Heima er bezt - 01.06.1953, Page 13
Nr. 6
Heima er bezt
173
GRÁUJÁLKARNIR
ÆSKUMINNING
Engar skepnur eru eins sam-
grónar landi vóru eins og hest-
arnir okkar, þessi fríðu og fót-
fráu dýr. Skal hér sagt frá
tveimur kyndugum náungum úr
þeirra hóp. Gráu jálkarnir voru
þeir nefndir í daglegu tali, en
hétu annars þeim heiðursnöfn-
um Frosti og Grásokki. Þeir voru
risar að vexti. Grásokki sýnu
hærri og sverari, en Frosti lægri
og lengri. Sá var háttur þeira,
að þeir skildu aldrei í haga, voru
hinir mestu höfðingjasinnar og
héldu sig ávallt í hæfilegri fjar-
lægð frá „stóðinu“. Það skeik-
aði ekki, að sæi á annan frammi
í hólum, var hinn ávallt hjá eða
á næstu grösum. Væri um hvíld
að ræða, lágu báðir í senn, og
færi annar að aka sér við stein,
kom hinn lallandi að og gerði hið
sama. Að jafnaði voru þeir
spakir, en væri illt í þeim, tóku
báðir til fótanna í senn, þegar
þeir sáu beizlið.
Aldrei sáust gráu jálkarnir
kljást við aðra hesta. Það gerðu
þeir ávallt sín á mili. Var
spaugilegt að sjá með hve mik-
illi nákvæmni þeir þukluðu með
snoppunni og tönnunum eftir
þeim blettum á skrokknum, þar
sem þá klæjaði mest, og hve
mikil værð og ánægja skein út
úr svipnum meðan þeir voru að
þessu. Kæmi svo fyrir, að folald
eða tryppi nálgaðist þá og hnus-
aði að þeim, meðan á þessu stóð,
létu þeir slíka forvitni ekki á
sig fá, en litu bara illilega út
undan sér, alveg eins og þeir
vildu segja: „Hvað ert þú að
gera hingað? Viltu hypja þig á
brott“. Og litla skinnið, sem bara
hafði komið í forvitnisskyni,
lallaði í burtu og sá sinn kost
vænstan að vera ekki nærri
meðan slíkir höfðingjar voru að
kljást. Það var ekki spaug að
hafa gráu jálkana í taumi, t. d.
í heylest. Þeir lágu svo í, eins og
komizt er að orði á sveitamáli,
að þeir gerðu ýmist að kippa öllu
aftur af hverri skepnu, sem þeir
voru aftan í, eða skekkja allt á
lestinni. Var Grásokki því jafn-
an hafður fyrstur. Man ég vel,
hve sárar litlu hendurnar voru
við að hala þennan sumarstaðna
beljaka áfram með þykkum
reiðingi og tveimur stórum ilm-
andi heyböggum og alla lestina
— átta undir bandi — aftan í
sér. En heim komst lestin samt.
í suðurferðir, þ. e. kaupstaða-
ferðir suður í Reykjavík, þóttu
gráu jálkarnir sjálfsagðir. Báru
þeir jafnan þyngstu baggana,
um tvö hundruð pund, og lögð-
ust aldrei undir klyfjum. En
heldur voru þeir lúpulegir og
ekki beint í ferðaskapi, þegar
lagt var á stað, og því þungir í
tauminn eins og fyrri daginn.
En þegar komið var austur í
Hvolhrepp á heimleið og rekið
var, gat á að líta. Því að þegar æja
átti, og riðið var fyrir fremstu
hestana, tóku þeir bara til fót-
anna og stukku svo léttilega,
sem unglömb væru, með sín
tvö hundruð pund, áfram aust-
ur. Því meir sem þeir nálguðust
Fjöllin, því meir greikkuðu þeir
sporið. Svo mikil var heimþráin.
Þeir þekktu Fjöllin sín. Og aldr-
ei hafa nokkrar skepnur velt sér
rækilegar og hrist sig og skekið
en þeir gerðu eftir svona lang-
ferð. Lágu svo daglangt, sváfu
og hvíldu sig og nenntu varla að
standa upp, þegar komið var að
þeim í haganum. —
Svo var það stundum á haust-
in, þegar fólkið var sezt við
vinnu sína í baðstofunni að
kvöldi, kvenþjóðin við tóvinnu,
en piltarnir t. d. við að raka
gærur, að það heyrðust allt í
einu miklir dynkir úti á þekj-
unni. Og á sömu stundu spratt
varnarlið bæjarins upp og þaut
út með viðeigandi óhljóðum.
Ætlaði þá allt niður að keyra,
því að Kópi og Snati voru harð-
vítugir seppar og gáfu ekki sitt
eftir í viðureigninni. Þarna voru
gráu jálkarnir komnir. Þeir fé-
lagar höfðu sem sagt þann sið
að hafa baðstofuþekjuna fyrir
bithaga, þegar hausta tók, grös-
in að sölna og minna var að bíta
og brenna úti í haganum. En
fyrirhafnarlaust var þetta ekki
fyrir þá. Túnið var girt og urðu
þeir því að vaða yfir austasta
ál Markarfljóts, til þess að kom-
ast inn á það og heim í húsa-
garð og á þekjuna. En þetta
töldu þeir ekki eftir sér, knúnir
af ilmandi heylyktinni heiman
frá bænum og lostætu baðstofu-
þekjugrasinu, sem beið þeirra
heima. Þetta léku þeir allt
haustið og skeyttu hvorki um
lög né rétt eða þær köldu kveðj-
ur, sem þeir fengu. Og þótt
hlegið væri að þeim og þeir
fengju margt óþvegið orð að
heyra fyrir þetta hátterni sitt,
þótti samt öllum vænt um þá.
Þeir báru þyngstu byrðarnar,
þegar á reyndi, og voru því þörf-
ustu þjónarnir á bænum.
Og svo kom veturinn og snjór-
inn huldi sumarlandið fagra.
Þá stóðu gráu jálkarnir við trað-
irnar sínar heima á túninu, veð-
urbarðir og þungbúnir á svip-
inn og biðu þess að fá að koma
inn og í skjól fyrir norðan-næð-
ingnum og skafrenningnum, sem
rauk yfir gaddfreðið landið. Og
mikil var værðin, þegar komið
var að jötunni og byrjað að
maula útheyið, sem sólin og
sumarið hafði gefið og ekkert
kvartað, þótt einstaka rekjur
væru innan um, eins og siður er
hjá útigangshestum. Þarna
stóðu þeir í öðrum enda traðar-
innar, hlið við hlið, og höfðu
sem hesthúsfélaga, í hinum end-
anum, þá Stóra-Rauð, Topp og
Jarp. Var samkomulagið hið