Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Page 15

Heima er bezt - 01.06.1953, Page 15
Nr. 6 Heima er bezt 175 „En sagan er svosem ekki úti enn,“ mælti ræðumaður hóglát- lega, en þó laundrjúgur. „Tveim árum síðar var skotinn gamall vígbjörn austur í Númadal. Og hann var allur snoðinn og kol- sviðinn, eins og sauðarhaus á hausti, framan af grönum og uppfyrir augu, og gaus enn brennisteinsþefur útúr kjaftin- um á honum, meðan líftóra hélzt í honum!“ „Mikil eru ódæmin,“ sögðu karlarnir og urðu síðan orðlaus- ir af undrun. „Já, þið skiljið vonandi af þessu, piltar mínir, að betra er að fara varlega með voðann, — og af fullri kunnáttu! — Og fær- ið ykkur nú undan, meðan ég kveiki í pípunni minni!“ Og nú voru karlarnir ekki tregbeðnir. — En látirðu djöfuldóminn rjúka útí loftið, þá . . . .! — Það er ekki þar fyrir. Mig bítur ekk- ert á, hvorki bölvan né blessun!“ Síðan kveikti hann í pípu sinni, og karlarnir urðu smám saman eins og öruggari, er ekk- ert gerðist. — „Ekki er nú samt lyktin góð,“ sagði einn þeirra og þóttist satt orð sagt hafa. — „Þetta er mesta forláta pípa, sem þú hefir þarna,“ sagði ann- ar til að hefja máls á einhverju hlutlausu og hættuminna. „Já, það geturðu sagt, svona almennt og yfirleitt. — Það er nú pípa í lagi — að gögnum öll- um og gæðum meðtöldum. — Það er að segja, — jú, sko, sjáið þið til: Þetta litla typpi niður úr hausnum. Það er nú furðugrip- ur í lagi, þótt ekki sé það stórt! — En þó er þar greypt inní, und- ir heljarsterku stækkunargleri, forláta mynd af bænum mínum á Sandnesi! — Liggi leið ykkar þar um, ,verðið þið að líta inn til mín. — Gerið þið svo vel! — Það er ekki vandratað þangað. Þið sjáið turninn langar leiðir, og síðan er bara að stefna á hann! — Sko, sjáið þið til. Það er bara að líta í stækkunargler- ið, svo sjáið þið öll herlegheitin greinilega! — Það var sænskur landshornamaður, sem greypti þetta í typpið fyrir mig. Hann var mesti snillingur í höndun- um. — Hann gat allt! — Ég keyvti hann til að gera þetta fyrir mig! — Það hefðu ekki margir gert honum það eftir! Æ, sei-sei, nei. — Sko, það kostaði mig líka fullt sauðarverð. Hvorki meira né minna!“ Hann rétti þeim næsta pípuna. „Sko, svona eigið þið að halda á henni!“ Og nú gekk pípan hönd úr hendi. Hver af öðrum karl- anna glápti stóreygður og undr- andi, skellti á lærið og hrópaði uppyfir sig: __ „Þetta er barasta stórhýsi, maður guðs og lifandi! Alveg eins og stærstu hallirnar inni í Björgvinjarborg! Og svo turninn á því! Og skrautgarður um- hverfis!" „Þú hefir ekki skorið við nögl þér byggingarefnið. Það má nú segja!“ „Þær eru víst fáeinar stofurn- ar og kamesin í húsinu því arna, piltar! Ja, þvílíkt og annað eins!“ — Karlarnir duttu alveg í stafi af skorti á hæfilegum lýs- ingarorðum til að votta hrifni sína og aðdáun. „Já, piltar mínir,“ mælti ræðu- maður með sýnilegu yfirlæti. „Ég skal segja ykkur nokkuð til nauðsynlegrar skýringar. — Ég var hálfgerður skussi í kristin- dóminum í barnaskólanum. En eitt lærði ég samt og kunni: Skrifað stendur einhvers staðar: — í húsi föður míns eru mörg herbergi! Og eftir því fór ég, þegar ég byggði bæinn minn! Og síðan bætti ég Babelsturnin- um ofaná allt saman! — Hann er líka nefndur í kristindómin- um! Og úr honum sé ég útyfir allt flatlendið. Því að þið vitið víst, að ekki eru fjöllin á Jaðri!“ „Ha-a? Ert’ að spyrja um, hvað skrifað sé undir myndinni? Það er eitthvert bölvað krot og krumsprang, sem hann Svensk- arinn páraði þarna Gefið eng- an gaum að því. — Það er kannske nafnið hans — til að stæra sig af verkinu! — Hann átti það til! — Það er bara eitt- hvert bölvað rugl úr honum, Svenskaranum, segi ég!“ „Jæja. — Þið eruð allir vel- komnir, þegar ykkur hentar! Ég get vel hýst ykkur alla saman — og þótt fleiri væru! -— Komið þið bara allir í einu! — Bara að ég verði þá heima. — Ég hefi semsé i mörg horn að líta, eins og ykkur mun hafa skilizt! — En velkomnir skuluð þið vera. — Þið sjáið turninn langt að, svo að ekki er hætt við að þið vill- ist!“ -------- Þegar undrun karlanna tók að réna, bað ég líka um að fá að líta á furðugripinn. Pípur af þessu tægi voru víða til, þótt ekki væru þær á almannafæri. Voru margvíslegar myndir í typpinu, stundum af merkum mönnum, en tíðast þó myndir af erlendum stórhýsum, frægum höllum og því um líku. Ég fékk góðfúslega að dást að djásninu. Myndin var skýr og góð. Og undir henni var skráð með skrautletri: Palais Royal, París.*) „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálíur” Karl einn reri eitt sinn til fiskjar í óvenjulegu aflaleysi. Var setzt við að dorga, en ekkert fékkst, og voru menn orðnir lat- ir við starfið. Líkaði karli þetta illa, en fékkst þó ekki um. Þá gerðist það, að hann missté sig í bátnum og stakkst fyrir borð með færið í hendinni. Honum skaut brátt upp aftur og var þegar dreginn upp í bátinn. Hann lét vera sitt fyrsta verk eftir hrakninginn, að kippa í færið, en því hafði hann aldrei sleppt. Tók hann nú að draga og kippti fljótlega lúðu inn í bát- inn. Leit hann þá til vinnu- manna sinna og sagði: „Þetta gefur guð þeim, sem bera sig eftir því.“ -o- í húsvitjun Presturinn: „Getur þú, Jónas litli, sagt mér, hvað Kain gerði við Abel bróður sinn?“ Jónas: „Hann sveik hann.“ Presturinn: „Nei, það er ekki nóg. Veizt þú það, Pétur?“ Pétur: „Kain drap Abel.“ Presturinn: „Það var ágætt.“ *) Palais Royal, áður Palais Cardinal, er gömul miðalda-höll í París. — Höf.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.