Heima er bezt - 01.06.1953, Side 10
170
Heima er bezt
Nr. 6
hann reif sig knálega fram úr
snjósköflunum, enda var hann
svínalinn. En sumarið eftir
(1910) lagði Jónas smiðshöggið
á tamninguna á Skjóna. Varð
það þegar héraðskunnugt, að
hann var afburða gæðingur, sem
átti fáa sína jafningja. Fjörið
var mikið og tilburðir allir hinir
fegurstu, fjaðurmagnið dæma-
laust og ganglagið með slíkum
ágætum, að hvarvetna vakti
undrun og hrifningu þeirra, er
þessu voru kunnugir. Tölt-
gangur var þá næstum óþekkt-
ur norður þar. Því kom öllum
það að óvörum, að sjá þennan
unga og glæsilega fola þjóta
áfram með undrahraða á þess-
um mjúka og tilþrifamikla
gangi. Stóðu margir furðu
lostnir yfir slíkri sjón. Og nú
fannst engum Skjóni vera ljótur
lengur. Sumum fannst jafnvel,
að hann vera glæsilegasti hest-
urinn í héraðinu. Og nú þótti
engum það vera óprýði á hon-
um, að hann var glaseygur. Þeir,
sem lengst gengu í aðdáun sinni
á Skjóna, sögðu jafnvel, að þetta
væri prýði á folanum, enda væri
það nauðsynlegt, að hann væri
á sem flestan hátt ólíkur öðr-
um hestum, svo sem hann stóð
öðrum hestum framar í hví-
vetna. Nú var það ekki sparað
að fala Skjóna af Jónasi. Var
honum oft boðið geypiverð fyrir
folann. En það hafði ekki önnur
áhrif en þau, að Jónas rak upp
einn sinn stóra hlátur, og þar
með var málið útkljáð.
Veturinn 1911 kapp-ól Jónas
Skjóna sinn, og það jafnvel af
enn meiri alúð og natni en nokk-
uru sinni fyrr, og þjálfaði hann
jafnhliða með dæmalausri ná-
kvæmni. Markmið hans var, að
gjöra Skjóna að alhliða snill-
ingi, og það tókst honum full-
komlega.
Vorið 1911 var haldin héraðs-
hátíð mikil í Öxarfirði, á aldar-
afmæli Jóns Sigurðssonar. Þar
var margt til skemmtunar og
meðal annars kappreiðar. Þar
lagði Jónas Skjóna sinn fram í
fyrsta sinni, og er skemmst af
því að segja, að á fyrsta spretti
fór hann fram úr öllum hestun-
um, sem þá voru reyndir. Fékk
Skjóni þá margt lofsyrðið hjá
Framh. d bls. 189.
Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum:
SAUÐBURÐUR
Nýr íslendingur er fæddur. í
grasi gróinni laut liggur lítil
þústa, hráblaut, spriklandi vera,
sem með veikum rómi gjörir
kunnugt sitt fyrsta ákall til
lífsins. Móðirin laugar afkvæmi
sitt hreint með því að sleikja
það með mjúkri tungunni. Hún
leggur snoppuna ástúðlega upp
að vitum vanga þess og kumrar
lágt og innilega. Það er hennar
ástarmál. Ástarorð eru ekki
lögð henni á tungu, en móður-
hjartað slær með líkum hætti í
brjósti málleysingjanna, sem í
mannsbarminum. Ærin elskar
lambið sitt. Þegar það hefir
staðið á fætur og leitar, titrandi
á beinunum, eftir júgri hennar,
þrýstir hún snoppunni að því til
að styðja það — og reynir að
haga stöðu sinni þannig, að því
verði sem allra auðveldast að
ná sér hressingu úr þessu forða-
búri sínu, svo sleikir hún það
enn á ný og horfir á það, sæl
og hrifin. Máske fæðist ánni
annað lamb eftir ofurlitla stund,
og hún auðsýnir því sömu um-
hyggju, því að það eru ekki
nema óartartetur, sem ekki vilja
eiga bæði börnin sín, sem betur
fer eru þær ekki mjög margar,
sem þannig breyta, enda hafa
þær eðlilega lítt af vinsældum
að segja. — Engin ljósmóðir
hefir farið höndum um móður
og barn við þessa fæðingu, en
samt hefur allt gengið að ósk-
um. Blærinn andar umhverfis,
móðurskaut jarðar er mjúk
vagga og heiðlóan og aðrir glað-
ir sumargestir syngja vögguljóð-
in. Náttúran vefur börn sín ást-
arörmum.
Þegar maðurinn kemur á vett-
vang, þegar bóndinn kemur að
vitja kinda sinna, þá getur skeð
að ærin sýni merki um styggð
og vanþóknun vegna ónæðisins,
en oftar stendur hún róleg og
horfir til mannsins háreist og
örugg. Hún þarf engrar afsök-
unar að biðja, nema helzt, ef
hún er einlembd, að hún hafi
skotið sér undan þeirri kvöð að
koma með tvíbura. — Lambið
getur aftur á móti orðið hrætt
við þessa stóru, kynlegu veru.
Það hrekkur upp, titrar, gjörir
tilraun til að flýja og kallar
ákaft og hræðslulega til mömmu
sinnar. En hafi það feng-
ið sér mikið að drekka af megnri
broddmjólkinni, er það oftast
spakt og syfjulegt. Það lætur
manninn taka sig og fara um
sig höndum eftir vild, og þykir
notalegt að hvíla í örmum hans,
þann spöl, sem fara þarf heim
að fjárhúsunum. Ærin eltir
áfjáð og jarmandi og verður
harla fegin, þegar áfangastað
hefur verið náð og maðurinn
hefur sleppt afkvæmi hennar.
Hún kumrar ánægjulega, sleik-
ir það, skoðar það í krók
og kring, eins og til að full-
vissa sig um að ekkert gangi að
því. Sé ærin einlembd, er hún
venjulega látin saman við aðr-
ar ær, sem eins er ástatt um. Og
nú byrjar alvara lífsins fyrir
hinum nýja þegni í ríki sauð-
fjárins. Lambinu bregður illa
við að koma í myrkt húsið úr
birtunni úti, það kann illa við
sig og jarmar í sífellu og við
það bætist svo, að það er barið
og því hrint til og stundum stig-
ið ofan á það. Ærnar, sem fyrir
eru í húsinu, eru frekar og
heimaríkar og ama sinni nýju
stöllu og afkvæmi hennar, eink-
um verður lambið hart úti, þeg-
ar móðir þess hverfur að garð-
anum til að neyta fóðursins, því
að alltaf eru einhverjar af án-
um að færa sig til á garðanum
og flækjast um húsið og skeyta
þá löngum skapi sínu á þeim
lömbum, sem á vegi þeirra verða.
Og eðlilega verður litla, nýborna
lambið fyrir flestum höggunum
og mestum hrakningum. Það
kann ekki að varast slíkt, það
þekkir ekki einu sinni móður
sína í þessari þvögu, það^ er
hrætt og ráðvillt, það jarmar
sárt og titrar af hræðslu og
sársauka, og á leiðar stundir,
nema móðir þess sé svo árvök-
ur í umhyggju sinni, að hún
víki varla frá því. En smám
saman styrkist lambið og vitk-
ast og lærir þá að flýja í skjól