Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Side 19

Heima er bezt - 01.06.1953, Side 19
Nr. 6 Heima er bezt 179 hvað um væri að vera. Og er þeir komu þangað fundu þeir hryssu, sem hann átti, lagsta afvelta milli þúfna. Var þetta lagt svo út, að hrafnarnir hefðu verið að segja frá óförum hryss- unnar, sem var alveg óskemmd, þegar hún fannst. Engin ástæða er að rengja þessa sögu, frá svo áreiðanlegum og merkum manni. Hún sýnir vel hugarþel hjónanna á Miklabæ til hrafn- anna og aftur á móti endur- gjald þeirra fyrir veittar vel- gjörðir. Fyr á tímum virðast menn hafa veitt siðum og venjum hrafna miklu meiri athygli en gerist nú á dögum. Það gafst betra tækifæri til að athuga lifnaðarhætti og atferli þeirra en flestra annarra fugla, af því að þeir voru nokkurskonar heimagangar við bæina allan ársins hring, og höfðu oft mikið saman við fólkið að sælda. Ým- isfkonar látæði og hátterni hrafna tóku menn sem fyrir- boða ýmsra atburða, sem síðar ættu að koma fram. Við þetta myndaðist einskonar spásagna- kerfi, blandað ýmsum hindur- vitnum og hjátrú. Menn gerðu þannig hrafninn að spásagna- fugli, sem sagði fyrir óorðna hluti, með látæði, flugi og gargi, er lesið var úr eins og nokkurs- konar dulrúnum. Kom þeim fátt á óvart, sem kunnu glögg skil á að ráða þær. En allar voru þær látnar bera vott um hygg- indi og vizku hrafnsins. Ills viti þykir það, ef heyrist í krumma um nætur. Er hann þá kallaður nátthrafn. Þegar hrafn krunkar áfergjulega á vorin í leysingum, er sagt að hann sé að segja til, þar sem skepnur frá bæ, sem hann hef- ur dvalið hjá yfir veturinn, hafa farið sér að voða, og sé að launa með því veturvistina. Því var al- mennt trúað fyr á tímum, að krummi vissi fyrir feigð manna. Var þá tekið mark á, hvar krummi var staddur og hvernig hann hagaði sér. Skulu hér færð til nokkur dæmi. 1. Ef hrafnar fljúga í kross yfir kirkju, þá er einhver feigur í sveitinni. 2. Ef hrafn situr á þekju yfir sjúkum manni og krunkar mjög, eða heggur í þekjuna, þá er hinn sjúki maður feigur. 3. Ef hrafn sezt á kirkjubust- ina eða dyrabranúana, og snýr stélinu að manni og ypptir fjöðr- unum og vængjunum öfuglega, krunkar og teygir sig hræðilega og brettir nefið, segir hann fyr- ir dauða nafnkenndra manna í þeirri átt, sem hann snýr nef- inu. Að þessu lýtur vísan: Situr hrafn á hárri stöng, höldar mark á taki. Eigi verður þeim æfin löng, sem undir býr því þaki. 4. Ef einn eða fleiri hrafnar fljúga ofan fyrir bæj arstéttina og setjast ýmist á bæjarhaug- inn, eða dyrabrandana og krunka lágt. Þeir boða þeim, sem á þá horfa, dauða almúga- manns eða kunnugra. 5. Ef hrafn krunkar á glugga, segir hann fyrir skyldmenna dauða þeirra, sem í húsinu sitja, eða nágranna þeirra. 6. Ef hrafn hoppar hingað og þangað uppi á húsum, haltrar við fót, skiptir um í sér hljóð- unum og krunkar upp í loftið, beygir hálsinn og höfuðið, hrist- ir vængina og yppir fiðrinu, boðar hann að menn séu staddir í sjávarháska eða vatnsháska. 7. Ef margir hrafnar fljúga saman, hver á eftir öðrum, með ýmislegum látum, þá eru þeir að tala um' manndauða sín á milli, í þeirri átt, sem þeir snúa sér, þegar þeir setjast niður. 8. Ef hrafn flýgur hátt í lofti, yfir hús,vegieðauppiyfir manni, krunkar hátt og blaktir vængj- unum, boðar hann manndauða í þeirri átt, sem hann krunkar. 9. í fornöld þótti það góðs viti og sigur í vændum, ef hrafn flaug undan mönnum, eða jafn- hliða þeim, er farið var til bar- daga eða víga. En hins vegar ills viti, ef hann flaug á móti manni. Svo er enn í dag, að menn gera sér vonir um góð erindislok, ef krummi er þeim samferða á aðra bæi, eða eitthvað annað. Veðráttu og tíðarfar mörkuðu menn á því, hvernig hrafnar höguðu sér. Þegar hrafnar safn- ast og fljúga saman í lofti, berj- andi hver annan með vængjum, þá vita þeir á úrfelli nálægt. En ef þeir leika sér í lofti, með litlu og léttu krunki, merkir það gott veður. Sumir menn voru gæddir þeirri gáfu að skilja hrafna, að því er trúað var, og kunnu mál þeirra. Sennilega hefur gáfa þessi verið kcmin frá Óðni, að sínu leyti eins og skáldskapargáfan, því að ekki var honum skotaskuld úr að skilja mál hrafna sinna, Hugins og Munins. Fróðir menn þóttust samt geta fundið ráð til þess að skilja krumma krunkið og var það á þessa leið: Maður skyldi kryfja lifandi hrafn og taka úr honum hjartað, og geti hann flogið eða færzt þar á eftir um tvö spor, getur sá skilið hrafna mál, sem hjartað hefur, en ann- ars ekki. Hrafnshjartað á mað- ur að hafa undir tungurótum sér á meðan hann vill fræðast af hröfnum, en geyma það þess á milli í keri, sem ekkert hefur komið í. Þó virðist ekki ætíð hafa þurft að fara eftir þessum kreddum. Heldur hafi meðfædd gáfa manna verið nægileg. Sagt er, að Sveinn spaki bisk- up í Skálholti (1466—1476) hafi kunnað hrafnamál, og að hann hafi haft mök við illa og góða anda í hrafnslíki. Þorleifur Skaftason prestur var sagður að hafa skilið mál hrafna og ritað leiðarvísi um, hvernig taka mætti mark á flugi þeirra. Gáfumenn, sem voru betur að sér í ýmsum fræðum en almenn- ingur, voru jafnan álitnir göldr- óttir; var því eðlilegt, að fólk tryði því, að þeir hefðu ráð til þess að skilja hrafna og tála við þá, ef svo bar undir. Voru það venjulega prestar, sem hér áttu hlut að máli. Þeir voru lærðir menn og betur að sér en allur fjöldinn af fólki. Ekki var krummi heldur látinn vera í vandræðum að skilja mannamál, þó að ólærður væri. í kirkju nokkurri hagaði svo til, að gluggi var á þekju yfir predikunarstól. Eitt sinn, er prestur var kominn upp í stólinn og byrjaður á ræðunni, settist hrafn við gluggann og krunkaði í sífellu, þangað til presti fer að leiðast og lítur út í gluggann og segir: „Jett’ ann.“ Um leið og prestur sleppti orðin hvarf krummi. Seinna um daginn fannst dauður sauður, sem prestur átti, og sat krummi þar og var að gæða sér á honum. Þóttust menn þá vita, að krummi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.