Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 19
Haraldur Jóhannsson „...»g þér vitjuðuð mín“ FYcl ráðstefna í I láteigsPcirkju ann 12. maí síðastliðinn var haldin ráðstefna i Háteigs- kirkju sem bar yfirskriftina: „...og þér vitjuðuð mín.” Tilefnið var sérstakt, já, kirkjusögulegur atburður. í íyrsta sinn frá því að íslendingar hófu að senda Biskup heldur framsöguerindi. kristniboða til fjarlægra landa fór íslenskur biskup til kristniboðs- landanna að kynna sér starfið þar. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, fór til Eþíópíu og Kenýu um miðjan aprilmánuð síðastliðinn og kom heim í byijun maí. Þar kynntl hann sér kristni- boð og hjálparstarf íslendinga. Um hundrað manns, bæði leikmenn og prestar, voru saman komnir til að taka þátt í ráðstefnunni og fagna þessum tímamótum. Á ráðstefnunni sagði biskup fyrst frá ferð sinni og var greinilega snortinn af því sem hann sá og reyndi. Hann skilaði kveðju til kristniboðsvina frá söfnuðin- um í Konsó. Hann lýsti kynnum sínum af Barrisja Germó, seiðmanninum sem var meðal hinna fyrstu sem snerust til kristinnar trúar í Konsó. í framhaldi af því varpaði hann fram þeirri spumingu, hvort kristniboðar eyðilegðu menningu heiðinna þjóða. Hverju myndu Barrisja Germó og Konsómaðurinn Gandó svara ef þeir yrðu spurðir: Áttum við að láta ykkur í friði? - Nei, svara þeir, Guð sendi ykkur með ljósið. „Hér er Orðið frétt" Hann sagði þó, að það sem honum hefði þótt markverðast væri hvað við gætum lært af trúsystkinum okkar i Afríku. „Hér er Orðið frétt,” sagði herra Karl, „lausnarorð, eins og ferskt vatn örþyrstri jörð.” Við reynum að halda í horfinu og „markaðsetja” fagnaðarerindið en í Eþíópíu er það svo að „kirkjan annar ekki eftirspum, það vantar fólk.” Hann lagði áherslu á gleðina sem fylgdi hinum kristnu og birtist ekki síst í lofgjörð við guðsþjónustu. Hann bar þetta svo saman við þá af- stöðu okkar vestrænna manna að náðin sé réttur okkar. Við höfum gleymt að náð Guðs er óverðskulduð. „Hvað varð um fögnuðinn i trúarlifi okkar?” spurði hann. Hann minnti á að kirkjan er í raun send af Kristi til heimsins og undirstrikaði að eigi kirkjan okkar að vakna og endurnýjast verði hún að iæra að gefa. Biskupinn bar Barrisja Germó saman við Þorgeir Ljósvetningagoða, Miyako Þóröarson lýsti leið sinni til trúar og hvatti til að kirkjan væri opin og vakandi fyrir útlendingum. ákvörðun beggja hafði víðtæk áhrif til heilla. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að bjóða hingað eþíópskri fjölskyldu á aldamótaárinu. Þau myndu ferðast um og segja frá þeirri breytingu sem kristindómurinn hefur í för með sér. Þannig yrði þjóðin minnt á þann arf sem hún á í kristindómnum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.