Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 26

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 26
Sr. María Ágústsdóttir I Sálmurinn minn: Sálmur 27 Drottinn er Ijós mitt og fulltingi, hvem ætti ég að óttast? Drottinn er vigi lífs míns, hvem ætti ég að hræðast? Þannig hefst 27. Davíðssálmur, einn margra hjartfólginna sálma. Sálmar Davíðs eru mér kærastir af öllu kæru, sem heilög ritning rúmar, enda má þar finna stef sem rima við hverja tilfinningu mannlegs lífs. Reiði, gleði, sektarkennd, kvíði, léttir, hugrekki, hræðsla, örvænting og von, sorg og sæla, tilbeiðsla, iðrun og Sr. IVIaría Ágústsdóttir angur, ást og hatur, allt er þetta í Daviðs- sálmum. Hvergi annars staðar hef ég séð þvílíka snilld í að gefa tilfinningum nafn, hvergi slíka innsýn í mannlega líðan og útrás tilfinninga. Þess vegna eru Davíðssálmamir bæna- bókin mín. Þar flnn ég samhljóm mann- legrar reynslu aldanna, þar sé ég veginn til frelsarans sem svo ótal margir hafa fetað á undan mér. Sköpun, endurlausn og helgun tala til mín úr viskubrunni Davíðs og Guð birtist mér í geisladýrð (Sl. 50.2). Á kvöldin leggst ég til hvíldar og sofna í friði (Sl. 4.9) og vakna aftur, mettuð af mynd Drottins, þvi að Drottinn hjálpar mér (Sl. 17.15 og 3.6). Á hverjum morgni vil ég þess vegna kveða um mátt Guðs og fagna yfir náð hans þvi að hann er háborg mín og athvarf á degi neyðar minnar (Sl. 59.17). Ég treysti... Þetta stef, þar sem lofgjörð, þakklæti og öryggi óma út úr mannlegum aðstæð- um sem virðast erfiðar og vandinn óleysanlegur, er rauður þráður í sálmum Davíðs: Þegar her sest um mig, óttast hjarta mitt eigi, þegar ófriður hefst í gegn mér, er ég samt öruggur. Sá innri veruleiki, sem trúaður maður býr við, haggast sem sagt ekki þó ýmislegt gangi á í hinum ytri veruleika. Þetta gefur Guð. Við getum ekkert gert til að eignast slíka rósemi hjartans, ekkert nema eitt: Að treysta Drottni. Ég treysti því að fá að sjá gæsku Drottins á landi lifenda! segir sálmaskáldið. Ég treysti, þess vegna er ég til. Aftur og aftur kemur þessi meginhugsun fram í Sálmunum. Allir kætast er treysta þér, þeir fagna að eilífu þvi að þú vemdar þá (Sl. 5.12). Þeir er þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá er þín leita (Sl. 9.11). Traustið er svar Guðs við þeim sístæða ótta mannsins að vera skilinn eftir einn og yfirgefinn: Enda þótt faðir minn og móðir hafi yfirgefið mig, tekur Drottinn mig að sér. í húsi Drottins... Annað stef, samofið traustinu, er mér hugleikið úr Sálmi 27. í þrá sálma- skáldsins speglast mín eigin þrá, að fá að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að skoða yndisleik Drottins... Ég er nú svo lánsöm að hús Drottins er hreinlega vinnustaðurinn minn og fátt veitir mér meiri ánægju en að boða orðið, syngja Guði lof og biðja með fólki í nafni Drottins Jesú. En reyndar er sama hver vinnustaðurinn er, heimili okkar, skrif- stofa, fiskverkun eða flugvél. Á öllum stöðum getum við dvalið í húsi Drottins, þ.e.a.s. verið í návist Guðs, sama hver verkefni dagsins em. Á hveijum degi skyldum við hins vegar taka frá tíma, þar sem við emm stödd, til þess að sökkva okkur niður í hug- leiðingar í musteri Drottins, dýfa okkur niður í endumærandi djúp lausnarans í bæn og lestri Biblíunnar. Það er i slíkum dýfum að við drekkum í okkur traustið, sem áður var minnst á, þegar við felum okkur í fylgsnum Guðs... Og svo kemur sunnudagurinn, upp- risudagurinn, fagnaðardagurinn, og við hefjum nýja viku í gleði trúaðs manns: Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: „Göngum í hús Drottins" (Sl. 122.1). Þá förum við í kirkju, sækjum næringu og styrkingu við borð Drottins, þiggjum þjónustu hans við okkur og finnum líiið streyma, líf í fullri gnægð. Þar býr andi Guðs okkur til þjónustunnar við aðra, þar fáum við kjarkinn til að vera ljós af ljósi Drottins: Vona á Drottin, ver öruggur og hug- rakkur, já, vona á Drottin.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.