Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 26
186
Heima er bezt
Nr. 6
og talað við þennan djöful. Ef hinir hefðu ekki
verið skynsamari og skilið okkur, þá------.
Fógetinn kom litlu seinna og svo urðu yfirheyrsl-
ur. Það var hlutur út af fyrir sig, að ég hafði b a r i ð
bóndasoninn til óbóta, en hitt var lakara, að ég
var uppreisnarmaður, sögðu þeir. Það
þurfti ekki mikið út af að bera til þess að hús-
mennirnir vörpuðu af sér okinu, og við það voru
stórbændurnir hræddastir. — Og svo hlaut ég refs-
ingu — fangelsi. En þeir þekktu mig ekki rétt, þeg-
ar þeir létu sér detta í hug, að ég léti loka mig inni.
Ég brauzt út úr fangelsinu fyrir þremur vikum.
Hann hvíldi höfuðið á krepptum hnefunum og
starði fram undan sér eins og áður. Þarna sat hann
lengi og hugsaði. Það snarkaði og neistaði á arn-
inum og næturvindurinn hvein í reykháfnum. Hann
hrökk upp við að Ingibjörg grét með sárum ekka.
Hann sneri sér við, forviða. Þarna var hún blátt
áfram farin að gráta! Hún gat ekki komið orði
upp. Það var engu líkara, en að gráturinn hefði
verið innibyrgður í huga hennar og brytist nú allt
í einu fram. Hann rétti fram höndina, eins og til
að strjúka henni yfir hárið, en dró hana strax
að sér aftur. Og hann myndaði sig til að rísa upp
af stólnum, en sat þó eins og áður.
— Ég — ég hefði víst líka átt að kasta mér í foss-
inn! stundi hún. Ég er svo hrædd við þvaðrið í sveit-
inni. Og nú fékk hún nýja gráthviðu. Hún gerði
allt til að bæla grátinn niður, en árangurslaust.
Loks stóð hún upp. Stóð eins og ráðalaus, og vissi
ekki hvað hún átti að segja. Hann klappaði henni
á öxlina. — Ég vissi ekki, að svona var ástatt fyrir
þ é r, sagði hann lágt. Skömmu síðar bauð hann
góða nótt og hvarf út í myrkrið.
VI.
Næsta dag var hún komin á fætur í dögun og
hóf þegar starfið. Rjómakyrnan var fleytifull, og
á sunnudaginn komu þeir víst frá bænum til þess
að sækja smjörið. Hún varð að fara að strokka. Og
búa til osta, ásamt mörgu, mörgu fleiru. Skepn-
urnar kröfðust líka umsjár. Og svo var barnið!
Blessaður litli drengurinn! Hún sat oft og talaði
við hann, í stað þess að gera skyldustörf sín. Og
stóru augun hans störðu á hana frá koddanum.
Það var líkast því, sem hann væri að undrast yfir
útliti mömmu sinnar.
Hún var einmitt að mjólka Línrós, þegar skugga
brá fyrir dyrnar. — Fólk á ferð . flaug henni í hug,
og hún varð hrædd. Barnið! sagði hún í örvæntingu.
En það var bara flóttamaðurinn, sem stóð í dyr-
unum. — Þú ert snemma á ferli! sagði hann.
Hún sagði eins og var, að hún byggist við heim-
sókn á sunnudaginn og yrði að hafa lokið störf-
unum áður.
— Það er maður að kalla á þig þarna inni, sagði
hann. Þ ú verður að taka hann að þér, en é g skal
gera hið nauðsynlegasta utan húss.
--------Þannig leið dagurinn. Og þannig liðu
aðrir dagar. Þennan sunnudag kom enginn. Þá var
hún frjáls til næsta sunnudags. Þeir voru sjálfsagt
önnum kafnir við sláttinn í sveitinni, og enginn
tími til selfara. Jæja, það var þá vikufrestur. En
hinn sunnudaginn hlaut það að gerast. Þá myndi
Haugsbóndinn líta inn í selstofuna. Barnið liggur
í rúminu. Hann stendur á miðju gólfi, orðlaus.
Snýr sér að henni. Lítur á hana með sínum hvössu
heimatrúboðsaugum. Og segir sennilega eitthvað
á þá leið, að þegar starfinu í selinu sé lokið, sé
henni sagt upp. Svo getur þú tekið hórkrakkann
þinn og horfið frá mér, segir hann. Taktu skömm-
ina með þér úr mínum húsum — hóra!
Hún var dauðans hrædd við Haugsbóndann. Á
hverju augnabliki þótti henni, sem hún heyrði
vagnaskrölt niðri á veginum. Þá hljóp hún út að
fjóshorninu og horfði niður á veginn. En það var
aðeins ímyndun. Það var enginn á veginum.
Flóttamaðurinn hafði ekki látið sjá sig t nokkra
daga. Ætlun hans var, að fara yfir háfjöllin til
námanna í Reyrási. Ef til vill gæti hann fengið
vinnu þar. Það var ómögulegt að freista tilverunn-
ar í eyðimörk fjallanna til lengdar. Hún gat því
ekki talað við hann. Og nú var hún ennþá meira
einmana. Dagarnir liðu og angistin óx í brjósti
hennar því nær sem leið að sunnudeginum.
Hún var fyrr á fótum sunnudagsmorguninn en
venjulega. Hún kvaldist af angist á meðan hún
vann morgunverkin. Barnið var sofandi. Nú hlaut
það að verða, nú skeði það!-------
En þegar vagnhjólin gáfu til kynna með skrölti
sínu, að húsbóndi hennar væri á leiðinni, var eins
og eitthvað brysti innan í henni. Nei, nei, hún var
ekki nærri nógu sterk ennþá, gat ekki upplifað
þessa stund! Að minnsta kosti ekki núna. Ó, bara
að hún gæti fengið viku frest! Þannig hömuðust
hugsanirnar í sál hennar, meðan Haugsbóndinn
nálgaðist selið. Hann var dómurinn, sem var á leið-
inni til hennar.
Og allt í einu lét hún undan þeirri hugsun, sem
greip hana. Hún hljóp inn, reif drenginn upp úr
rúminu, tók teppi og vafði utan um hann og hljóp
eins og fætur toguðu upp í kjarrbeltið. Hún lagði
barnið í laut og flýtti sér tilbaka. Næst var að
fela blæjurnar, sem héngu til þerris, og í sama bili
og hún stakk þeim undir sængina, ók húsbóndinn
inn á hlaðið.
— í þetta skipti heppnaðist það! Guði almátt-
ugum sé lof! — Hún stóð úti við hliðið, þegar
hann fór. Henni var óvenjulega létt í skapi.
— Ég kem aftur á sunnudaginn, kallaði bónd-
inn um öxl sér.
Hún tók ekki eftir því. Næsta sunnudag! Hún
þekkti ekkert, sem var eins langt burtu og næsti
sunnudagur. í þetta sinn heppnaðist það! Þetta
sinn.-----Orðin þrengdu sér inn á hana, þegar
hún hljóp til barnsins. í þetta sinn! En í næsta