Heima er bezt - 01.01.1954, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.01.1954, Qupperneq 7
Heima er bezt 3 Nr. 1 Þorbjörn Þórðarson, læknir: FERÐ AÐ DRÖNGUM Ég var seztur að á Ármúla, sem er yzti bær í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Stendur bær- inn skammt frá sjó, undir sam- nefndu fjalli. Blasir Djúpið við þaðan séð, og ef gengið er nokk- uð upp í Múlann, sést alla leið inn í ísafjörð, sem er innsti fjörður inn úr Djúpinu, og til eyjanna Æðeyjar, Vigrar og Borgareyjar og hinna fornfrægu stórbýla Ögurs og Vatnsfjarðar. Er það fögur og heillandi sjón. Utan við Múlann er Kaldalón, sem aðskilur Nauteyrarhrepp frá Snæfjallahreppi. Gengur Lónið alla leið innundir Drangajökul, og þar sem hann skríður fram í Lónið, fossar allmikil á undan jöklinum. Um flæði gengur sjór langt inn í Lónið, en þar inn af eru sléttar eyrar, er áin kvíslast um. Fyrir framan Múlann er Skjaldfannardalur, er skerst inn í hálendið. Er hann grasi vax- inn hið neðra. Þrír bæir eru í honum auk Ármúla, sem er í dalsmynninu. Selá rennur eftir dalnum. Innan við ána er Laug- arland og Hraundalur, framar en Skjaldfönn utan við ána og framarlega í dalnum. Það var um miðjan júlí 1902, að ég var vakinn fyrir allar aldir um morguninn. Var maður kominn, sem vildi finna mig. Ég snaraði mér í fötin og fór fram fyrir að tala við hann. Var það bóndinn að Dröngum í Stranda- sýslu, og bað hann mig að koma með sér. Sonur hans, sjö ára gamall, hafði óþolandi kvalir í höfði og hafði ekki linnt á hljóð- um allan daginn fyrir. Hafði maðurinn nú verið á ferðinni um nóttina og farið þvert yfir Drangajökul. Nú heyrðu Drangar í Stranda- sýslu reyndar til Strandahér- aðs, og héraðslæknirinn þar átti heima á Hólmavík. Var illt að neita manninum, úr því að hann var kominn um langa leið og erfiða og ég ekki mjög vant við látinn, og var mér hins vegar forvitni á að kanna þessa ókunnu stigu. Réð ég því af að fara með honum. Fyrst varð ég að láta sækja Bleik minn og athuga, hve vel járnaður hann væri og leggja á. Fylgdarmaðurinn sat frammi í eldhúsi og þá góðgerðir hjá hús- freyju, meðan ég bjó mig til ferðarinnar. Nú varð ég að athuga sára- veskið mitt, að í því væru hníf- Þorbjöm Þórðarson, lœknir. ar (bistouri og skalpel), skæri, tangir (anatomiskar, Lister’s og Péang’s), sárakannar, tvöföld beitt skeið, þvagleggir úr silfri og gúmmí (Nélaton), kokart, nálar, saumgarn úr silki og cat- gut, og hitamælir. Þá var leður- taska, bæði til að halda á eða — ef svo bar undir, að hengja um hálsinn í leðuról. í hana stakk ég veskinu. Þar voru fyrir ýmsar sáraumbúðir, hermanna- bögglar, sótthreinsuð grisja, joðoform- og xeroformgrisj a og bómullarbögglar, sárabindi, guttaperkapappír, nagnabursti, morfínsprauta, recordsprautur, Schleich’s- og infiltations- sprauta, kloroformflaska, gríma, munnglennir og tungutöng, bor- vaselin, karbolsýra, karbololía, aetherflaska, opiumsdropar, sprittflaska, sublimattöflur, cocaintöflur, morfinuppleysing í glycerin og vatni. Tanntangir var líka vissara að hafa með, því að fylgdarmaðurinn gat þess, að líklegt væri, að fleiri sjúklingar myndu vitja mín í þessari ferð. Tók ég því með í töskuna átta tanntangir og geitarfót. Allt var þetta vandlega vafið í bómull og léreft. Hlustunarpípu og hamarinn hafði ég í brjóst- vasanum ásamt Nordisk Lomme- bog for Læger. Hnakktösku úr leðri, mjög vandaða, með tvö- földu loki og læsingu, átti ég og lét handtöskuna ofan í hana. Þar voru einnig tvennir hnéháir ullarsokkar og sauðskinnsskór, bryddir, með ristar- og hæl- þvengjum og illeppum í. Eftir að ég kom til Arnarfjarð- ar hafði ég að auki í töskunni og notaði á göngum, skó úr stein- bítsroði, með selgarnsþvengjum. Reyndust þeir vel, ef frost var mikið og fönn á jörðu. Þarna voru einnig belgvettlingar og trefill, allt úr ull. Sumt af þessum útbúnaði var fyrir í töskunni og meira miðað við vetrarferðir, frost, snjó og gönguferðir, en ferðalag á hesti og um miðsumar í blíðviðri, en fékk þó að vera með í þessari ferð, af því að Drangajökull minnti á ófærð, óveður og kulda og bezt að vera við öllu búinn. Sjálfur var ég þannig búinn, að ég var í tvennum hnéháum ullarsokkum utan yfir brækur, þar yfir létt og lipur vatnsstíg- vél, sem náðu upp á miðjan legg. Utan yfir brækurnar voru reið- buxur, hnepptar ofan í vatns- stígvélin. Yfir skyrtu og vesti var ullarpeysa, sem náði upp í háls, þar yfir sportjakki, sem náði niður á læri, með belti um mitt- ið og sylgja á. Jakkakragann mátti bretta upp um hálsinn og hneppa undir hökuna. Á höfði hafði ég oturskinnshúfu, sem

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.