Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 24
184
Heíma er bezt
Nr. 6
VISNAÞATTUR
Ur vísnasafni Sigurðar Jónssonar frá Haukagili
Vorvísur.
Vonin fumar að því ein
á sem lumir sálin,
að opnist brum á ungri grein
eftir sumarmálin.
Fanna dróma hjaðni hjóm
hlíðarblómin fæðist,
vorsins hljómar auki óm,
allt í ljóma klæðist.
Hugann mikið þyngir þá
þokuryk og vafi
vor ef hikar vetri frá
viðsjár blika í hafi.
Koma þrestir, langþreytt lið
lágum sezt hjá meiðum,
heillagestir hafa bið
hér á vesturleiðum.
Fögur veitir fyrirheit
fljótt mun breyting verða.
Gæsasveit í landaleit
lúður þeytir ferða.
Fuglinn bjó við fagran skóg,
flýgur þó að vanda
út að snjó í yztu kró
Eskimóa stranda.
Fim þar syndir háloftshind,
hefir vind um kinnar,
brimar yndis unn um tind
oddamyndar sinnar.
Skýja-hranna skrifað. blað
skýrir sanninn betri
þeim sem kann að kveða að
klósiganna letri.
Norðri sáttur læðist lágt
leiks af þátta sviði,
sunnanáttin setur hátt
sína máttarviði.
Frosta völdin felld i grunn
fegin öld má skoða
sumartjöld frá árdags unn
út að kvöldsins roða
Stikar klaka storkuspor
strauma vakið gaman,
fuglar kvaka von og vor,
vögnum aka saman.
Söngva hvatning fuglar fá
(fannir sjatna á heiðum),
hafa natnar njósnir á
norður vatna leiðum.
Hugann þindur hljómsins Iind,
hátt við tindinn flýgur
svana yndis engilmynd,
upp í vindinn stígui.
Fram á hreiðurhólmann þinn
hugann seiðir þráin,
frjálsar leiðir fuglinn minn
fljúgðu heiðan bláinn.
Heklubáls við storku stáls
stýrðu frjálsum önnum,
sveigðu hálsinn svana máls
silungs-áls á hrönnum.
Lífsins kliður eykur önn
elfar nið og flauminn.
Jökulsskriðu hnígur hrönn
hægt í iðustrauminn.
Veizlur standa vors í lund,
vonir andann draga
Atlanz handan yfir sund
allra stranda Braga.
Ströndum skóga fangin frá
flýgur ióa af hafi
þegar móinn örlar á
upp úr snjóa kafi.
Kveður gaukur ösp og eik
út við laukavelli,
til að auka ástaleik
undir haukafelli.
Hungursveltu hjaðna ský,
hjörð úr meltu dalsins
gróður eltir grænan í
grasakeltu fjallsins.
Vakið frjó í 'röðul ró
réttir mjóa fingur,
vori þó er um og ó
unz að spóinn syngur.
Hljómar gjalla hafs og lands,
hverfur allur vafi
þegar bjallan hringir hans
hretin falla í stafi.
Söngva prýði fjarru frá
frónskar hlíðar draga,
vetrar kvíðann andai á
unun blíðudaga.
Hlákan flytur þýðan þyt,
þánar fit og veita,
yfir titrar týbrárglit
töfra litum sveita.
Konan svitnar klaka falds,
kinnin hitnar mjúka,
tuskur slitnar vetrarvalds
veðurbitnar fjúka.
Vaka kvæði blika blöð
bjarma hæða ljósum.
Taka flæðibakkar böð,
barma klæða rósum.
Dagsins blíðu daggar skúr
dofnar þýðir rætur.
Vetrar hýði allir úr
ormar skríða á fætur.
Þá sem fanga þjakar lás,
þreyta langar stundir,
leyfð er ganga burt af bás,
bjartar anga grundir.
Nægta fóðurs gróa grös,
glansa rjóðar kinnar.
Kjarna flóði fyllir glös
fóstra þjóðarinnar.
Beita sundi brims frá strönd,
bröttum dunda í giljum,
ástum bundin bliki og önd,
bleikjan undir hyljum.
Rjúpan neitar Ijósum lit
líkt og beitar tóin,
hauksins þreytir veiðivit
villuleit um móinn.
Hjörðin valin unir yl
ofar dala flæði,
þar sem smalinn telgir til
tímadvalar kvæði.
Lambið fráa kemst á kreik,
kiðin smáu bröita
full af þrá í frjálsum leik
folöld hjá þar tölta.
Yfir stokka, steina, dý,
starar dokk og meiða
allra lokka litum í
lötra, brokka, skeiða.
Þorna tár um barna brár,
bjartar spár þau dreyma.
Þulur hár og húðarklár
heltisárum gleyma.
Sólargangan hækkar hring,
hljómar fanga dalsins.
Vorsins angar umbreyting
undir vanga fjallsins.
Vökvatær á vogum hlær,
vetrar snærinn flúni.
Fjólu hrærir friðar blær.
Fífill grær í túni.
Flest er kátt um lög og láð
leiðir sátta runnar,
mýkstu háttum hefur náð
harpa náttúrunnar.