Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1997, Page 11

Bjarmi - 01.12.1997, Page 11
Ingibjorg Jónsdóttir og Oskar Jónsson velvilja verslana og íyrirtækja sem gefa okkur ýmsan varning. Annars er það mjög algengt að fólk leiti til okkar um fjárstuðning fyrir jólin en við getum auðvitað ekki annað því öllu. Þar verða fleiri aðilar að koma inn í, eins og Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðra- styrksnefnd. Ingibjörg tyllir sér niður hjá okkur og þau er spurð að þvi hvort hún muni eftir einhverju eftirminnilegu atviki tengdu þessu starfi. Þau hugsuðu sig um svolitla stund en sögðu síðan frá eftirminnilegum jólum í Noregi: Dóttir okkar Mirjam hefur alist upp við þetta jólahald okkar. Fyrir þrjátíu ár- um siðan fengum við skipun til Noregs, þar sem við héldum þessu áfram og við vorum með borðhald fyrir 30 ein- staklinga það árið. Tveimur árum síðar fengum við ábyrgð á fangelsisstarfi Hjálpræðishersins sem var nokkuð við- tækt. Við þurftum bæði að sjá um nokkur fangelsi, auk sérstakra heimila i íyrir íyrrverandi fanga sem reyndu að fóta sig í lífinu. Á þessum tima var Mirjam niu ára. Við útveguðum lúðra- sveitir til þess að spila íyrir fangana og höfðum guðræknisstundir fyrir þá. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem við gátum haldið jólin út af fyrir okkur þvi að við vorum búin í fangelsunum um sexleytið. Strax á eftir fórum við heim. Við vorum svo ánægð að geta átt einu sinni næðisstund um jólin. En allt í einu byrjaði Mirjam að gráta og var óhuggandi. Við reyndum að hugga hana og spurðum hana hvers vegna hún væri svona óánægð, hvort hún væri ósátt við jólagjafimar, matinn eða eitthvað slíkt. Nei, sagði hún: „Við höfum engan til að gleðja á jólunum." Hún var nefnilega of ung til að fara með í fangelsin. Klukkan tíu um kvöldið hringdi svo dyrabjallan hjá okkur. Þar var á ferð danskur sjómaður sem hafði verið í mat hjá okkur á íslandi nokkmm ámm áður og komst að þvi að við vorum stödd þarna. Hann hafði ekkert fengið að borða allan daginn og var orðinn mjög svangur og þreyttur. Maðurinn var lengi að hleypa í sig kjarki til að hringja bjöll- unni en hafði sig í það á endanum. Það var ekki fyrr en þarna sem Miijam tók gleði sína á ný. Hún sagði: „Ég skal sjá um að hjálpa honum.“ Svo mörg vom þau orð. Þess má geta að það er einmitt áðurnefnd Mirjam sem hefur tekið við af foreldrum sínum og stýrir nú jólagleði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld, þannig að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni. Það er leitt til þess að vita að ekki allir skuli geta haldið gleðileg jól í þjóðfélagi alls- nægta vegna fátæktar eða einstæðings- skapar. En jafnframt er þakkamert að til er fólk sem vill nota jólahátiðina til þess að gera öðrum kleift að halda upp á fæðingu frelsarans. Þess frelsara sem sjálfum var úthýst úr híbýlum manna er hann kom í heiminn. Þvi er sérstök ástæða til þess að biðja Óskari og Ingi- björgu blessunar Guðs fyrir þeirra óeigin- gjarna starf, sem og öðrum þeim liðs- mönnum Hjálpræðishersins og Vemdar er leggja þar hönd á plóg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.