Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1998, Side 22

Bjarmi - 01.03.1998, Side 22
ÍSRAEL Fangelsi Páls postula í Sesareu fundió Fomleifafræðingar telja sig hafa fundið fangelsið í Sesareu við Miðjarðarhaf þar sem Páll postuli var í haldi áður en hann var fluttur til Rómar. Leifar af um 60 þúsund fermertra byggingum hafa fundist í bænum við fomleifauppgröft. Þar em m.a höll, skrifstofur, baðhús, réttarsalur og fangelsi. Páll var hnepptur í varðhald árið 58 og var yfirheyrður af landstjómnum Felix og Festusi og Agrippa konungi gyðinga (sbr. Post. 23-26). KÍNA Kristnir leiðtogar fangelsaðir Vakningum fylgja fangelsanir víða í Kina. Það em fyrst og fremst prestar og kristnir leiðtogar sem eru hnepptir i varðhald. Þeir fá oft þriggja til fimm ára fangelsisdóm fyrir „samfélagstruflandi“ starfsemi. Það þýðir að þeir hafa predikað án þess að hafa til þess sérstakt leyfi. BÚLGARÍA Útvarpskristniboð meðal sígauna Sígaunar eru utangarðsfólk i Evrópu og það hefur ekki verið stundað mikið kristniboð á meðal þeirra. En nú eiga sér stað vakningar í þeirra hópi og nýir söfnuðir verða til. Ein ástæða þess er sú að komið var á fót útvarpskristniboði þar sem útvarpað er á máli sígauna. Timaritið Religion Today greinir frá þvi að stofnaðir hafi verið tveir nýir söfnuðir í Búlgaríu og það sé að þakka árangrinum af sendingum útvarpsstöðvarinnar Words of Hope. KENÝA Kristnum fjölgar Samkvæmt frétt í Religion Today hafa um 32 þúsund manns snúist til kristinnar trúar í Kenýu undanfarið. Er það árangur af samstarfi Suðurrikjabaptista frá Bandaríkunum og baptista- kirkjunnar í Kenýu. Þessi mikla vakning hefur leitt til þess að stofnaðir hafa verið 125 nýir söfnuðir. NOREGUR Útvarpskristniboö á netinu „Yfir opinni Biblíu" er heiti á norskum útvarps- þáttum sem flytja m.a. hugvekjur og umræður um ýmis málefni. Hingað til hafa þættimir verið sendir út í Noregi en nú gefst notendum veraldarvefsins kostur á að hlusta á þá í gegnum tölvuna sína hvar sem er í heiminum. Það er Norea Radio sem stendur að þessum sendingum. Norea hefur staðið fyrir útvarpskristniboði víða í heiminum í rúma fjóra áratugi og nú bætist heimasíða á netinu við. Þar geta netnotendur lesið um og hlustað á þáttinn „Yflr opinni Biblíu" og auk þess kynnt sér starfsemi Norea, m.a. útvarpskristniboð í íran, Indlandi, Kína, Perú og Eþíópíu ásamt ýmsu öðm. Einnig er þar að finna yfirlit um sögu Norea, myndir frá starfseminni, dæmi af fyrstu kristilegu útvarp- sendingunum í Noregi, hlustendabréf og margt fleira. Veffangið er http://www.norea.no. ÞÝSKALAND Eitt hundrað þúsund gestir lesa Biblíuna á hverjum degi Um 75% allra hótela í Þýskalandi eru með Biblíu á gistiherbergjum sem Gídeonfélagið hefur gefið. Rannsóknir sýna að 23% hótelgesta lesa í þessum Biblium. Það þýðir að um eitt hundrað þúsund manns lesa í Biblíunni á hótelherbergjum í landinu á hveijum degi. KAZAKHSTAN Múslimar snúast til kristni * Ibænum Almaty í Kazakhstan hefur orðið til kristin hreyfing meðal íbúanna sem eru flestir múslimar. Þetta hófst fyrir nokkrum árum og er hreyfingin byggð upp á litlum hópum sem miða að þvi að ná til þeirra 15 þjóðarbrota sem búa i landinu. Áreiðanlegar heimildir herma að um 300 Rússar og 300 íslamskir Kazakhstanar hafi orðið kristnir og tilheyri nú þessum ört vaxandi söfnuði.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.