein.
Þau Margrét og Benedikt
komu of seint heim til þess að
geta tekið þátt í almenna mót-
inu í Vatnaskógi. Þau hafa ver-
ið mjög önnum kafin við að
ganga frá farangri sínum, en
hafa þó talað á nokkrum sam-
komum og tekið þátt í fundum.
Kveðjusamkoma fyrir þau er
ákveðin sunnudaginn 18. ágúst,
tveim dögum áður en þau fara
suður á bóginn.
dSiLfiu- ocj hriótnILo(íón dmól?ei
Árlegt Biblíu- og kristniboðsnámskeið í Vatnaskógi
verður að þessu sinni dagana 14.—22. sept. Fyrirkomu-
Iag verður með svipuðum hætti og verið liefur undan-
farin ór. Útskvrð verða rit eða kaflar úr Gamla- og Nýja-
testamentinu. Kristniboðstímar verða, svo og tekin fyrir
einstök efni trúarlegs og siðferðilegs eðlis eða varðandi
kristilegt starf.
Þátttaka er heimil öllum, sem orðnir eru 16 ára. Þess
skal sérstaklega getið, að námskeiðið er ekki sniðið við
unglinga sérstaklega, heldur er engu síður velkomið rosk-
ið fólk og fullorðið.
Þátttaka tilkynnist á Aðalskrifstofuna, Amtmannsstíg
2B. Sími 17536 og 13437. Þátttökugjald er áætlað kr.
140,00 á dag. Ferðakostnaður greiðist sérstaklega.
B.1ARMI 11