Heima er bezt - 01.06.1953, Page 7
Nr. 6
Heima er bezt
167
„Ranglátur“ sr. fíjörns Halldórssonar er hruninn og sandur heflar rústirnar.
í Sauðlauksdal á þeim árum er
hið sorglega Sjöundármál var á
döfinni. Hann fékk nokkurt á-
mæli af afskiptum, eða öllu
heldur afskiptaleysi sínu af því
máli, þar sem honum var brugð-
ið um, að hann hefði ekki gætt
skyldu sinnar i því, að það væri
tekið fyrir, og jafnvel hindrað
rannsókn. En gæta verður þess,
að sóknarbörn hans áttu í hlut,
sem honum, vegna stöðu sinnar,
hefur fundizt hann þurfa að
vernda, og þar sem maðurinn
var að upplagi mildur í lund, og
tók létt á yfirsjónum annara,
mun hann hafa aumkast yfir
þessar ólánssömu persónur.
Hann var líka orðinn gamall
maður, En ég held, að hin milda
skapgerð hans hafi hér mestu
um ráðið.
En víst er um það, að séra Jón
hefur notið mikillar virðingar
og trausts hjá háum sem lág-
um, sem marka má af því, að
þrátt fyrir þetta, fékk hann að
halda prestskap og prófasts-
embætti.
Það er sagt, að séra Jón hafi
verið þjóðskáld á latínuskáld-
skap. En ekki er gott að vita
hvað meint er með því. Sá
skáldskapur fyrritíðarmanna
hefur aldrei verið almennings-
eign, til þess skildu hann of fáir.
En sálmar séra Jóns þóttu góðir.
Og sálmur hans „Þér einum
braut ég móti mest“, no. 144 í
sálmabókinni frá 1859, og mikið
var sunginn í mínu ungdæmi,
mun vera einhver sannasti iðr-
unarsálmur, sem til er á ís-
lenzkri tungu.
★
Séra Gísli Ólafsson, sem
prestur varð í Sauðlauksdal eft-
ir séra Jón Ormsson, er fæddur
1777. Faðir hans, Ólafur Ólafs-
son og móðir Guðrún Einars-
dóttir, er sagt að hafi verið
mjög fátæk. En Gísli var ungur
tekinn til fósturs af séra Bene-
dikt Pálssyni presti að Stað á
Reykjanesi, sem kom honum í
Hólaskóla 18 ára gömlum. Gísli
útskrifaðist árið 1800. Hann
varð síðan aðstoðarprestur hjá
fósturföður sínum, séra Bene-
dikt. Og Espolín segir, að á Stað
hafi hann kvænzt konu þeirri, er
Ingveldur hét Magnúsdóttir, og
eignazt með henni einn son,
Ólaf að nafni. En Sighvatur G.
Borgfirðingur dregur þetta í
efa og segist hvergi hafa fund-
ið sannanir fyrir því. 4 ár var
hann aðstoðarprestur hjá séra
Sæmundi Hólm.
Að Sauðlauksdal kom séra
Gísli 1820 með konu sinni Sig-
ríði Magnúsdóttur að nafni og
5 börnum þeirra. Prestur var
hann í Sauðlauksdal 32 ár. Dó
1861, 84 ára að aldri, og hafði þá
alls verið prestur í 59 ár. Hann
eignaðist 16 eða 17 börn.
Sighvatur G. B. lýsir séra
Gísla þannig: „Gáfaður vel og
lipur prédikari, snotur í öllum
prestsverkum, hraustur að afli,
góður skrifari, hagorður og hef-
ur ort tvenna vikusálma. Lítt
stilltur í allri hegðun, þess
vegna ekki vel þokkaður. Blakk-
ur á hörund og ekki fríður sýn-
um. Fjáður vel.“
Það má víst með sanni segja,
að séra Gísli hafi verið fjáður
vel. Og það heyrði ég um hann
sagt, að hann sæti staðinn með
mestu prýði. Eg hef séð skýrslu,
með hans eigin hendi, yfir heim-
anmund þann, er hann lét
fylgja dætrum sínum, þegar
þær giftu sig eða fóru að heim-
an. Hann átti, eins og áður er
sagt, mörg og mannvænleg
börn. Kom hann einum syni
sínum til mennta, en 3 kostaði
hann til iðnnáms erlendis. í
skýrslu þeirri, sem áður er getið,
eru líka tilfærðir peningar þeir,
er hann lét hvern sona sinna fá
til siglingar, og er þetta saman-
lagt æði mikil upphæð.
Sagt er líka, að séra Gísli hafi
verið öflug stoð og styrkur
sveitunga sinna, og hverjum
manni ráðhollari. Fyrir yfir-
gangi og í málaferlum var hann
örugg stoð allra lítilmagna, og
rétti eftir megni hlut þeirra.
Um ósamlyndi og málaferli
hans og séra Sæmundar Hólm,
ganga miklar sögur. En allar
þær, sem ég hef heyrt, eru séra
Gísla i vil. Mál það hið mikla og
illræmda, sem nefnt hefur ver-