Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 21

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 21
vikulega í eftirlit, síðan hálfmáinaðarlega og nú fer ég einu sinni í mánuði og kem áfram til með að þurfa á reglulegu eftir- liti að halda. Það þarf stöðugt að fylgjast með „statusnum" á höfnunarfyfjunum. Með timanum get ég kannski losnað við sterana en ég kem alltaf til með að þurfa að vera á höfnunarlyfjum. Það hefúr líka verið ómetanlegt hvað margir hafa lagst á eitt að hjálpa okkur, til dæmis við að standsetja nýja húsið. En meðgangan, hvernig gekk hún Edda? E: Hún gekk mjög vel. Óneitanlega var ég orðin svolítið þreytt um miðjan febrúar þegar við náðum að flytja hingað inn en Berglind Elva fæddist 1. mars, tveimur dögum fyrir afmælið hans Silla. S: Ég var náttúrulega að sigta upp á sama dag. En eftir á að hyggja þá er betra að fá tvær veislur! Bjargfast akkeri Að lokum: Hvað stendur upp úr í huga ykkar eftir ykkar erfiðu lífsreynslu? S: Það hefur verið alveg ómetanlegt að finna allan þann stuðning sem við höf- um fengið. Símhringingar, heimsóknir, bréf, kveðjur, fyrirbænir og margvislega hjálp. Við höfum fundið svo glöggt að við höfum ekki staðið ein í baráttunni. í huga mér býr innilegt þakklæti fyrir að hafa í raun fengið lífgjöf, þakklæti til Guðs, til lækna, hjúkrunarfólks, fjöl- skyldna og vina. Ekki má gleyma ómetanlegum stuðningi vinnufélaga okkar beggja, bæði fyrir og eftir aðgerð. Mér finnst líka að erfiðleikarnir hafi styrkt mig í trúnni og fært mig nær Guði. Ég hef stundum spurt sjálfan mig: Hvað ætlast Guð fyrir með mig? Hvert er hlutverk mitt í ríki hans? E: Eftir á að hyggja flnn ég svo glöggt hvað trúin hefur verið okkur mikils virði, eins og bjargfast akkeri. Ég get ekki útskýrt á hvem hátt en það hefur verið mér svo mikilvægt að flnna návist Guðs og vita að ég hef getað lagt allt fram fyrir hann. Hann hefur verið með okkur í erflðleikunum. „MiJcilvægt að hirhjan starfræki bóVzantgáfn “ Rætt við Eddu Möller umjólabækumar hjá Skálholtsútgáfunni Jólabókaílóðið er skollið á. Bókastöflum í bókabúðunum hefur fjölgað jafnt og þétt og bókaauglýsingar dynja á okkur í öllum fjöl- miðlum. Skálholtsútgáfan er ein af mörgum bóka- útgáfum í landinu. Bjarmi hafði samband við framkvæmdastjórann, Eddu Möller, og spurði tiðinda af útgáfunni í ár. - Fýrst er að nefna nýja útgáfu Sálmabókar kirkjunnar. Hún er með nótum og í tónhæð sem miðast við almennan salnaðarsöng. Helsta markmið með útgáfunni er að auka og sfyðja við og hvetja til þátttöku i almennum safnaðarsöng í kirkjunni. Af nýútkomnum bamabókum hjá Skálholtsútgáfunni má nefna bókina Músin og eggið. Sagan segir frá þvi þegar afl varð þreyttur á því að fá alltaf egg í matinn. „Getum við ekki fengið eitthvað annað betra að borða?" segir afl einn dag við ömmu. Og þá fer nú ýmislegt að gerast í litla húsinu. Meistaraleg frásögn og frábærar myndir fléttast saman í þessari hugljúfu sögu. Nóttin sem stjömumar dönsuðu af gleði er jólabókin fyrir bömin. Sagan segir frá hirðinum, konu hans og syni þeirra sem höfðu lagst fyrir uppi á hæðinni þegar vinnudagur var að kveldi kominn. Þá grúfði nóttin sig yflr borgina Betlehem og sveipaði sig um hæðimar kringum hana. Þetta virtist ætla að verða eins og hver önnur nótt. En þess var ekki langt að bíða að einmitt þessi nótt yrði þeim ógleymanleg. Þá er ný Bamabiblia komin út. Hún endursegir á lifandi hátt meginefni Gamla og Nýja testamentisins. Hún er prýdd fjölda glæsilegra mynda eftir listamanninn Ulf Löfgren. Þessar myndir eru ekki síður frásögn út af fyrir sig og fléttast listilega við endur- sögn biblíutextanna. Næst er að nefna tvær fallegar bækur, Speki Jesú Krists og Speki Davíðssálma. Báðar em þær hugsaðar sem hjálp við íhugun og skiptast niður í þijátiu stutta kafla þar sem hver kafli gefur lesandanum andlegt nesti fyrir hvem dag mánaðarins. Skálholtsútgáfan hefur undanfarin ár haft með höndum útgáfu á kórbókum fyrir bamakóra við kirkjur og skóla. Ein slík kom út í vor og heitir Te deum - 50 kirkju- legir söngvar. Einnig hefur verið gefin út kórbók fyrir blandaða kóra sem ber nafnið Dýrð vald virðing - 50 kirkjulegir söngvar. Þá er nýútkominn geisladiskur sem ber sama nafn, Dýrð vald virðing. Kór Akureyrarkirkju flytur þar ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmfýsdóttur, Óskari Péturssyni og Sigrúnu Ömu Amgrímsdóttur nítján af fjölmörgum perlum kirkjutónlistarinnar. Loks má nefna að ellefta bókin í Ritröð Guðfræðistofnunar - Oss langar að sjá Jesú - afmælisrit sr. Jónasar Gíslasonar f.v. prófessors og vigslubiskups, er komin út. Hvemig gengur litlu og sérhæfðu forlagi að vekja athygli á þvi sem það gefur út? - Það væri kannski betra ef einhver annar svaraði þvi en ég. En við reynum að vera með og notum vitanlega sömu aðferðir og aðrir, s.s. kynningu í blöðum og auglýsingar. Árangurinn er misjafn en mikilvægast er þó að kirkjan starfræki bókaútgáfu sem gefur út bækur á kristnum gmnni á almennan markað. Hafa íslendingar áhuga á kristilegum bókum? - Ég flnn fyrir miklum áhuga á öllu sem snýr að bömum. Sumar bækur fyrir fullorðna ganga líka sérlega vel en annað tekur tima að selja. Hver er óskabók framkvæmdastjórans í ár? - Ég les nú næstum allt sem ég kemst í og veiti mér jafnvel þann munað að kaupa mér bækur fyrir jólin. Ég verð þó að viðurkenna að þegar ég vil hafa það verulega gott í jólafriinu þá næli ég mér í góða sakamálasögu! GJG

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.