Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 20
S: Það að vakna upp og sjá Eddu hjá mér fannst mér nánast eins og fullnaðar- sigur og svo var kláðinn horfinn. En hér var um mikla skurðaðgerð að ræða og þess vegna var ég allur doflnn og á mikl- um deyfilyfjum, í öndunarvél, gat ekki talað og allt svoleiðis. En hjúkrunar- fólkið gerði bókstaílega allt íyrir mig og svo stóð Edda við hlið mér eins og klett- ur. Auðvitað þarf maður að ganga í gegnum margt; kvalir, vanlíðan og þess háttar, en ég held samt að það geti jafn- vel verið enn erfiðari timi íyrir aðstand- endur sjúklingsins, því þeir horfa upp á þetta allt án þess að geta aðhafst ýkja margt og það getur verið mjög erfitt. Edda reyndi að hjálpa mér eins og hún mögulega gat. Hún kom með blautt á ennið á mér þegar mér var heitt og o.s.frv. Oft var það þannig á meðan ég var í öndunarvélinni að ef ég ætlaði að segja eitthvað þá reyndi hún að spyija á móti: „Viltu vatn, viltu þetta, viltu hitt?“ Og stundum fannst mér ég varla komast að. Þá reyndi ég að skrifa á miða. Eitt sinn skrifaði ég á miða: „Þegar ég spyr, ekki þú spyrja milljón spurninga!" Ég held að við eigum þennan miða einhvers staðar. „Takk Guð, takk Guð, takkGuð!" Hvernig gekk svo að ná bata og halda jól fjarri heimahögum? S: Það gekk ótrúlega vel. Ég var farinn úr öndunarvél fimm til sex klukku- stundum eftir að aðgerðinni lauk og út- skrifaður af spítalanum aðeins tólf dög- um síðar. Hjúkrunarfræðingnum sem útskrifaði mig varð á orði að slíkt ætti nú bara ekki að geta gerst! En þótt ég væri útskrifaður af spítalanum var ég náttúrulega ekki búinn að kveðja fólkið þar því íyrst um sinn þurfti ég að mæta á spítalann þrisvar í viku í eftirlit. Við vorum með annan fótinn þama áfram. E: Daginn eftir aðgerðina, þegar Silli útskrifaðist af gjörgæslunni, sá sr. Jón um helgistund í kapellu spítalans eins og ætíð á föstudögum. Ég tók þátt í þeirri stund og man hve ég var þakklát Guði fyrir að hafa Silla enn þá. Alla stundina sönglaði í huga mér: „Takk Guð, takk Guð, takk Guð!“ Það var ein- hvem veginn ekkert annað sem komst að og í rauninni má segja að þetta hafi Með Davíð á aðfangadag 1996, á heimili sr. Jóns Dalbú og Ingu í Gautaborg. allt gengið miklu betur en ég þorði nokkurn tíma að vona. Það hefur líka hjálpað Silla mikið það skap sem hann hefur og hversu mikill baráttumaður hann er. Á 6. degi eftir aðgerðina kom upp höfnun hjá Silla sem var strax snúið við með aukinni lyfjagjöf. Þegar höfnunin kom fram hafði einn af læknunum orð á því að ekki virtist allt í lagi með blóð- flæðið í lifrinni. Þá varð ég verulega hrædd. En einmitt á þeim tíma var íslenskur læknir þama sem var að að- stoða mig vegna mæðraeftirlits. Það var mjög dýrmætt að geta talað við hann á eigin móðurmáli og sem betur fer var Silli fljótur að ná sér aftur. Þegar Silli útskrifaðist nokkrum dögum seinna byrjuðum við að ganga saman, kannski 10 mínútur til að byrja með og svo smám saman meira. Ég man að eftir fyrstu gönguferðina var Silli alveg gjör- samlega búinn. Svo fór ég heim til íslands 17. desember og sótti Davíð Amar, þannig að um jólin var fjölskyld- an sameinuð á ný. Ég kom líka með laufabrauð, jólasmákökur og fleira frá ættingjum okkar fyrir jólin. S: Fljótlega eftir að Edda kom aftur til Svíþjóðar fengum við íbúð sem íslenskir sjúklingar höfðu aðgang að í Gautaborg en fram að þeim tíma gistum við hjá sr. Jóni og Ingu. Nú áttu þau von á sínum börnum og barnabörnum um jólin en buðu okkur að vera hjá sér bæði á að- fangadag og gamlaársdag. Eftir hádegi á aðfangadag tókum við þátt í helgistund með þeim í kapellu sjúkrahússins. Það var góð og hátíðleg stund. Síðan fómm við heim með þeim og áttum yndisleg jól saman, friðsæl og kyrrlát, lásum jóla- guðspjallið og fengum góðan mat. Að- ventan í Svíþjóð var líka yndislegur tími. Sviamir njóta hennar mikið betur en við gerum og þarna úti vorum við alveg laus við allt stress og skmm sem jólaboðskapurinn er oft kæfður í. E: Það var ofsalega gaman að fylgjast með Silla borða á aðfangadagskvöld og sjá hve hann virkilega naut þess að geta nú borðað aftur og vera laus við þennan verk sem hann hafði áður. Og fyrir okkur þijú var það mjög dýrmætt að fá að vera saman um jólin því það var alls ekki út- séð um það í byrjun. Að sjálfsögðu söknuðum við fjölskyldnanna heima en samt held ég að það hafi í raun verið ágætt fyrir mig að vera erlendis þessi jól vegna þess að jólin hjá mömmu í Siglu- vogi vom svo stór hluti af okkar jólum líka. Við vomm mikið hjá henni og allt það sem hún skapaði í kringum jólin hjá sér var svo stór hluti af okkar jólum. Þarna var það ekki þessi jól. Hún var dáin og dauði hennar var eitthvað sem ég hafði ekki almennilega fengið tæki- færi til að vinna úr. Ristilútbrot og lifrarpróf Hvernig hefur svo lífsbaráttan gengið síðasta árið? S: Eftir áramótin fóm lifrarprófln örlitið að hækka og læknamir töldu hugsanlegt að aftur væri að koma fram höfnun. Þeir gerðu lifrarástungu á mér en sáu ekkert þar sem benti til höfhunar. Ég var hins vegar farinn að fá ofboðslega verki innan í mér, það mikla að ég gat ekki lengur tannburstað mig með hægri hendi vegna sársauka. Eftir fjóra til fimm daga fékk ég einnig útbrot og þá kom í ljós að ég hafði fengið það sem kallað er ristilútbrot og þurfti að fá meðferð við því. Burtséð frá þessu hafa lifrarprófin síðastliðið ár nánast alltaf verið eins og í nær fullheil- brigðum manni. Eftir að við komum heim þann 18. janúar í ár fór ég fyrst

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.