Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 27
Nr. 6
Heima er bezt
187
skipti? Nú var henni ljóst, að það hlyti einnig að
heppnast næsta sunnudag. Og ætíð. Hún myndi
aldrei fá svo mikinn kjark, að hún gæti staðið
frammi fyrir fólkinu með barnið á handleggnum.
En hvernig færi seinna? Nei. Það var svo langt
þangað til, svo óralangt. Hún gat ekki hugsað svo
langt.
Drengurinn svaf, til allrar hamingju.
Dag nokkurn í vikunni kom strokufanginn aftur.
Hann var orðfár. Fógetarnir í sveitunum í kring
höfðu fengið tilkynningu um hann, og létu lesa
hana upp í kirkjunum. Það var taréfið frá bæjar-
fógetanum í Þrándheimi, þess efnis, að húsmanns-
sonurinn Jens Pjetur Nytaraat frá Strindi, er hafði
flúið úr fangelsinu 3. júní 1806, væri lýstur óalandi
og óferjandi. Hugsazt gæti, að fanginn hefði í æði
kastað sér niður í Svartadjúp einhversstaðar uppi
í Búdalsfjöllum, en ef hann hefði bjargað lífinu á
einn eða annan hátt, var það skylda allra að til-
kynna yfirvöldunum, ef menn yrðu hans varir. Síð-
an fylgdi lýsing á ytra útliti hans, svo að bænd-
urnir þekktu hann, ef þeir rækjust á hann.
Gamall rjúpnaveiðimaður í Reyrásfjöllunum
hafði sagt honum þetta, en sá gamli hafði ekki
séð lýsinguna.
— En ef þú reyndir að komast yfir til Svíþjóð-
ar? sagði Ingibjörg.
Hann hristi höfuðið. Það voru ætíð einhverjir,
sem spurðu um skilríki, og ef honum tækist ekki
að sanna heiðarleik sinn, myndi hann verða hand-
tekinn, þar til Svíar fengju upplýsingar frá Nor-
egi. Og það var ekki betra.
Nei, allt var læst og lokað fyrir honum. Fólk um
endilangan Gauldal og Búdal hafði fengið lýsing-
una á honum. Sömuleiðis í Kvikne og Sóknadal.
— Hvernig fer fyrir þér í vetur? spurði hún.
Hann yppti öxlum. Já, hvernig færi það?
— Þú hlýtur að svelta í hel í fjöllunum.
Já, það gæti verið. En á meðan hann ætti byssu
og púður var það óþarft. En raunar var púðrið og
kúlurnar af skornum skammti.
Henni kom í hug, að bjarnarveiðimennirnir höfðu
skilið eitthvað eftir í fyrra eftir veiðina. Hún hafði
ekki hugsað út í það þá, bara lagt hlutina í öskju
inni í búrinu. Nú sótti hún öskjuna. í kopardósinni
var púður, nokkrar blýplötur og steypusleif. — Ein-
mitt það, sem ég þarf mest á að halda, sagði hann
glaðlega. Þetta var sannarlega heppni.
— En þú getur ekki lifað af púðri og talýi, sagði
hún.
— O, það er allt í lagi með það, sagði hann. Hann
skoðaði hlutina í dósinni gaumgæfilega og strauk
rykið af steypisleifinni.
— Ef þú getur komizt inn í selið, þegar við erum
flutt, gæti hugsazt að þú fyndir sitt af hverju und-
ir rúminu, sagði hún. En það er hættulegt fyrir
þig að dvelja hér lengi, því að hingað kemur stund-
um fólk að vetrinum.
Það lá við að hún fyndi á sér áður en fólk kom
í selið og þá var hún ekki lengi að fara með barnið
út í kjarrið. Það var kominn stígur þangað eftir
hana. Hún fór þangað oft á dag til þess að finna
ró. Stundum tók hún strokkinn með sér þangað,
svo að hún ætti hægara með að halda njósnum
fyrir. Barnið lá á sauðskinnsteppi í grasinu.
En einhverntíma hlaut það að ske. Hví gekk hún
hér og var að reyna að fela drenginn? Var ekki alveg
eins gott að taka því, sem að höndum bar strax?
Suma dagana fannst henni, að hún væri örugg og
sterk og lofaði sjálfri sér því, að í næsta skipti, sem
þeir kæmu, já, þá--------. Það var alveg áreiðan-
legt. Alveg áreiðanlegt! Hún vildi viðurkenna
drenginn sinn fyrir öllum. Hann er m i 11 barn,
ætlaði hún að segja. Hann er minn, og enginn ykk-
ar á neitt í honum? Og enginn ykkar getur sagt
neitt við því, að ég á barn. Enginn!
Stundum, þegar þunglyndið sótti á hana, fannst
henni eins og einhver stæði inni í skugganum og
væri að tala við hana. Hvers vegna ertu svona
hrædd? Engin lifandi sál hefur hugmynd um, að
þú eigir barn. Ef þú kemur heim á n hans, mun
enginn spyrja um hann. Af hverju ertu að dragn-
azt með hann? Láttu drenginn hverfa. í Svarta-
djúp! Hann er ennþá svo lítill. Hann skilur ekk-
ert. Og það skeður svo fljótt. Og á eftir verðurðu
aftur sama heiðarlega stúlkan og þú hefur ávallt
verið.
Þessi myrkrarödd var að kvelja úr henni lífið.
Hún lá á hnjánum fyrir framan drenginn og grét
í örvæntingu. Það var ekki vegna þess, að henni
kæmi nokkru sinni til hugar að gera það, sem hin-
ar illu hugsanir voru að lokka hana til, en vegna
hins, að hún, sem móðir, gat látið slíkt henda sig.
Nei, aldrei, aldrei! Drengurinn var hennar. Henn-
ar og einskis annars! —
Það var komið fram í septembermánuð og bráð-
um átti að flytja úr seljunum. Hún hugleiddi það,
sem gera skyldi. Snemma morguns, daginn, sem
átti að flytja, ætlaði hún að leggja barnið við suð-
urendann á Litlavatni. Þegar lokið var við að koma
skepnunum á stað, og húsbóndinn var búinn að
loka dyrum selhúsanna og ók burtu, þá átti það
að ske. Hún myndi finna einhverja ástæðu til að
snúa við. Svo ætlaði hún að ná í barnið og halda
í humátt á eftir lestinni. Hún vissi nákvæmlega
hvernig bezt væri að hafa þetta. Svo, þegar hún
væri komin á móts við húsmannsheimilið niðri í
hlíðinni, ætlaði hún að skjótast með barnið inn
til Maríu og biðja hana að taka það að sér. María
var ágæt; henni yrði ekki skotaskuld úr því að
finna upp á skýringum fyrir þá forvitnu. Já, það
var einmitt svona, sem hún ætlaði að vinda sig
út úr þessu!
Það var sem henni létti. Óvissan er verra en allt
annað. Nú fannst henni nærri því nautn að hugsa
um framtíðina. Og það var eitthvað spennandi við
þetta allt saman. Húsbóndinn myndi sjá hana langt
á eftir öllum hinum, og hann gæti ekki séð það, sem
hún hélt á. Raunar skipti hann sér aldrei neitt
af henni. Það var alls ekki víst, hvort hann tæki
eftir því, að hún var samferða.
En hvað skyldi María segja? Góði guð, hvílíkt!
Hérna kemur selstúlksan heim með ungbarn! Nei,
raunar ekki barn! Það orð hafði svo litla þýðingu.
Hún kom úr selinu með d r e n g i n n. Velskapað-
an og efnilegan dreng. Og konurnar í sveitinni
*