Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 22
182
Heima er bezt
Nr. 6
Friðjón Stefánsson:
Loðmundarfjörður
Norðan við Seyðisfjörð gengur stuttur fjörð-
ur inn í landið, sem heitir Loðmundarfjörður,
og ber sveitin umhverfis hann sama nafn.
Þetta er undrafögur sveit, og það svo mjög, að
ekki mun þeim úr minni líða, sem hana hafa
augum litið um lengri eða skemmri tíma. Inn
af fjarðarbotninum gengur láglendi nokkuð,
nánast allbreiður dalur og fer mjókkandi inn
að hálendinu, sem rís upp á milli Loðmundar-
fjarðarsveitar og Fljótsdalshéraðs. Sunnan
fjarðarins er nær eingöngu brattlendi, en
norðan megin er undirlendi nokkurt. Sveit
þessi er grösug mjög og land kjarngott fyrir
búpening.
Eigi alls fyrir löngu voru 10 bæir í byggð í
Loðmundarfjarðarhreppi. Nú er
aðeins búið á 5, og mun Loð-
mundarfjarðarhreppur vera fá-
mennasti hreppur landsins.
Það sem háir þessari fögru og
annars búsældarlegu sveit er
samgönguleysið og hafnleysið.
Fjörðurinn, svo stuttur sem
hann er, liggur opinn fyrir öld-
um Atlantshafsins og afdrep
engin teljandi. Ehda er algengt,
að þarna sé vikum saman ekki
lendandi, sökum brims.
Loðmfirðingar hafa lengst af
haft aðalviðskipti sín við Seyðis-
fjörð. Heitir Hiálmardalsheiði
leið sú, sem jafnan er farin yfir
fjallgarðinn milli fjarðanna, og
er fjögra til fimm tíma gangur.
Annars munu aðdrættir á
og margt annað. Þetta em heil
ósköp. Það er lifandi og( hugs-
andi þjóð, sem kemur þessu í
verk og ógrynni annarra menn-
ingarstarfa, auk stritsins fyrir
lífi sínu. Þessi verk eru vitan-
lega firna misjöfn að gæðum,
sum ómerkileg, önnur snilldar-
leg og svo allt þar á mili. En allt
þetta hélt sálarlífinu í þjóðinni
um langar óaldir kúgunar og
fátæktar. Það væri saga til
næstu kynslóðar og næsta lands
ef við kynnum ekki að meta
þenna arf. Við eigum að virða
þessa menningu og haga nútíð-
armenntum okkar í samræmi
við það bezta af því eldra —
eftir listarinnar reglum.
Sveinbjörn Benteinsson
Draghálsi.
þungavöru yfirleitt hafa verið
gerðir sjóleiðis. En volksamt hef-
ur oft verið í slíkum aðdráttar-
ferðum.
Hlunnindi eru nokkur tilheyr-
andi þeim tveimur bæjum, sem
standa fyrir botni fjarðarins,
sem sé æðarvarp og nokkur reki.
Þá er og lítils háttar silungsveiði
í á þeirri, sem rennur fram sveit-
ina og fellur í botn fjarðarins.
Hins vegar hefur fiskisæld aldrei
verið mikil í firðinum sjálfum.
Bendir og til þess vísa eftir Pál
Ólafsson skáld, en hann bjó um
skeið á Nesi í Loðmundarfirði og
samdi ekki nema miðlungi vel
við suma sveitunga sína. Vísan
er svona:
Það er enga þorska að fá
í þessum firði.
Þurru landi eru þeir á
og einskis virði.
Vil ég nú til þess að gefa lítið
eitt gleggri lýsingu á þessari fá-
mennu sveit, geta hvers býlis
hennar með nokkrum orðum.
Sunnan megin fjarðarins er
nú ænginn bær í byggð. Þar var
einu sinni býlið Hjálmarsströnd,
en fór í eyði fyrir síðustu alda-
mót. Sævarendi heitir bærinn
fyrir botni fjarðarins sunnan-
verðum. Þar er nú nýlegt stein-
steypt íbúðarhús. Er þetta talin
góð bújörð, enda tilheyra henni
hlunnindi eins og áður er á
minnst. Upp frá Sævarenda ligg-
Frá Loðmundarfirði.
ur leiðin yfir Hjálmardalsheiði
til Seyðisfjarðar. Talsvert innar
í sveitinni, sunnan árinnar, stóð
bærinn Árnastaðir, sem nú er I
eyði. Innsti bærinn og norðan
árinnar er Bárðarstaðir. Hann
fór í eyði fyrir þremur til fjór-
um árjrm. íbúðarhúsið, sem er
allreisulegt- timburhús, stendur
þó enn. Bárðarstaðir er góð hey-
skaparjörð eins og raunar flest-
ar hinar jarðir sveitarinnar.
Þaðan liggur leiðin yfir Tó, en
svo nefnist fjallvegur, sem oft er
farinn milli Loðmundarfjarðar
og Héraðs. Næsti bær utan við
Bárðarstaði er Úlfsstaðir og er
hann enn í byggð. Þar er svo sem
á Sævarenda nýtt steinsteypt í-
búðarhús. Þar næst kemur
kirkjustaðurinn, Klippstaður. —
Þar var og lengi vel prestssetur
og Loðmundarfjarðarsveit ásamt
Húsavík (það er lítil vík norðan
við Loðmundarfjörð) sérstök
kirkjusókn. Mun þá Húsavík, en
þar er kirkja, og lengst af verið
þar tveir eða þrír bæir í byggð,
verið annexía undir Klippstað.
Á kaþólskum tíma voru bænahús
fleira en eitt í sókninni, og er þá
búsettur á Klippstað djákni, auk
prestsins. Bendir það til þess, að
á þeim tíma hafi trúarlíf eigi
verið alllítið í þessari fámennu
sveit. Á ofanverðri síðustu öld
var hins vegar Loðmundarfjarð-
arkirkjusókn gerð að annexíu
undir Dvergastein í Seyðisfirði.
Síðasti prestur sem sat á Klipp-
stað, var séra Finnur Jónsson,