Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 17
Nr. 6
Heima er bezt
177
Krummi skipar veglegan sess i þjóðsögum og œvintýrum.
háma í sig hvalinn, og lagði það
á hann, í hefndarskyni fyrir
svikin, að hann skyldi aldrei upp
frá því koma á hvalfjöru. Er
sagt, að það hafi orðið að á-
hrínsorðum. Líklega hafa þessi'
svik krumma stafað af því, að
hann hefur ekki þótzt of haldinn
af vistinni í örkinni hjá Nóa og
fundizt kominn tími til að seðja
hungrið. Þá er sagt frá því í
biblíunni, að hrafnsungarnir
hrópi til guðs um fæðu, þegar
hungrið sverfur að, og hann
„gefur hrafnsungunum, þegar
þeir kalla.“ Hrafnar færðu spá-
manninum Elía, meðan hann
dvaldizt við lækinn Krít, brauð
og kjöt, kvölds og morgna, eftir
boði drottins. Hrafninn var
þannig í þjónustu skaparans og
trúnaðarfugl hans samkvæmt
skoðun ísraelsmanna, á svipað-
an hátt og hjá Óðni í trúarbrögð-
um Norðurlandabúa í fornöld.
Enda virðist hrafninn vera hafð-
ur í miklum metum hjá flestum
þj óðum.
í þjóðsögum og ævintýrum
skipar krummi jafnan virðuleg-
an sess. Hann er látinn koma þar
fram sem vitsmuna fugl og
bjargvættur þeirra, sem bágt
eiga og til hans leita. Refurinn
einn er látinn vera honum jafn-
snjall í ráðkænsku og slægvizku.
Eins og hrafninn hefur það til
að launa mönnum vel fyrir það,
sem þeir gera honum gott, hefn-
ir hann líka miskunnarlaust fyr-
ir allar mótgerðir.
Hrafninum er oft fundið það
til foráttu, að hann höggvi aug-
un úr skepnum, sem hann finn-
ur dauðar, eða dauðvona, úti á
víðavangi. Víst er um það, að
krumma þykir augun úr sauð-
kindum og öðrum dýrum mesta
sælgæti. Og það er hið fyrsta,
sem hann smakkar á, þegar
hann er hungraður og finnur
dauða kind, eða með litlu lífs-
marki. Menn skyldu þó ekki
hallmæla krumma svo mjög fyr-
ir þetta. Þeir ættu fyrst að var-
ast að sýna skynlausum skepn-
um ennþá meiri grimmd og ó-
mannúðlega meðferð. Getur ver-
ið, að óvild til krumma stafi af
því, að hann með þessu fram-
ferði sínu komi upp um menn,
sem vilja leyna hordauða á
skepnum sínum. Þegar harðindi
eru mikil á vorin og krummi á
erfitt með að finna sér björg,
er sagt að hann eti sín eigin egg.
Enga sönnun er þó hægt að færa
fyrir þessu, og mun því skrökv-
að upp á krumma honum til ó-
hróðurs. En hér þarf ekki að
kast þungum steini að krumma,
þótt svo væri. Dæmi eru til, að
uppáhalds húskettir éta kettl-
inga sína, þótt ekki sé hungri
um að kenna. Sumir villumenn
eru líka mannætur og íslend-
ingar báru einu sinni út börn
sín.
Það er sagt að það sé venja,
að hrafnar haldi þing haust og
vor, hin svokölluðu hrafnaþing.
Menn hafa stundum séð haust-
þingin. Er þá talið, að hrafnarn-
ir séu að jafna sér niður á bæ-
ina, tveir og tveir á hvern, karl-
hrafn og kvenhrafn. Annars
virðist á þinginu, sem fari fram
nokkurs konar hjónavígsla, þar
sem hinir eldri gefa saman börn
sín. Ef einhver hrafn verður
stakur í þinglokin og vantar
maka, leggjast hinir allir á hann
og hætta ekki fyrr en þeir hafa
stútað honum. Sumir halda, að
fjölsótt hrafnaþing á haustin
boði harðan vetur. Má vel vera
að svo sé, því að hrafnar munu
vita lengra fram í tímann en
margur hyggur. Þess er getið í
gömlum skræðum, að haustið
1632 söfnuðust 300 hrafnar sam-
an á einn stað og þinguðu þar 1
tvo daga og dreifðu sér síðan.
Þriðja daginn settust nokkrir
hrafnar í hring, en aðrir hopp-
uðu fram og aftur á meðan, tveir
og tveir saman. Þessi ráðstefna
stóð til kl. 6 um kvöldið. Þá
söfnuðust hrafnarnir aftur allir
í hóp, réðust á tvo hrafna og
rifu annan í sundur, en í því kom
örn og tók hinn og flaug með
hann burtu; settist hann svo á
stein. Þá bar þar að mann með
byssu. Hann skaut örninn. Þá
flugu allir hrafnarnir burtu og
sáust ekki þarna framar. Vet-
urinn eftir var aftaka harður og
með afbrigðum snjóamikill. Féll
þá fénaður manna unnvörpum
um land allt. Á Suðurlandi er
t. d. sagt að hafi fallið um 1200
nautgripir og í einni sveit undir
Eyjafjöllum rúmlega 150 hestar.
Nafnkunnur þýzkur prófessor,
W. Gerlach, í Túbinger háskól-
anum, var eitt sinn sjónarvottur
að merkilegu hrafnaþingi. Hann
lýsti því í bréfi til vísindafélags
í Berlín á þessa leið: Hrafnarn-
ir komu saman 2. marz 1927 í 4
trjám fyrir utan gluggann á
efnarannsóknarstofunni, um kl.
6 að morgni. Fuglarnir voru oft
áður vanir að sitj a þarna í trj án-
um. f þetta sinn voru þeir þög-
ulir. Einn fuglinn hagaði sér eins