Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Page 29

Heima er bezt - 01.06.1953, Page 29
Nr. 6 Heima er bezt 189 Sagan af Jónasi. . . Framh. af bls. 170. áhorfendum, því að svo þóttu tilþrif hans glæsileg, að það vakti aðdáun allra. — Þá kom Þórarinn Grímsson í Garði fram með rauðsokkótta hryssu, sem hann átti, marg-alda og þraut- þjálfaða. Var hún fjörhá og hið álitlegasta hross. Á næsta spretti voru þau reynd saman, Skjóni og hún, og var það álit dómnefndarinnar, að þau hefðu verið hníf-jöfn. Á úrslitaspretti vann Skjóni hinsvegar glæsi- legan sigur, en þVí miður man ég ekki, hvort Sokka var látin hlaupa á móti honum í það skiptið. En hvað sem því líður, var það allra álit eftir þetta, að Skjóni væri hvort tveggja í senn, fljótasti hestur héraðsins og einn mesti gæðingur, er menn höfðu spurnir af. Næstu þrjú-árin bar ekkert til tíðinda, sem í frásögur er fær- andi. Jónas var áfram vinnu- maður í Skógum og var mikiö umtalaður, enda sást hann þá oft á ferð á Skjóna sínum, svo og á mannamótum og vakti hvarvetna mikla athygli. Þá varð margur maðurinn að berj- ast áfram á blóðlötum hesti til kirkju sinnar og á mannamót. Var þá ekki laust við, að sumir litu öfundaraugum til Jónasar og Skjóna, enda var sá maður sannarlega öfundsverður, er átti slíkan gæðing. Og alltaf öðru hvoru voru honum að berast afarhá verðtilboð í Skjóna. En hann afgreiddi öll slík tilboð á sömu lund: Rak upp hlátur mikinn og sérkennilegan. Þeir, sem honum voru lítið kunnugir, . héldu þá jafnvel, að hann væri tæplega með öllum mjalla. En kunnugir vissu það vel, að á þennan einfalda hátt túlkaði Jónas hrifningu sína á Skjóna, og þá dýrmætu sælukend, sem fylgir því, að eiga yndislegan gæðing. En um leið fólst í hlátrinum djúp fyrirlitning á öllum slíkum tilboðum. Vorið 1914 fór Jónas alfarinn úr Skógum. Um tíu eða ellefu ára skeið dvaldist hann á ýms- um stöðum í Þingeyjarsý'slu og skildi Skjóna aldrei við sig, og fór svo vel með hann, sem kost- Ur var á, á slíkum hrakningi. Á þessum árum fór Jónas oft í erfið ferðalög á Skjóna sínum. En þróttur hestsins var geysi- mikill og fjörið alltaf hið sama. — En strax og Jónas fann, að elli gamla ætlaði að fara að sækja Skjóna heim, þá sló hann gæðinginn af, því að hann gat ekki hugsað til þess að eiga hann, eftir að ellimörkin voru farin að segja til sín. Á þessum lausamennsku-ár- um sínum dvaldist Jónas um nokkurn tíma að Lundarbrekku í Bárðardal. Flugu þá um alla Þingeyjarsýslu forkunnar skemmtilegar skopsögur af við- skiptum hans við Baldur bónda á Lundarbrekku. En þar sem fullnægjandi heimildir liggja ekki fyrir, verður þeim sleppt hér. Því miður man ég ekki ná- kvæmlega, hvað Skjóni lifði lengi. En ég hygg þó, að það hafi verið haustið 1925, sem hann var sleginn af. Ef það er rétt, þá hefir hann orðið aðeins rúmlega tuttugu og eins árs gamall. Samstundis og Jónas hafði fellt Skjóna sinn, fluttist hann burt úr Þingeyjarsýslu og kom þangað aldrei síðan, nema sem gestur — og það mjög sjaldan.. Fyrst fór Jónas suður að Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, til Sæmundar Kristjánssonar, frá Leirhöfn, er bjó þar þá. Eftir ársdvöl hjá Sæmundi, eða þar um bil, fluttist Jónas norður að Fornahvammi í Norðurárdal, og var þar um skeið, og síðan að Melum í Hrútafirði. Vera má, að hann hafi dvalizt á fleiri stöð- um, á þessum árum. Á mann- talsskýrslu er talið, að hann hafi flutzt frá Melum og vestur í Dalasýslu árið 1933, og eftir það mun hann hafa dvalizt í Dala- sýslu til æviloka. Hann eignað- ist á þessum árum hvern gæð- inginn öðrum betri, og telja kunnugir, að hann hafi þótt með afbrigðum góður og nákvæmur tamningamaður. Því miður veit ég lítið um síðustu æviár Jónasar, og ó- kunnugt er mér um það, hve- nær hann andaðist. Við mann- talið 1950, er hann til heimilis á Svínhóli í Dalasýslu, en á síð- asta manntali (1952) sést nafn hans hvergi, svo að telja má víst, að dagar hans séu taldir. Hér hef ég „misst af strætis- vagninum“, því að ég ætlaði að birta sögu þessa, áður en Jónas félli frá. Margt fleira mætti um Jónas segja og þá ekki síður Skjóna hans, en hér verður þó staðar numið. „Þetta gerir hún Gunna mín aldrei” Hérna á árunum, meðan þrifn- aði var víða nokkuð ábótavant og kunnátta lítil hjá mörgum um þrif og hirðingu fatnaðar, kom bóndi einn heim á prests- setrið í sókn sinni og sá, að ver- ið var að sjóða eitthvað í stórum potti. Bónda þótti matur góður og spurði, hvað í pottinum væri. „O, það er nú þvottur, Páll minn,“ svaraði prestsmaddam- an. Bóndi þagði um hríð og var hugsi, en mælti síðan: „Þetta gerir hún Gunna mín aldrei — hún eldar ekki þvott- inn.“

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.