Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 31

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 31
Spurt og svarað Lesendum Bjarma gefst nú tækifæri til að senda blaðinu spurningar um trúmál. Oft brjótum við heilann um ýmis atriði sem varða kristna trú, Biblíuna og boðskap hennar eða önnur trúarleg málefni. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup hefur nú tekið að sér að svara spumingum lesenda Bjarma frá og með næsta tölublaði. Lesendur em þvi hvattir til að senda blaðinu spumingar sem þeir vilja fá svarað á síðum blaðsins. Bréfln skulu merkt: Bjarmi, tímarit „Spurt og svarað" Pósthólf 4060 124 Reykjavik Til lesenda Bjarma Með þessu tölublaði Bjarma hefst enn einn árgangur blaðsins. Blaðið hefur nú komið út í yfir 90 ár. Miklar breytingar hafa orðið á blaðinu á þessum langa tima enda eðlilegt þar sem tímamir breytast og jafnframt kröfurnar sem gerðar eru til tímarita. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á undanförnum misserum hafa almennt fallið í góðan jarðveg þótt auðvitað séu skiptar skoðanir um sumt meðal lesenda blaðsins. Það er þó gleðilegt að yngra fólk hefur lýst ánægju með blaðið og gefur það vonir um að unnt verði að fjölga áskrifendum á komandi ámm. Markmið ritnefndar hefur verið að höfða til stærri og breiðari hóps og taka þátt í umræðum um mál sem em í brennidepli á hveijum tíma og hafa þannig áhrif. Á síðasta ári hætti Henning E. Magnússon i ritnefnd Bjarma. Em hon- um færðar þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu blaðsins. Ritnefnd Bjarma skipa nú Guðmundur Karl Brynjarsson og Kjartan Jónsson auk ritstjóra. Áskrifendur Bjarma em enn of fáir til að fjárhag blaðsins sé borgið. Núverandi áskrifendur eru því hvattir til að taka höndum saman og kynna blaðið fyrir vinum og kunningjum og afla því fleiri áskrifenda. Árgjaldið fyrir árið 1998 verður kr. 2.800 og verður það innheimt með gíróseðli á næstunni. Áskrifendur sem nota greiðslukort eru þó hvattir til að hafa samband við afgreiðslu blaðsins í síma 588 8899 og gefa heimild til að inn- heimta árgjaldið á þann hátt þar sem það er ódýrari innheimtumáti. Þeir sem kjósa að greiða með greiðslukorti geta einnig skipt greiðslunni í tvennt ef þeir vilja og greitt helminginn núna og afganginn í haust. Skilvísum áskrifendum eru hér með færðar þakkir og þeir sem enn skulda árgjald síðasta árs eru hvattir til að gera skil hið fýrsta. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Bjarma að blaðið geti um ókomin ár verið öflugt kristilegt tímarit og boðberi fagnaðarerindisins um Jesú Krist. GJG Vertu áskrifandi að Bjarma! Áskriftarverð kr. 2.800,- Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstnr. og staður: ] Vinsamlegast skuldfæriö Kortanúmer: [ á greiðslukort mitt Vinsamlegast innheimfið með gíróseðli 1 ....... Kristllegt tfmarlt Póstfang: Bjarmi - kristllegt tímarlt Pósthólf4060 124Reykjavík

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.