Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.07.1968, Blaðsíða 5
er hægt að heyra Lúthersku stundina um allt landið. Á þessum liðnu árum hefur fagnaðarerindið borizt á öldum Ijósvakans til milljóna manna, vmgra og aldinna, ríkra og fá- tækra, hraustra og sjúkra. Kristinn boðskapur hefur hljómað innan dyra, sem annars eru lokaðar kirkju og kristni- boðum. Hjá mörgum hefur hann vakið nýja von, sem bæði varð- ar tíma og eilífð. Af hinum mikla fjölda hlust- endabréfa gætu menn ályktað, að kirkjur í Japan væru nú yfir- fullar af kirkjugestum. Því mið- ur hefur reynslan sýnt, að þótt útvarpshlustendurnir séu mjög margir, þá eru þeir tiltölulega mjög fáir, sem af sjálfsdáðum koma til kirkjunnar. 1 þessu eru fólgnar takmarkanir útvarps- kristniboðsins. Það nær til mjög margra, en krefst mikils auka- starfs, ef árangur á að nást. Og í því eru aðalerfiðleikarnir fólgnir. Útvarpsdagskrá geta fá- ir menn búið til, fjölritað og sent víðs vegar, en það þarf fjöida trúrra verkamanna til að bjarga uppskerunni á hinum víðáttu- miklu ökrum. Engin fjölmiðlun getur komið í staðinn fyrir það persónulega starf, sem nauðsyn- lega þarf til að leiða einstakl- inginn til skírnar og lifandi trúar. Lútherska stundin hefur þess vegna frá upphafi starfrækt biblíubréfaskóla í tengslum við útvarpsþættina. Bréfin hafa reynzt okkar beztu starfstæki. Upphaflega var það Lútherska miðstöðin í Tokyo, sam annað- ist öll bréfaskipti við hlustend- urna, en það kom fljótt í ljós, að það var ekki hægt að fjar- stýra svo yfirgripsmiklu starfi. Svæðamiðstöðvar voru þess vegna smátt og smátt settar á fót, þannig að nú eru þær 18, sem annast þetta starf í félagi við söfnuðina á viðkomandi svæðum. Það sem þannig hefur unnizt á þessum árum, er mjög uppörvandi. Norskt kristniboð tók snemma þátt í þessu starfi. „Det norske Misjonsselskap" hefur veitt því árlegan f járhagsstuðning frá ár- inu 1954, og það stóð fyrir opn- un svæðismiðstöðvarinnar í Osaka, en hún er ein af þeim stærstu í Japan og veitir þjón- ustu hlustendum fjögurra út- varpsstöðva. Á svæði því, sem þær ná til, búa um 30 milljónir manna. 500 þús. manns hefur innrit- azt í þennan bréfaskóla á liðn- um árum og 50 þúsund lokið námskeiðunum. 150 þús. Bibl- íum og hlutum af henni hefur verið útbýtt og þúsundir þess- ara nemenda hafa tekið skírn. En nú koma einnig nýir erf- iðleikar til sögunnar. Einkum er það kapphlaupið milli hljóð- varps og sjónvarps, sem veldur vandanum. Til ársins 1964 var þetta vandamál óþekkt, en síð- an hefur sjónvarpstækjum fjölg- að svo ört, að nú eru þau fleiri en fjölskyldurnar í landinu. Það er því enn þörf á að laga sig að breyttum aðstæðum, en verk- efnið er óumbreytanlegt: Að boða öllum Japönum hjálpræð- ið í Kristi Jesú. Steingrímur Benediktsson. „Fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans” Um árabil hafa frétlir um liörmungar og neyð liorizt frá Suðaustur-Asíu. Milljónir manna þjást og hafa eng- in tök á að lifa eðlilegu mannlífi. Von um mannlega hjálp liefur hrugðizt. Fagnaðarerindið um Drottin Krist mun eitt megna að veita jíann styrk, seni þarf. ^________________________________________________________________J n j a n M i 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.