Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 17
vegna þess að kristniboðar komu hingað, hvaðan svo sem þeir komu. Allt það besta, fegursta og eftirsóknar- verðasta sem við vitum um og viljum vita af í menningu okkar, þjóðlífi og lifsháttum er ávöxtur kristninnar. Við ættum það ekki nema vegna þess að hingað komu kristniboðar endur fyrir löngu og að okkur var haldið við efnið kynslóð eftir kynslóð. Kristniboð og kristnitaka er eilífðarverkefni, stöðugt verkefni, því að trúin er ekki einhver eign eða innistæða sem við eigum. Sá tími kemur aldrei að við getum sagt að kristnun íslands sé lokið þvi að lífið heldur alltaf áfram. Líf manns er stöðug ferð. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag," syngjum við. Hún er aldrei nein kyrrstaða. Um leið og það gerist er tilveran ekki lengur líf. Stöðugt fæðast nýjar kynslóðir og okkur ber áfram til nýrra æviskeiða. Við erum ekki þau sömu og við vorum fyrir 15 árum. Við 'upplifum hlutina á annan hátt að mörgu leyti. Lífið færir okkur ný verkefni, ný viðfangsefni og nýjar spumingar, ný átök.“ Eyðileggur kristniboð menningu þjóðanna? „Engin þjóð lifir í friði eða er lokuð íyrir áhrifum umheimsins. Við getum ekki ákveðið að friða þjóð eins og dýrategund því að um manneskjur er að ræða og mannlegt líf felur alltaf í sér samskipti. Við viljum geta skoðað Afrikufólk í sólinni, tekið af því myndir og horft á það eins og sjónvarpsþátt á Discovery Channel. Það er stórkostlegt að sjá það en þetta er fólk eins og við. Svo gremst okkur að konumar em komnar í bómullarkjóla og em hættar að nota geitaskinnspilsin. Mér kemur í hug stúlkan sem er að staulast upp í gilið með krukkuna til að sækja vatn með stóran lurk hangandi neðan í þungu geitaskinnspilsinu. Af hverju er hún með þennan lurk? Af því að hún er gift. Þá er svona lurkur settur í pilsfaldinn til þess að hún hlaupist ekki á brott. Hún er eign karlsins, tjóðruð. Hvílíkur léttir er það fyrir konuna sem fær bómullarkjól! Sú breyting sem er augljósust íýrir atbeina kristniboðsins snertir stöðu konunnar. Konan höndlar nýja reisn. Hún er metin sem manneskja en ekki sem eign. Það er vegna fagnaðarerindisins. Það er ekki kristniboðið eitt og sér sem veldur því að þessar þjóðir taka upp aðra lífshætti. Þróunin er komin á undan okkur áður en við vitum af. Rúturnar með ferðamennina koma, stóríyrirtækin koma, Kóka kóla kemur. En hvað bjargar þessu fólki frá því að verða fórnarlömb kauphyggjunnar, neyslugræðginnar og yfirgangs gróða- hyggju okkar heimshluta? Hvað gefur því innri styrk, viðmið, menntun og siðferðisþroska? Það er fagnaðarerindið um Jesú Krist og líflð í hans nafni. Kristniboð og kristnitaka er eilífðarverkefni, stöðugt verkefni, pví að trúin er ekki einhver eign eða innistæða sem við eigum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.