Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1998, Page 18

Bjarmi - 01.03.1998, Page 18
Ég komst m.a. að peirri niðurstöðu að kristinfræði í grunnskóla verður alfarið að leita viðurkenningar sem námsgrein áforsendum skólans, ekki áforsend- um kirkjunnar. Kristinfræði eru hluti afmenningar- arfinum. Það verður að standa jafnfaglega, uppeldis- og kennslufræðilega að henni og öðrum Bæði eru þau sammála um að það hafi verið afar ánægjulegt að kennsluefni íyrir böm og sérstaklega kristinfræðiefni, sem oft er ekki álitið mikilvægt, skyldi fá þessi verðlaun. Bakgrunnur Iðunn hefur getið sér gott orð sem bama- bókahöfundur. Hún er bamakennari en þegar hún varð að velja á milli kennsl- unnar og þess að skrifa valdi hún skrift- imar. Hún hefur unnið talsvert fyrir Náms- gagnastofnun og segist hafa kirkju- bakgmnn eins og venjulegir íslendingar, hafði mjög gaman af kristinfræði sem barn enda hafði hún góðan kennara sem var sr. Erlendur Sigmundsson. Einnig hafði hún gaman af að kenna hana en það gerði hún í mörg ár. Almenn kirkjuganga, söngur í kirkjukór og préd- ikanir ágæts prests á Húsavík gáfu henni einnig gott veganesti. Sigurður var einnig bamakennari áður en hann var kallaður til að vera náms- stjóri í kristnum fræðum í menntamála- ráðuneytinu. Hann las guðfræði og upp- eldisfræði til að vera betur í stakk búinn til að takast á við það starf og lauk BA prófi með kristinfræði sem aðalgrein og uppeldis- og kennslufræði sem auka- grein. Síðar kláraði hann guðfræði og var vígður til prests. Hann er alinn upp í kristni frá blautu barnsbeini og hefur tekið mikin þátt í kristilegu starfl alla ævi, m.a. sem formaður KFUM í Reykjavík um nokkurra ára skeið og nú sem sóknar- prestur í Hallgrimssókn í Reykjavík. Námsefni í kristnum fræðum Sigurður tók þátt í að útbúa námsskrá grunnskólans í kristnum fræðum og þekkir þessa námsgrein og umhverfi hennar betur en ílestir aðrir. Hann segir að frá því hann fór að kenna hafi við- gangur kristinfræðinnar verið honum ástriða. „Þegar ég fór, ásamt fleirum, að vinna við gerð námskrárinnar", segir Sigurður, „var andrúmsloftið í samfélaginu þannig að það var ekki sjálfsagt að kristin fræði hefðu sömu stöðu í námsskrá og stunda- skrá og verið hafði. Það kom m. a. fram í því að þegar grunnskólalögin voru fyrst lögð fram sem frumvarp var kristinna fræða ekki getið í upptalningu á náms- greinunum. Talað var um almenn trúar- bragðafræði og siðfræði. Mér fannst ég verða að glíma við að færa fram rök fyrir stöðu greinarinnar og mikilvægi hennar í nútímasamfélagi á nýjum forsendum en ekki bara gamalli hefð. Ég komst m.a. að þeirri niðurstöðu að kristinfræði í grunn- skóla verður alfarið að leita viður- kenningar sem námsgrein á forsendum skólans, ekki á forsendum kirkjunnar. Kristin fræði eru hluti af menningar- arfinum. Það verður að standa jafnfag- lega, uppeldis- og kennslufræðilega að henni og öðrum greinum. Kennarar hafa verið mjög viðkvæmir fyrir því ef þeim hefur fundist þeir vera settir í hlutverk trúboða sem þeir kæra sig ekki um. Ef þær kröfur væru gerðar til þeirra þá væri greinin á forsendum kirkjunnar og þar af leiðandi úr tengslum við aðrar námsgreinar skólans. Mér finnst að það eigi að gera þá kröfu að allir kennarar í grunnskóla séu færir um að kenna þessa grein, að þeir hafi þekkingu á efninu og beri virðingu fyrir því og miðli því þannig að það fái að tala fyrir sig sjálft. Kennari á ekki að setja sjálfan sig á milli efnisins og nemenda sinna. Reynslan hefur sýnt að þegar kennarar heyra þetta eru margir þeirra miklu fúsari til að sinna greininni vegna þess að þá flnna þeir sig fijálsa sem fagmenn, kennara. Það er ekki hlutverk þeirra að knýja fram tiltekna afstöðu heldur íýrst og fremst að skila greininni á forsendum greinarinnar sjálfrar." Framtíð kristinfræði sem kennslugreinar Á kristinfræðijramtíðjyrir sér sem kennslugrein í íslenskum skólum? Sigurður og Iðunn telja að almenn- ingur vilji ekki varpa kristinfræðinni frá sér þó að þjóðfélagið virðist stundum vera eins og köngulóin í lestrarbókinni sem fór í daglega eftirlitsferð um veflnn sinn til að hressa hann og styrkja og kom svo eitt sinn að þræði sem hún botnaði ekkert i hvernig sér hefði getað dottið í hug að spinna. Það virtist liggja beint við að klippa hann. Hún gerði það en þá hrundi vefurinn saman. Þau óttast að þjóðfélagið í heild sé upptekið af að njóta hins kristna arfs án þess að gera sér grein fyrir þvi hvaðan hann kemur og að það þurfi að leggja rækt við hann til að hann skili sér áfram. Af þeim ástæðum eigi greinin framtíð fyrir sér. Hún hafi stuðning þó að fólk virðist oft sýna henni tómlæti. „Hin menningarlegu rök eru næg ein sér til að halda greininni í skólunum að þeirra mati. Fólk frá öðrum menningar- svæðum hefur flust til Norðurlandanna og því hafa yfirvöld þar styrkt greinina á undanförnum árum og víkkað hana út. Henni hefur verið fundinn nýr farvegur í því skyni að styrkja hana annars vegar og koma því þannig fyrir að hún geti lifað við hlið annarra viðhorfa i þjóð- félaginu og stuðlað að því að varðveita sérkenni hins kristna, evrópska menn- ingararfs. Á hinum Norðurlöndunum er kennsla í kristinfræði, siðfræði og almennum trúarbragðafræðum talin sjálfsagður hluti af almennri menntun. Hún er prófskyld kjarnagrein til stúdentsprófs. Litið er svo á að ekki sé hægt að vera Evrópubúi án þess að hafa þekkingu á þessu fagi enda er sífellt verið að höfða til kristidómsins í bók- menntum og listum. Það eru vandræði hve háskólanemar hér á landi vita margir lítið um hinn biblíulega bak- grunn sem svo mikið af bókmenntunum byggir á.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.