Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1997, Page 29

Bjarmi - 01.12.1997, Page 29
Jesús Kristur - Von dýrðarinnar Eins og Jóhannes guðspjallamaður lýsir jólaatburðunum miklu var Drottinn í Jesú Kristi að koma til eignar sinnar en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans og eru af Guði fæddir. Þessara miklu atburða minn- umst við á jólum, hátíðar ljóssins. Við minnumst þess að „ljósið sanna sálum manna“ kom, kemur og mun koma. Við gleðjumst yfir því að fá að tilheyra Drottni dýrðarinnar. Við fögnum í ljós- inu hans og í þeirri staðreynd að við fáum að tilheyra honum að eilífu - við erum eilíf eign hans. Eins og segir í fyrra J óhannesarbréfi þá er fyrir Jesú Krist myrkrið að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína og syndir ljóssins barna eru fyrirgefnar fyrir sakir nafns hans. Sannleikurinn er sá að nafnið Jesús er öllum nöfnum æðra því ekkert nafn er annað til sem frelsar, aðeins nafnið sem hann ber. Eins og segir í Orðskviðunum: „Nafn Drottins er sterk- ur tum, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur” (18.10). Hann birtist til að taka burt syndir og bijóta niður verk óvinar Guðs. Hann er leyndardómur Guðs og í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir. Hann er von dýrðarinnar (Kól. 1:27). Hann sem sagðist vera kominn til að varpa eldi á jörðu (Lúk. 12:49) og óskaði þess að hann væri þegar kveiktur. Vita skulum við að hann mun opinberast af himni með englum máttar síns. Hann mun koma í logandi eldi (II. Þess. 1:7-8). Mætti hann kveikja í okkur þennan heilaga eld og kveikja hann í hjörtum allra íslendinga svo að við mættum að sönnu vera ljóssins og kærleikans þjóð, nú um þessi jól og alla tima. Jesús Kristur - Höfundur og fullkomnari trúarinnar Biðjum góðan Guð að gefa okkur visku. Við þörfnumst hennar á þessum tímum sem við nú lifum: Þar sem fréttir af hernaði og ófriði berast okkur reglulega; þar sem lögleysi í ýmsum myndum hefur magnast víða um heim þannig að kærleikur margra virðist hafa kólnað; á tímum þar sem þjóðir rísa gegn þjóðum og ríki gegn ríkjum; þar sem fréttir ber- ast reglulega af landskjálftum og hungri á ýmsum stöðum; á tímum þar sem fagnaðarerindið um ríkið hefur líklega verið predikað um mestalla heimsbyggð- ina öllum þjóðum til vitnisburðar. Bein- um sjónum okkar án afláts til Drottins Jesú Krists, höfundar og full- komnara trúar- innar. Verum vör um okkur og gætum að okkur sjálfum, að kærleikur okkar kólni ekki - að olíuna á k æ r 1 e i k s - eldinn vanti ekki. Biðjum heilagan Guð að fylla okkur stöðuglega heilögum anda sem er ljós af hans ljósi, kærleikur af hans kærleika, þá mun hjartað reiðubúið þegar Drottinn kemur. Munum orð Salómons: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins“ (Orðskv. 4:23). Biðjum Drottin um að styrkja hjörtu okkar, hugi og sálir svo við megum réttilega lofa hann og elska og þrá það eitt að vera verkfæri vilja hans. Vörpum allri áhyggju okkar á hann því hann ber umhyggju fyrir okkur hverju og einu. Öll höfum við okkar verk sem hann hefur áður fyrir- búið að við legðum stund á. Verum trú- fastir verkamenn í víngarði hans - nú um þessi jól og alla tíma. Leggjum okkur öll fram við að „endumæra hjörtu hinna heilögu", eins og Páll segir Fílemon hafa gert (Fil. 1:7). Biðjum algóðan Guð að gefa okkur enn meiri kærleika hveiju til annars á þessari helgu jólahátíð sem framundan er. Verum óþreytandi að biðja hvert fyrir öðm, að lyfta hvert öðm upp fram fyrir Drottin í heilögum kær- leika, sönnum velvilja og einlægri von um að við megum hvert og eitt vera álitin af Guði makleg köllunarínnar (sbr. II. Þess. 1:11). Biðjum þess að hann megi fullkomna allt hið góða, sem hann hefur þegar hafið í okkur, svo að nafn Jesú verði dýrðlegt í okkur fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists. Biðj- um þess að hann megi færa kærleika, frið og gleði inn í allt samfélag trúaðra. Biðjum fyrir öllum Guðs börnum um víða veröld og fyrir heilagri kirkju hans. Munum að Kristur hefur kraftinn til að leggja allt undir sig (Fil. 3:21). Jesús Kristur - Hinn sanni fögnuður jólahátíðarinnar Við verðum inn i Guðs ríki að ganga í gegnum margar þrengingar eins og Páll áréttaði á sínum tíma (Post. 14:22). Þess vegna er svo mikilvægt að biðja Drottin stöðuglega um að við megum vera staðföst í trúnni og bæninni, lestri Guðs orðs og tilbeiðslunni svo að við séum rótföst i Kristi Jesú. Einkenni þessa er trú sem starfar í kærleika. Ég bið þess því, eins og Páll forðum, að elska okkar allra, hvers og eins, megi aukast enn þá meir og meir að þekk- ingu og allri dómgreind svo að við get- um metið þá hluti rétt sem máli skipta og séum hrein og ámælislaus til dags Krists, auðug að réttlætis ávexti þeim er fæst fyrir Jesú Krist til dýrðar og lofs Guði. Megi jólahátíðin verða okkur sönn gleðihátíð og megi hún jafnframt vera okkar kyrrðardagar þar sem við gefumst Guði enn á ný, endumýjum heit okkar við hann, tökum daglega okkar kross án þess að mögla og fylgjum honum hvert sem hann vill. Megi jólin einnig verða okkur sönn friðarjól þar sem við fyllumst af friði hans. Mættum við einn- ig verða sannir friðflytjendur, þ.e. færa þennan dýrmæta frið til annarra þannig að hinn sanni fögnuður jólahátíðar- innar, Jesús Kristur, megi fá rúm í hjörtum sem allra flestra. Góður Guð gefl okkur til þessa náð sína. Mynd: Gömul mosaíkmynd frá 11. öld. Hún er í grísku klaustri og sýnir Krist hinn alvalda (pantokrator).

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.