Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 27
Er allt gull sem glóir?
Viðtcd við Arne Tord Sveinall nm nýtrúarhreyfingar
Sérhver kristín kirkja eða trúar-
samfélag á að vinna að kristni-
boði. Og hvort sem um er að
ræða heimatrúboð eða kristn-
boð ytra þarf kristniboðinn og
samfélagið að hafa þekkingu á þvi fólki
sem starfað er meðal. Því tel ég að það
sé mikilvægt og nytsamlegt að hafa
þekkingu á þessum nýtrúarhreyflngum.
Fyrst og fremst er mikilvægt að vita
hveiju við sjálf trúum en einnig er gagn
af því að vita hveiju aðrir trúa.
Þetta segir Arne Tord Sveinall frá
Noregi en hann var hér á landi dagana
15.-22. mars síðastliðinn í boði Biblíu-
skólans við Holtaveg. Námskeið voru í
Reykjavík, á Akranesi og Akureyri þar
sem hann kenndi um nýaldarhyggju og
trúaröfgahópa og hvernig við getum
þekkt þá og varast. Einnig var til um-
ræðu hvernig við sem kristin getum
hjálpað þeim sem hafa brennt sig á
villutrú og kukli en vilja losna.
Góð þátttaka var á öllum námskeið-
unum og kennsla Sveinalls skýr og
einföld.
Tíðindamaður Bjarma tók Norðmann-
inn tali í sófakrók á Akureyri og bað
hann fyrst að segja frá Modum Bad í
Buskerud skammt frá Osló þar sem
hann starfar og þeirri starfsemi sem þar
fer fram.
Við getum sagt að Modum Bad sé
tvennt: Geðsjúkrahús með rými fyrir
um 100 sjúklinga þar sem tekist er á
við léttari geðtruflanir s.s. þunglyndi,
taugatruflanir, ótta, anorexiu, búlemíu
og einnig fjölskylduvandamál á sér-
stakri fjölskyldudeild. Fimmhundruð
metra frá sjúkrahúsinu er svo sálgæslu-
stofnunin (Institutt for sjelesorg) sem ég
starfa við. Þangað kemur fólk ýmist á
námskeið eða til að stunda sjáfsnám.
Sumir koma einnig til að ræða við
sérfræðinga um eitthvað í lífinu sem er
snúið og erfitt. Sumir eru útslitnir, aðrir
glíma við sorg, einmannaleika, trúar-
legan vanda eða deilur. Þ.e.a.s. að fólk
kemur ekki til okkar og býr í eina til
þrjár vikur vegna þess að það á við
geðræn vandamál að striða heldur vegna
hinna ýmsu vandamála lífsins sem við
öll glímum við. Meðal þessa fólks eru nú
fleiri og fleiri sem hafa lent í vanda í
tenglsum við alls konar sértrúarhópa
eða nýaldarhreyflngar.
Hvert er þitt starf á sálgæslustofnun-
inni?
Nú leysi ég af sem stjómandi stofnun-
arinnar þar sem sá sem hefur þá stöðu
er að ljúka doktorsnámi. Annars er ég
lektor við stofnunina sem felur í sér
kennslu og samtöl við fólk. Auk þess
gefum við út tímarit sem ég ritstýri:
Tidsskrift for sjelesorg.
íslandsferð
Hvers vegna kemur þú nú til íslands?
Ástæðu þess má rekja til þess tíma
sem ég var lektor á Diakoniháskólanum
í Osló. Eitt árið var íslenskur náms-
maður þar. Hann spurði mig hvort ég
gæti ekki komið til íslands einhvern-
tíma? Ég sagði að það væri sjálfsagt,
það væri bara að spyija. Svo leið nú það
árið og við misstum sambandið. í haust
datt mér í hug að e.t.v. væri ástæða til
að kanna áhuga hans á því að gera eitt-
hvað í málinu og hafði samband við
hann. Hann hafði svo samband við
ykkur í Biblíuskólanum og nú er ég
hingað kominn. Og mér finnst það mjög
spennandi.
En þú ert ekki hérfyrst ogfremst til að
kenna um sálgæslu?
Bæði já og nei. Fýrst og ffemst er það
nýaldarhyggjan og hvemig við tökumst á
við hana, sem ég er að kenna, en það
U
ú
Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði húsguðum sínum
í Goðafoss fyrir þúsund árum. En höfum við kastað
hjátrúnni og villunni, við sem lifum á lokaspretti
20. aldar? Því reyndi Arne Tord Sveinall að svara á
námskeiðunum. Hér er hanj (t.v.) með túlki
sínum, Friöriki Hilmarssyn
ann (t.v
f