Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1997, Page 28

Bjarmi - 01.12.1997, Page 28
Sigríður Halldórsdóttir Jesús Kristur - Ljósiö sanna: Hann sem er og var og kemur vílíkir atburðir voru það sem gerðust fyrir hartnær tvö þúsund árum í kringum fæð- ingu „hins sanna ljóss, sem upplýsir hvern mann“, inn í þennan heim. Þeir sem næstir honum stóðu fylltust heilögum anda og englar vitjuðu þeirra. Lúkas guðspjallamaður byrjar frásögn sína af þessum miklu atburðum á því að lýsa Elísabetu og Sakaria sem bæði voru réttlát fyrir Guði og lifðu vamm- laus eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins. Þegar Sakaría var að gegna helgri þjónustu birtist Gabriel erkiengill honum til að flytja honum gleðifregn, að honum myndi fæðast sonur sem þegar frá móðurkviði myndi fyllast heilögum anda og verkefni hans frá Guði væri m.a. að búa Drottni altygjaðan lýð (sbr. Lúk. l:17b). Þegar Jóhannes er fæddur og Sakaría faðir hans segir hvert nafn hans skal vera fyllist hann heilögum anda og mælir ffam lofsöng af spámann- legri andagift. Jesús Kristur - Sonur hins hæsta Nokkru eftir að Gabríel birtist Sakaría birtist hann Maríu frændkonu Elísa- betar og bar henni þá fregn að hún hefði fundið náð hjá Guði. „Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun enginn endir verða ... Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því Sigríður Halldórsdóttir er forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs (Lúk. 1:31-33,35). Þegar Maria síðan heimsækir frændkonu sína fyllist Elísabet af heilögum anda og hrópar hárri raustu: „Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns,“ og María miklar Drottin í einlægri lofgjörð. Við sjáum þær fyrir okkur, þessar tvær helguðu konur sem Drott- inn Guð kallaði til svo ábyrgðarmikilla hlutverka. Þær dveljast saraan í þrjá mánuði, efalaust í lofgjörð og bæn. Jesús Kristur - Sá sem frelsar Hálfu ári síðar gerist undrið. Ljós heimsins fæðist inn í þennan heim. Engill Drottins kunngjörir gleðitíðindin miklu: „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Með englinum er fjöldi himneskra hersveita sem lofar Guð fyrir kærleiksverk hans. Drottinn hafði gefið fyrirheit sín um að frelsa lýð sinn und- an oki myrkurs og synda og leiða hann til síns undursamlega ljóss. Góður Guð stendur við hvert fyrirheit. Munum það. Jesús Kristur - Sigurhetjan Sigurhetjan Jesús Kristur, sem farið hefur í gegnum himnana (Hebr. 4:14), er konungur ljóssins barna. Það er vegna komu hans sem við höldum heilög jól. Það er honum til heiðurs sem við tendrum ljós og köllum jólin ljóssins hátíð því hann er hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann (Jóh. 1:9). Það þýðir að sérhver sá sem hefur í sér ljós hefur það frá honum. Hann er viska Guðs og speki. Eins og Sakaría sagði fylltur heilögum anda, þá tengist koma hans til jarðarinnar hjartans miskunn Guðs sem vildi að allir kæmust til þekk- ingar á hjálpræðinu sem er fyrirgefning syndanna. Guð faðir sendi son sinn til að vitja okkar og vera okkur sól af hæðum sem lýsir þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans. Hann sendi Jesú Krist til að beina fótum okkar á friðarveg (Lúk. 1:78-79). En hvernig getur Jesús Kristur lýst upp okkar innri mann? Hvernig getur hann umbreytt myrkri i ljós? Hvemig getur hann um- breytt hjörtum okkar, hugum og sálum til sinnar myndar? Fyrst og fremst með þvi að gefa lif sitt til lausnargjalds fyrir marga. Hann ítrekaði einmitt að enginn tæki líf sitt frá sér, hann legði það sjálfur i sölurnar. En hver á að vera okkar hlutur í hjálpræðisverki Guðs? Hugleiðum það á þessari jólahátíð með hjálp ritningarinnar. íhugum hvernig við segjum „já" við Drottin, „ég vil þiggja gjöf eilífs lífs úr hendi þinni."

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.