Bjarmi - 01.01.1984, Síða 12
Kristið uppeldi
6. Trúarleg
uppeldismótun
Sigurííur
Pálsson er höf-
undnr þessara
fíreina. Hann er
formaður KFUIVÍ
í Reykjavík.
í síöasta kafla var lítillega rætt um skírnina og henni m.a.
líkt við ágræöslu á líkama Krists, fæöingu til nýs lífs
o.s.frv. Með því var undirstrikað, aö trúin er gjöf Guös og
líf í trú sömuleiðis. Þessi líking á ágætlega við það sem
mig langar að ræða í þessum kafla, þ.e. trúarlega
uppeldismótun.
Þegar barn fæðist, vex það ekki og þroskast af sjálfu
sér. Sú umönnun sem barnið fær andlega og líkamlega
skiptir sköpum um farnað þess. Sama gildir um hið
trúarlega. Barnið verðurekki kristið „af sjálfu sér“. Um leið
og það er undirstrikað að Guð gefur líf í sér er jafnframt
nauðsynlegt að undirstrika þá ábyrgð, sem foreldrar,
skírnarfeðgin, aðstandendur og hinn kristni söfnuður ber
á hinni trúarlegu fræðslu og uppeldismótun.
Er trúhneigðin meöfædd?
Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvers eðlis
trúhneigðin sé. Allar tilraunir til að sýna fram á að með
barninu búi einhver náttúrulegur eiginleiki sem hið
trúarlega spretti upp af sjálfkrafa hafa siglt í strand. Hins
vegar er auðvelt að benda á þætti í veru barnsins sem
gera það sérstaklega móttækilegt fyrir hvers konar
trúarleg áhrif. Á grundvelli þessa hefur verið bent á að
trúarlegur þroski barnsins og trúhneigð er fyrst og fremst
háð áhrifum frá umhverfinu. Þetta má orða þannig, að hið
trúarlega svari til einhvers í veru mannsins, en það, eins
og ýmislegt annað í mannlegri veru, eins og t.d. málið, er
háð því að barnið mæti því í umhverfi sínu svo það geti
tileinkað sér það. Barniö hefur t.d. forsendur til þess aö
læra að tala en til þess að barnið verði talandi þarf það að
tileinka sér málið og læra að beita því með því að við það
sé talað. Á hinu siðferðilega sviði er hið sama uppi á
teningnum. Barnið hefur forsendur til að læra mun á réttu
og röngu og bregðast á tilfinningalegan hátt við eigin
athöfnum. En til þess að samviskan mótist, þroskist og
hafi áhrif í lífi einstaklingsins þarf barnið að mæta
siðrænum gildum í umhverfi sínu og tileinka sér þau.
Samt sem áður hefur hið trúarlega sérstöðu með tilliti til
málsins og siðgæðisins. Sú menning sem barnið vex upp
í lýtur að öðru jöfnu ákveðnum lögmálum bæði málfarslega
og siðferðilega, þannig að gera má ráð fyrir að öll börn
fái tækifæri til að þroskast á þessum sviðum, þótt það
kunni að vera með breytilegum hætti. Hins vegar er ekki
jafnvíst að öll börn alist upp við þær aðstæöur að hinn
trúarlegi þáttur sé hluti af daglegu umhverfi þeirra.
Eins og áður var vikið að er ekki hægt að reikna með
einhverjum sjálfgefnum trúarlegum þroska hjá öllum
börnum. En jafnvel þótt umhverfið skapi skilyrði fyrir
trúarlegan þroska og trúarlega uppeldismótun, er vert að
gefa gaum að því aö forsendur barnanna til að tileinka sér
hið trúarlega atferli og trúarlega þekkingu eru ólíkar eftir
aldursskeiðum. Hér á eftir verður leitast við að gera
nokkra grein fyrir hinni trúarlegu uppeldismótun með
hliðsjón af því sem sagt var um tjáskipti barns og
uppalanda í 4. kafla (Afstaðan til barnsins) og líkani af
hlutverki fjölskyldunnar sem tveir norskir uppeldisfræð-
ingar hafa sett fram. (Oddbjörn Evenshaug og Dag
Hallen: Barnedáp og oppdragelse, Luther Forlag 1981).
Mikilvægi reynslunnar
Þegar hinum trúarlega boðskap er miölaö frá einum til
annars er þaö gjarnan gert með hjálp ákveðinna tákna
svo sem orða, mynda, fyrirmynda o.s.frv. Með hjálp
þessara tákna er síðan ætlast til að barnið geri sér grein
fyrir því í hverju hinn trúarlegi boðskapurerfólginn. Þegar
barnið leitast við að skilja tákn sem það mætir, er það háð
reynslu þess hver niðurstaðan verður.
Tökum dæmi: Ef talað er við nútímabörn um bíla, er
hægt að ganga aö því nokkurn veginn sem gefnu að þau
hafi svipaðarhugmyndirum þessháttarfarartæki. Öll hafa
séð bíla af ólíkum geröum og ferðast í þeim. Ef hins vegar
er talað um Guö — um gæsku hans, kærleika, heilagleika
o.s.frv. er ekki á sama hátt hægt að ganga að því sem
gefnu að þær hugmyndir sem vakna með börnunum við
slíkt tal séu allar eins og þaðan af síður að þær séu allar
í samræmi við það sem verið er að reyna að koma til skila.
Sú hugmynd sem þau kunna að gera sér er háð fyrri
reynslu, bæði því sem þau kunna áður að hafa heyrt um
sama efni og sömuleiðis margvíslegri reynslu annarri. Við
getum til dæmis hugsað okkur börn, sem heyra um Guð
sem kærleiksríkan og umhyggjusaman föður. í huga
barns sem ætíð hefur notið kærleika og umhyggju
foreldra sinna verður þetta strax skiljanlegt og sú tilfinning
fyrir elsku og umhyggju foreldranna sem barnið ber með
sér yfirfærist á þær hugmyndir sem barnið gerir sér um
Guð. Barn sem einskis slíks hefur notið í nánasta
umhverfi sínu á hins vegar erfitt með að fá þetta dæmi til
að ganga upp og neikvæð ímynd foreldranna getur
þannig yfirfærst á hugmynd barnsins um Guð.
Reynsla barnsins er þannig veigamikill þáttur í því sem
12