Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 26
ir. Ég held að ef kirkjan vinnur ekki af sanngimi og leitast við að ná fram sam- stöðu um málefni samkynhneigðra á breiðum grundvelli þá hætti hún á al- varlegan klofning. Hér er okkur vandi á höndum. Kirkjan má ekki þegja um mál- efni samkynhneigðra því að þá tapar hún trúverðugleika. Kirkjan verður að vinna heiðarlega að þessum málum en hún má ekki láta fáeinar háværar raddir kúga sig til þess að leggja árar í bát. Mikið hefur verið rannsakað og rætt um efnið bæði guðfræðilega, siðfræðilega og með öðrum hætti. Rannsóknir hafa verið unnar af einlægni og sanngimi og niður- stöður hafa legið fyrir um nokkurra ára skeið án þess að breytast í meginatrið- um. Skýrsla nefndar, sem lá fyrir síðasta kirkjuþingi, er gott dæmi um þá vinnu. Nú finnst mér að timi sé kominn að fólk komi sér saman um hvert stefna á og kynna þá stefnu af alúð. Þegar allt kem- ur til alls munu alltaf vera einhverjir sem ekki munu eiga samleið með því sem í fyrnsku var kallað „consensus fidei", samhljómur trúarinnar. Það er kannski ekki í anda „heilagrar, almennr- ar kirkju" að eitt einangrað biskups- dæmi (íslensk þjóðkirkja) taki á sig þá ábyrgð að taka af skarið um málefni sem gengur gegn tveggja árþúsunda hefð kristinnar kirkju. En einhveijir verða að vera til þess að byrja og hafna siðum sem eru kirkjunni og skjólstæðingum hennar ekki til góðs. Okkar litla kirkja er alls ekki fyrst til þess að standa frammi fyrir þvi að þurfa að taka á því hvort hún á að veita samkynhneigðum hjónavígslu eða ekki. Þjóðkirkjur Dana og Svía hafa gengið þá leið á undan okk- ur og margar mótmælendakirkjur vestan Atlantshafs og austan vinna að þessum málum. Þegar upp verður staðið, eftir s.s. eins og 50 ár, verður jafnsjálfsagt að gefa saman samkynhneigða í heilagt hjónaband og að vígja konur til prest- þjónustu í okkar kirkju í dag. Ef menn vilja kljúfa sig út úr kirkjunni vegna þessa þá verði þeim að góðu. / EGILL HALLGRÍMSSON 1. Hjónabandið er samkvæmt þeirri skipan sem Guð hefur sett sköpuninni og getur því eingöngu verið hjónaband karls og konu. Þess vegna er útilokað að kirkjan gefi tvo karla eða tvær konur saman í hjónaband. Jesús vitnar til 1. Mósebókar er hann sagði: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir þvi skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður" (Matt. 19.4-6a). Að- eins í þeirri einingu sem á sér stað í hjónabandi karls og konu uppfyllum við sköpunarskipan Guðs varðandi hjóna- bandið. í hjónabandinu mynda karl og kona eina heild og geta vegna kynlifsins eignast börn. Auk þess táknar kynlíf þeirra þá sálrænu og andlegu einingu sem þau eiga að rækta í hjónabandinu og stuðlar að því að fullkomna hana. Hvorugt getur verið til staðar í samlífi tveggja karla eða kvenna. Auk þess hef- ur frá upphafi verið litið á kynlíf sam- kynhneigðra sem rangt athæfi innan kirkjunnar enda er það í andstðu við orð Guðs eins og það birtist í Gamla- og Nýja testamentinu. 2. Nei, það kemur ekki til greina. Kirkjan hefur ekkert umboð frá Drottni til að veita slíka formlega blessun. Það er líka í andstöðu við heilaga ritningu og væri fráhvarf frá eindreginni trúfesti kirkjunnar við orð Guðs varðandi þetta efni. Slík formleg blessunar- eða fyrir- bænaathöfn við altarið í kirkjunni yrði einhvers konar eftirlíking eða skrum- skæling á venjulegri hjónavígslu og kæmi til með að líkjast henni svo mikið að fólk sæi lítinn eða engan mun þar á. Enda hafa fulltrúar samkynhneigðra oft- ar en einu sinni lýst þvi yflr i fjölmiðlum að þeir vilji kalla slíka blessunarathöfn yflr staðfestri sambúð hjónavigslu. 3. Þessi orð eru ótvíræð og þau eru enn í fullu gildi eins og önnur orð heil- agrar ritningar um þetta efni. Fýrir utan Rómveijabréfið 1. 18-32 vil ég nefna orð Páls í 1. Korintubréfi 6. 9 og 1. Tímóteusarbréfi 1. 10. Einnigvil ég nefna orðin í 3. Mósebók 18. 22 og 20. 13. Engin rök eru fyrir því að þessi orð ritn- ingarinnar gildi ekki lengur enda tekur kirkja Jesú Krists um alla heimsbyggð- ina mið af þeim. Þó við séum umburðar- lynd þá er óhugsandi að við blessum það í kirkjunni sem Biblían bannar eða for- dæmir og gengur auk þess þvert á við- teknar kristnar skoðnir frá upphafi. 4. Samkynhneigðir hafa frelsi til að haga einkalífi sínu eins og þau sjálf kjósa svo framarlega sem það varðar ekki við lög landsins. Þeir hafa sama að- gang að vinnu og húsnæði og aðrir. Sama stjórnarskrá og sömu lög gilda um þá og alla aðra sem búa í landinu. Allt telst þetta til mannréttinda. En það er fráleitt að það geti kallast mannrétt- indi að hommar og lesbíur fái kirkjulega vigslu eða blessun yfir lífsstíl sinn. 5. Prestar eru bundnir trúnaði við heilagt orð Guðs eins og það er að finna í Biblíunni. Það er ekki aðeins skylda hvers prests að hafna því að fram- kvæma athafnir sem eru andstæðar orði Guðs og samvisku hans. Það væri einnig skylda hans að hafna þeirri yfir- stjóm kirkjunnar sem stæði fyrir þvi að taka upp slíkar athafnir eða léti þær viðgangast í kirkjum landsins. 6. Taki kirkjan upp slíka vígslu eða blessun þá hefur hún yfirgefið þann kenningargrundvöll sem hún byggir á. Þess vegna er það með ólíkindum að þetta mál skuli vera til umræðu innan íslensku kirkjunnar. Það stendur ekki til að taka upp slíkar vígslur í systur- kirkjum okkar á Norðurlöndum. Þeir sem halda slíku fram fara með ósann- indi. Engar þeirra kirkjudeilda sem við teljum okkur eiga samleið með stefna að þvi að taka upp formlegar vígslur eða blessanir yfir sambúð samkynhneigðra. Ef slíkt yrði samþykkt hér myndi ís- lenska kirkjan skera sig úr með því að vera ein um að ganga með þessum hætti gegn orði Guðs og viðteknum kristnum skoðunum frá upphafi. Verði samþykkt að vigja eða blessa samkyn- hneigð pör tel ég það koma til með að hafa skelfilegri afleiðingar en við getum séð fyrir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.