Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Page 4

Heima er bezt - 01.06.1953, Page 4
164 Heima er bezt Nr. 6 / Sauðlauksdal var stunduð sandgra'ðsla á dögum Björns Halldórssonar, og þar er sú starf- semi háð þann dag i dag. gikkur, skal ég segja þér, því að hann heilsaði aldrei kotbænd- um, eða þeim, sem hann áleit smælingja, öðruvísi en að rétta þeim höndina aftur fyrir bakið á sér. En það var nú strákur einn, sem kom honum af því,“ bætti hann við og hló lítið eitt. „Hvernig fór hann að því?“ „Hann beit í litla fingurinn á lögmanni, eitt sinn, er hann rétti honum höndina aftur fyr- ir bakið.“ „Jæja,“ sagði ég. „Þó að þú sért ekki hrifinn af þessum þjóðkunnu mikilmennum, sem setið hafa hér í nágrenni við óðalið þitt, máttu vera hreykinn af því, að hér var þó í sókninni strákur einn, sem vann sér eitt- hvað til frægðar." Nú vorum við komnir á brún- ina fyrir ofan bæinn í Sauð- lauksdal og við okkur blasti tún- ið og „Ranglátur", sem nú er horfinn að mestu niður í sand- inn. Ég get ekki sagt, að ég tryði bókstafléga sögunni um Rang- lát eins og Jón sagði hana. En einhver fótur mun þó vera fyrir henni; til þess finnst mér nafn- ið Ranglátur benda. Og eins hitt, að ennþá virðist ekki horfin gremjan úr hugum manna hér útaf þessu tiltæki séra Björns fyrir nálega 200 árum. En þegar ég hef nú þetta garð- brot fyrir mér, með söguna í huga, finnst mér, að kjálki einn- ar Kúgunardætra sé þarna sokkinn í sandinn, aðeins hálf- fúin tannbrotin standi upp úr. Og má vera, að bit það, sem þau ollu á sínum tíma, grói aldrei að fullu í tilfinningalífi sóknarbarna Sauðlauksdals- prestakalls, fyrr en þessar leiðu leifar eru horfnar með öllu. Þegar við gengum heim tún- ið, kom presturinn á móti okk- ur, séra Þorsteinn Kristj ánsson, og heilsaði okkur með hinni mestu vinsemd. Ég skrifaði það á reikning Jóns, sem var að sjá góðkunningi hans, því okkur þekkti hann ekkert, við höfðum aldrei séð hann fyrr. En brátt kom það í Ijós, að þetta er mjög geðþekkur og elskulegur maður, og nutum við mikils þar af. Hann vildi að við kæmum strax inn til kaffidrykkju, en okkur langaði fyrst til að líta dálítið í kringum okkur úti, skoða bæði kirkjugarðinn og kirkjuna og taka myndir, því að nú var vel bjart yfir. Það var auðfengið, og var prestur hinn allra liprasti við okkur í hví- vetna. Þá var kirkj ugarðurinn fyrst skoðaður. Hann var prýðilega vel hirtur. Alls staðar snyrtilega upphlaðin leiði, með fjölda af veglegum minnismerkjum yfir prestum og heldri bændum og konum þeirra. Svona kirkjugarðar eru sann- arleg endurminningasöfn, og það er víst ónæmur maður fyrir á- hrifum, sem ekki verður snort- inn við að koma á slíka staði eftir nálega hálfrar aldar burt- veru, og sjá nöfn margra þeirra, er hann var kunnugur í æsku, auk náinna ættingja. Það voru því margskonar til- finningar, sem gagntóku mig við komu mina í þennan garð. For- eldrar mínir liggja hér bæði undir sama steininum. Við leiði þeirra snýst hugurinn mest um að ávarpa þau og þakka þeim. Mér er engin hryggð í huga, heldur hlý þakklætistilfinning. Hryggðin við ástvinamissi má- ist út, en ástin og þakklætið til' þeirra er óafmáanlegt. Ekkert er svo gott sem góðir foreldrar. Og þegar ég hugsa til þeirra gömlu manna, sem hvíla hér, standa þeir mér lifandi í huga, sem í æsku minni.Nú virðast mér þeir sumir hverjir, er ég reyni að gera mér nákvæma grein fyr- ir þeim, að þeir hafi verið að út- liti, hörð og heilsteypt skel, og í mörgum tilfellum miður ásjá- leg. En í gegnum þessa skel streymdi þó ylur, góðleiki og við- kvæmni, sem mér virðist benda til þess, að kjarninn í skelinni hafi verið eins heilsteyptur og ekta og skelin sjálf. Festa og ró- semi hvíldi'yfir dagfari þeirra hversdagslega. Þrautgóðir voru

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.