Heima er bezt - 01.06.1953, Side 6
166
Heima er bezt
Nr. 6
Frammi í dalr.1’"-
dal er hóll - ■ ' „i.i.naöur
er Sönghóll. FólkiS sagði, að
hér úr þessum hól heyrðist
stundum söngur, misjafnlega
hár, og var það trú manna, að
þarna væri álfakirkja. Enginn
þorði að hafa þar langa viðdvöl,
því að vera mátti, að álfunum
mislíkaði það. Og náttúrlega
þorði enginn að raska við hóln-
um eða rannsaka þetta á nokk-
urn hátt, fyrir hræðslu við reiði
álfanna.
En þá var það eitt sinn, að
þeir séra Björn og Eggert Öl-
afsson tóku sig til og grófu
þarna niður í hólinn. Kom þá í
ljós, að niðri í hólnum var grjót-
urð, sem lítill lækur rann í
gegnum, og við það myndaðist,
hljóð það, eða söngurinn. sem
heyrðist úr hólnum.
Þarna leiddi séra Björn í ljós,
að þetta var harpa litla
lækjarins, sem hljómaði í
gegnum hólinn. Mishátt stillt
eftir því, hvort hann var lítill
og niðurdreginn, eða í vexti og
glaður í skapi, en ekki kirkju-
söngur dutlungafullra álfa.
Árið 1753 fluttist séra Björn
að Sauðlauksdal; var þá stað-
urinn og öll hús þar í mikilli
niðurníðslu. Eftir nokkurra ára
dvöl hafði hann byggt upp
staðinn að fullu og reist nýja
kirkju. Þegar hann fór frá Sauð-
lauksdal, eftir um 30 ára prest-
starf, var hann ríkur maður.
Skáldið og föðurlandsvinur-
inn Eggert Ólafsson dvaldist í
Sauðlauksdal hjá séra Birni
árin 1760—64 og 68. Það
hefur verið frá því sagt, hve ná-
in vinátta þeirra hafi verið,
enda munu þeir Eggert hafa
verið líkir í mörgu og haft mörg
sameiginleg áhugamál, auk þess
sem þeir voru jafnaldrar, skóla-
bræður og mágar. Séra Björn
var giftur systur Eggerts, hinni
mestu ágætiskonu. Það var
líka af því sagt, að þeir hafi
átt hér margar sameiginlegar
ánægj ustundir bæði i „lysti-
húsi“, sem hér var í einum
þessara jurtagarða, og á göng-
um sínum úti.
Stutta sögu heyrði ég í æsku
um gamansemi þeirra á þessum
útigöngum.
Allstór steinn stendur framar-
„a.num, skammt frá veg-
inum fram dalinn. Steinn þessi
var kallaður „Vínsteinn“. Fékk
hann nafn sitt af því, að eitt
sinn er þeir voru þarna á gangi,
séra Björn og Eggert, settust
þeir niður nálægt steini þess-
um. Er þeir höfðu setið um hríð,
stendur Eggert upp og bregður
sér bak við steininn, kemur aft-
ur með vínflösku, sem hann
segir að sér hafi verið rétt út úr
steininum.
Ekki er þess getið hverrar
tegundar vín þetta var. En sög-
unni fylgir, að þeim hafi smakk-
ast það vel. Steininn nefndu
þeir svo „Vínstein“, og hefur
hann haldið því nafni æ síðan.
Hvammur sá, er myndast þar
sem fjallsöxlin gengur út úr
hálsinum, norðan til við túnið í
Sauðlauksdal, er opinn fyrir
suðri og sól. Þar eru því hitar
miklir í góðviðrum á sumrin,
og alveg logn í norðanátt. í
hvammi þessum var einn af
görðum séra Björns.
Af garði þeim sjást nú litlar
leifar. Þó má enn sjá, ef vel er
aðgætt, skálmyndað svæði með
grasigrónum börmum.
Þetta eru einu leifarnar, sem
þarna sjást af hinum forna
garði. En skemmtilegt hefur
verið, að horfa upp í hvamm
þennan í tíð séra Björns,
hvammurinn grænn og grasi
vafinn upp á fjallsbrún, og
blómstrandi jurtareitir í hon-
um miðjum.
Nú er, eins og áður er sagt,
ekkert þarna að sjá, nema hinn
græna hvamm.
Þó margir ágætir prestar hafi
setið í Sauðlauksdal allt frá
tíð séra Björns, hafa þeir ekki
tekið upp garðyrkjustarf hans.
Tíðarandinn og fáfræðin í
þeim efnum hafa þar að lík-
indum mestu um ráðið. En ein-
hverntíma mun þetta breytast.
Þau frækorn, sem séra Björn
sáði hér í Sauðlauksdal, munu,
eins og önnur heilbrigð fræ-
korn, sem sáð er í góða jörð,
bera ríkulega ávexti á sínum
tíma.
Og hvað sem „Ranglát“ líður,
þá er það vissulega enginn, sem
skapað hefur slíkan glæsileik og
Ijóma yfir Sauðlauksdal, sem
séra Björn próf. Halldórsson.
III.
Næstur séra Birni Halldórs-
syni í Sauðlauksdal, er séra
Jón Orm^son. Var hann prest-
ur í Sauðlauksdal frá 1782—
1820.
Honum er lýst þannig af
Sighvati G. Borgfirðingi:
„Hærri en meðalmaður á vöxt,
þrekvaxinn og glaðlegur í sjón
og vel lærður. Með merkustu
próföstum sinnar tíðar. Stilltur,
gætinn og spaklyndur án öls, og
jafnvel drukkinn. Glaðsinna og
skemmtinn. Þjóðskáld á latínu-
skáldskap. Andríkur prédikari
með afbrigðum. Ölmusugjarn og
gestrisinn. Drykkjumaður úr
hófi.
Staklega þolinmóður við mót-
gerðir manna, bæði í orði og
verki. Þó illa væri um hann
talað eða frá honum stolið, bar
hann það með frábærri hóg-
værð“.
Líklega hefur séra Jón verið
lítill búmaður, og alla sína tíð í
Sauðlauksdal lifað við fremur
þröngan kost fjárhagslega. Hús
staðarins mun hann hafa lítið
bætt, enda þess varla þörf eftir
að séra Björn var nýfarinn það-
an. Og gera má ráð fyrir, að
hann hafi ekki haldið garðrækt
séra Björns að neinu leyti á-
fram. En á hinn bóginn hefur
hann fremur verið andans mað-
ur, eftir lýsingunni að dæma.
Og ganga má út frá því vísu, að
hann hafi verið góður sálusorg-
ari og huggari í hörmum sókn-
arbarna sinna.
Og þó hér sé sagt, að hann
hafi verið drykkjumaður, þá er
ekki víst hvað mikið er meint
með því.
Á hans tíð drukku nálega allir
meira og minna, og í heldri
manna hóp þótti sá ekki maður
með mönnum, eða eins og kom-
izt hefur verið að orði nú á sið-
ari tímum — ekki samkvæmis-
hæfur — nema hann neytti vins.
Það þurfti ekki nema einu sinni
eða svo, að koma fyrir, að hann
hafi verið drukkinn um of við
einhver embættisverk. Slíkar
sögur eru vanalega margfald-
aðar í meðförum, og furðu líf-
seigar. Og þannig gat staðið á
því, að hann er hér sagður
drykkjumaður úr hófi.
Séra Jón Ormsson var prestur