Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1984, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.01.1984, Qupperneq 10
Opinberunarbókfn Síðasta bóKin í ritsafni Mýja testa- menntisins er spádómsbók. Quð- spjöllin fjalla um fyrri komu Krists. Þegar hann kom, rættust margir spádómar Qamla testamentisins, en ekki allir. Áform Quðs um hjálpræði mannkyni til handa, eins og spámennirnir hafa sett þau fram, fullkomnast ekki, fyrr en Kristur kemur aftur. Predikun Jesú sjálfs lauk því með langri ræðu um síðustu tíma, Matt. 24, Mark. 13, Lúk. 21, og Jesús hét lærisveinum sínum því, að andi sannleikans mundi ekki aðeins minna þá á allt, sem hann hefði sagt þeim, heldur líka kunn- gjöra þeim það, sem koma á, Jóh. 16,13. Úthelling heilags anda yfir post- ulana gerði þá öðrum þræði að spámönnum, og er spádómsgáfan sérstaklega áberandi hjá tveimur af postulunum, Páli og Jóhannesi. En Jesús sagði, að andinn mundi taka af því, sem hans væri, og kunngjöra þeim. Þannigsjáum vér, að spádómsstarfið í frumkristninni er nátengt ummælum Jesú sjálfs um það, sem verða mun, og á þetta bæði við um Pál og Jóhannes. í Opinberun Jóhannesar virðist einmitt vera vakin athygli á þessu, því að þar segir: „Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar", 19,10. Lesendur þekkja forsendurnar Opinberun Jóhannesar er talin torskilin bók, enda eru allir spá- dómar meira og minna óljósir, meðan þeir hafa ekki rætzt, sbr. I. Pét. I,10og2. Pét. 1,20. Þóverður strax auðveldara að átta sig á bókinni, þegar vér gefum gaum að því, að hún er nátengd vitnisburði Jesú sjálfs og spádómum Biblí- unnar yfirleitt, og er þó einkum um tiltekna spádóma að ræða: Sýnir Esekíels, Daníels og Sakaría. Það vakir ekki fyrir Jóhannesi að kunngjöra söfnuðinum neitt, sem sé algjörlega nýtt. Mann gengur út frá því, að lesendur þekki bæði spámæli hinna fornu spámanna og Jesú sjálfs, og hann vísar til þeirra. Þetta sést oft mjög greini- lega. Þannig minnir efni bókarinnar með innsiglin sjö, Op. 5-6, mjög á ræðu Jesú, Matt. 24. Einnig hljóta orðin í Dan. 7,9 og Jes. 49,4 að rifjast upp í huga lesenda, sem eru handgengnir Qamla testament- inu, þegar þeir hyggja að fystu sýn Jóhannesar, Op. 1, þar sem Jesú er svo lýst, að hann er sem hvít- hærður maður, og beitt sverð gengur út af munni hans. Jóhannes gerir ráð fyrir, að söfn- uðirnir viti úr Gamla testamentinu, hvaða afstöðu Bíleam, ísebel og Babýlon tóku til lýðs Quðs, þeir kannist við verurnar fjórar (dýrin) í Esek. I, olíutrén og Ijósastikuna í riti Sakaría og dýrið í riti Daníels, það sem hafði sjö höfuð og tíu horn og var eins konar táknmynd um veraldarríkið, sem var fjand- samlegt Quði. í Qamla testamentinu er líka að finna táknrænar tölur, sem koma fyrir í Opinberunarbókinni. Tólf er tala lýðs Quðs. Fjórir er tala heims- ing. Sjö er heilög tala. Þríroghálfur óheillatala. Tíu er tala fullkom- leikans. Sjón og heyrn Annað er það líka, sem oss ber að hafa ríkt í huga. Spámæli eru háð myndum og líkingum. Jafnvel spámaðurinn sér aðeins „í skugg- sjá (spegli), í óljósri mynd", 1. Kor. 13,12, og það, sem Páll heyrði, þegar hann var hrifinn til himins, voru ósegjanleg orð, 2. Kor. 12,3 nn. Eins má ætla, að þær vitranir, sem Jóhannes fékk á Patmos, hafi verið þess eðlis, að mannleg tunga megni vart að lýsa þeim. Þegar hann hugðist síðan festa þær á blað, hefur hann orðið að notast við orðalag og líkingar, sem hafa ef til vill ekki túlkað sýnirnar til fulln- ustu, en hann og lesendur hans þekktu þó úr Biblíunni eða úr öðrum lýsingum spámanna. Þetta mun vera skýringin á því að listmálari getur ekki tjáð sýnir Op- inberunarbókarinnar með pensli sínum, án þess að þær verði oft einkennilegar og ógeðfelldar. Lík- ingar bókarinnar hæfa eyranu, ekki auganu. Þá er þess að geta, að bókin er ekki skrifuð til þess að svala for- vitni manna um, hvað framtíðin beri í skauti sínu. Mei, hún er gefin söfnuði Jesú Krists til þess að vera honum hvatning til árvekni og þolgæðis í baráttunni, sem hann verður að heyja við veröld, sem vinnur gegn Quði. Það er eina ástæðan til þess, að í henni lyftir Drottinn að nokkru hulunni, sem hvílir að öðru leyti yfir síðustu tímum. Opinberunarbókin er rit, sem kemur heim við þörf allra tíma. Hún er uni atburði, sem verða „innan skamms", 1.1; 22,6 sbr. 1,3; 22,20. Það hefur komið í Ijós í rás sögunnar, að þetta orðalag, „innan skamms", hefur reynst teygjan- legra en höfundur hefur að líkind- um, gert ráð fyrir. Það gefur oss þó enga heimild til að vísa spádómum hans á bug. I1ann vænti skjótrar endurkomu Drottins, rétt eins og hinir postularnir og öll kynslóð kristinna manna með þeim. En fyrir Drottni sjálfum eru þúsund ár sem einn dagur, sbr. 2. Pét. 3,8nn. 10

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.