Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1973, Page 13

Bjarmi - 01.01.1973, Page 13
AKRANES: KFUM OG KFUK 1U ÁRA „Meðal æsku þessa bæjar66 Kristnilioðsfélagið Árgeisli hefur haldið uppi samkomum í Selfosskirkju hálfsmánaðar- lega, það sem af er þessum vetri. Ýmsir ræðumenn hafa verið á samkomunum, en Gísli Arnkels- son, kristniboði, hefur aðallega verið unga fólkinu til aðstoðar. Árgeisli er kristniboðsfélag ungs fólks í Reykjavík. 1 stjórn fé- lagsins eru: Sigurjón Gunnars- son, Ragnhildur Ragnarsdóttir og Steinunn Einarsdóttir. Fagnjiifarsanikoina Ingunn Gísladóttir, hjúkrun- arkona, kom heim frá Konsó rétt fyrir mánaðamótin nóv.— des. Kom hún því heim nokkru fyrr en gert hafði verið ráð fyr- ir. Var það samkvæmt læknis- ráði, því að heilsa hennar hafði ekki verið góð undanfarið. Var henni fagnað á samkomu í húsi KFUM og K í Reykjavík sunnu- daginn 3. desember. Auk Ing- unnar talaði Baldvin Steindórs- son, ritari stjórnar Kristniboðs- sambandsins, og Jóhannes Sig- urðsson, prentari. Hilmar B. Þórhallsson, gjaldkeri sam- bandsstjómarinnar, stjórnaði samkomunni. Gjafir til kristni- boðsins námu rúmum 23.600 kr. Kvriij usaiiikoma Kveðjusamkoma fyrir Jónas Þ. Þórisson og konu hans, Ingi- björgu Ingvarsdóttur, var hald- in í húsi KFUM og K í Reykja- vík á nýársdag s.l. Samkoman var mjög fjölsótt, svo að opna varð aftur í viðbótarsalinn. Auk Jónasar talaði formaður sam- bandsstjórnarinnar, síra Sigur- jón Þ. Árnason. Jóhannes Sig- urðsson stjórnaði samkomunni. Gjafir til kristniboðsins í sam- komulok urðu rúmlega 57 þús- und krónur. Jónas og Ingibjörg fóru, ásamt tveim litlum dætr- um sínum, til Oslóar fimmtu- daginn 4. janúar. Fói'u þau það- an til Kaupmannahafnar 7. jan. og héldu svo þaðan fimmtudag- inn 11. janúar ásamt norskum kristniboðum, sem einnig voru að fara til Eþíópíu. Fyrst um KFUM og KFUK á Akranesi gáfu út auglýsingablað fyrir síðastliðin jól til ágóða fyrir starfsemi sína. Blaðið nefndu þau Auglýsingapóstinn, og gaf það af sér góðar tekjur. Jóhann- es Ingibjartsson, byggingafull- trúi, formaður KFUM á Akra- nesi, ritar í blaðið um starf fé- laganna og getur þess m. a., að félögin hafi orðið tíu ára í haust. I hinni fróðlegu grein Jóhann- esar segir m. a.: „Sr. Friðrik Friðriksson rak öflugt æskulýðsstarf hér á Akra- nesi um árabil. Margir drengir löðuðust að honum og öðluðust trú fyrir starf hans hér. Þannig sinn verða þau hjónin í Irgalem við amhariskunám. Gídeonsfélagið Lesendur „Bjarma“ kannast við Gídeonsfélagið, aðallega vegna Nýjatestamentanna, sem það hefur gefið 11 ára börnum í barnaskólunum hér á landi á undanförnum árum. Á þessum vetri hefur Nýjatestamentunum var alls staðar þar, sem sr. Frið- rik fór, en formlega mun hann þó ekki hafa stofnað KFUM hér. Upphaf KFUK á Akranesi má rekja til stúlknafunda, er haldn- ir voru á heimili frú Valgerðar Briem. Þar nutu stúlkur samfé- lags um Guðs orð, sér og öðrum til blessunar. Þótt þeirra, sem hér voru nefnd, nyti ekki lengur við, var starfinu haldið áfram af ýms- um fórnfúsum mönnum og kon- um, en það var fyrst árið 1962, hinn 17. nóvember, að félögin voru formlega stofnuð. Félögin eru í raun og veru tvö, þótt mjög náin samvinna sér á milli þeirra. verið úthlutað í tuttugasta skipti frá því að þetta starf hófst. Þó mun úthlutun ekki að fullu lok- ið. Æskilegt er, að úthlutun geti farið fram sem fyrst á haustin, þar sem testamentin eru víða notuð við kristindómsfræðsluna í skólunum. Auk þess nota prest- ar þau við fræðslu fermingar- barna. Munum eftir að biðja fyrir starfi Gídeonsfélagsins. hcillar marf/an unf/an manninn. Ilrr eru KI'IJM-tlrenfiir frá Ahraneni í hrimsóhn hjá Flufifrlafii íslantls. 13

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.